Stefnir á að bólusetja 100 milljónir á sínum fyrstu 100 dögum í embætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2020 22:46 Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna. Getty/Joe Raedle Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, stefnir á að 100 milljón Bandaríkjamenn verði bólusettir fyrir kórónuveirunni á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. Biden sagði á blaðamannafundi í dag, þar sem hann kynnti teymið sem leiða mun baráttuna gegn veirunni þegar hann tekur við embætti, að ólíklegt væri að Bandaríkin muni sigrast á veirunni á fyrstu mánuðum hans í embætti. Hann vonist þó til að aðgerðir sem hann boði muni breyta stöðunni í samfélaginu. Í dag, þriðjudag, var skýrsla kynnt sem talin er að muni greiða veginn fyrir því að bóluefni Pfizer og BioNTech verði samþykkt til notkunar og dreift til Bandaríkjamanna. Meira en 15 milljón Bandaríkjamenn hafa smitast af veirunni og 285 þúsund látið lífið vegna hennar, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Ekkert annað ríki í heiminum hefur greint jafn mörg tilfelli eða séð jafn marga láta lífið vegna veirunnar. Mörg ríki Bandaríkjanna eru illa stödd vegna faraldursins og er sums staðar metfjöldi að greinast dag hvern og aldrei hafa jafn margir legið inni á sjúkrahúsum vegna veirunnar í sumum ríkjum. Sérfræðingar hafa kennt miklum ferðalögum Bandaríkjamanna vegna Þakkagjörðarhátíðarinnar um. Joe Biden tilkynnti í dag að hann hyggist tilnefna Xavier Becerra, ríkissaksóknara Kaliforníu, til embættis heilbrigðisráðherra. Þá muni hann tilnefna Rochelle Walensky til stöðu yfirmanns Heilsuverndarstofnunarinnar (e. Centers for Disease Control and Prevention). Þá mun Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, halda áfram störfum þegar Biden tekur við. Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Biden sagður ætla að tilnefna Becerra sem heilbrigðisráðherra Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hyggst tilnefna Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, til að gegna embætti heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni. 7. desember 2020 07:42 Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. 4. desember 2020 12:46 Vill Austin sem varnarmálaráðherra Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar. 8. desember 2020 08:11 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Biden sagði á blaðamannafundi í dag, þar sem hann kynnti teymið sem leiða mun baráttuna gegn veirunni þegar hann tekur við embætti, að ólíklegt væri að Bandaríkin muni sigrast á veirunni á fyrstu mánuðum hans í embætti. Hann vonist þó til að aðgerðir sem hann boði muni breyta stöðunni í samfélaginu. Í dag, þriðjudag, var skýrsla kynnt sem talin er að muni greiða veginn fyrir því að bóluefni Pfizer og BioNTech verði samþykkt til notkunar og dreift til Bandaríkjamanna. Meira en 15 milljón Bandaríkjamenn hafa smitast af veirunni og 285 þúsund látið lífið vegna hennar, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Ekkert annað ríki í heiminum hefur greint jafn mörg tilfelli eða séð jafn marga láta lífið vegna veirunnar. Mörg ríki Bandaríkjanna eru illa stödd vegna faraldursins og er sums staðar metfjöldi að greinast dag hvern og aldrei hafa jafn margir legið inni á sjúkrahúsum vegna veirunnar í sumum ríkjum. Sérfræðingar hafa kennt miklum ferðalögum Bandaríkjamanna vegna Þakkagjörðarhátíðarinnar um. Joe Biden tilkynnti í dag að hann hyggist tilnefna Xavier Becerra, ríkissaksóknara Kaliforníu, til embættis heilbrigðisráðherra. Þá muni hann tilnefna Rochelle Walensky til stöðu yfirmanns Heilsuverndarstofnunarinnar (e. Centers for Disease Control and Prevention). Þá mun Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, halda áfram störfum þegar Biden tekur við.
Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Biden sagður ætla að tilnefna Becerra sem heilbrigðisráðherra Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hyggst tilnefna Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, til að gegna embætti heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni. 7. desember 2020 07:42 Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. 4. desember 2020 12:46 Vill Austin sem varnarmálaráðherra Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar. 8. desember 2020 08:11 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Biden sagður ætla að tilnefna Becerra sem heilbrigðisráðherra Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hyggst tilnefna Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, til að gegna embætti heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni. 7. desember 2020 07:42
Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. 4. desember 2020 12:46
Vill Austin sem varnarmálaráðherra Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar. 8. desember 2020 08:11