Hvernig á að drulla yfir lýðræðislegan rétt þjóðar - Örnámskeið í boði Steingríms J. Sigfússonar Ágústa Ágústsdóttir skrifar 10. desember 2020 15:31 Ef ég hef einhverntíman verið hrædd um minn lýðræðislega rétt, þá er það á þessari stundu. Að valdamaður á alþingi geti stigið fram og gólað eins og ofvaxinn strákur að rifna úr frekju, „Ég vil, ég ætla, sama hvað“ finnst mér bera sterkan keim af yfirgangi og algjörri hunsun á rétti hins almenna þjóðfélagsþegns. Lýðræði er Steingrími ekki ofarlega í huga nú sem oftar. Er ekki hægt að vernda umhverfi og náttúru Íslands nema stofna þjóðgarð ? Þeir þjóðgarðar sem nú þegar eru starfræktir eru góðir og gildir en rekstur þeirra er til skammar. Hvernig væri að byrja á að sýna þjóðinni að ríkið geti rekið þau batterí sómasamlega svo menn geti verið stoltir af ? Þjóðgarðarnir eru langsvelt fyrirbæri umkringd þungu og flóknu regluverki sem stýrt er af einu marghöfða bákni. Miðað við þá takmörkuðu fjármuni sem lagðir hafa verið í uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs þegar horft er til háleitra hugmynda við stofnun hans, þá skil ég og fleiri ekki hvernig mönnum dettur í hug að tala um „stærsta þjóðgarð Evrópu“. Úr hvaða peningabrunnum á að ausa til að koma þessu fyrirbæri á koppinn ? Það dylst engum að lausn allra mála hjá vinstri grænum eru meiri skattar. Skattar sem við þjóðin fáum að borga og eru nú þegar búnir að vera tikka inn síðustu misserin. Engan flokk veit ég eins skattaglaðan og flokk Steingríms. Hefur það fram til þessa verið erfiðleikum bundið fyrir Steingrím að heimsækja og njóta "helgidóms" síns ? Liggur hans heilaga altari undir skemmdum eða hefur honum verið meinaður aðgangur að því ? Höfum við ekki getað ferðast um og notið hálendis okkar hingað til í sátt og samlyndi öll sem eitt síðustu áratugina ? Hvað hefur allt í einu breyst svo mjög til hins verra, svo taka þurfi þriðjung Íslands úr höndum þeirra sameiginlegu landsafla sem komið hafa að uppbyggingu þess og verndun í gegnum ártugina ? Þegar óbyggðanefnd var stofnuð og þjóðlenduvinnan fór af stað kom skýrt fram að þær yrðu EKKI þjóðgarðar. Gefum fólki tækifæri á að skoða söguna aðeins og kynna sér yfirlýsingar og loforð kosinna fulltrúa sem þar sátu t.d. Þetta "einstaka tækifæri" sem fólki er talin trú um að nú sé til staðar fjallar fyrst og fremst um að stofnanavæða risastóran hluta Íslands (1/3 af öllu okkar landi). Það eitt að landsvæði sé til á korti og merkt sem þjóðgarður skapar væntingar og dregur að sér ferðamenn, eðli málsins samkvæmt. En þá er eins gott að grunnstoðirnar séu fyrir hendi sem sýnilegt er hverjum sem sjá vill, að er alls ekki. Enda farið af stað með tóma buddu og marklaus loforð. „Stærsti þjóðgarður Evrópu“ er slagorð fyllt af þjóðrembu af verstu sort og hefur ekkert með náttúruvernd eða umhverfissjónarmið að gera. Greinilegt er að þröngva á þessu í gegnum þing fyrir næstu kosningar án þess svo mikið sem að íhuga að spyrja þjóðina álits. Minnisvarði um kommúníska hugsun og stjórnun vinstri grænna. Ef Steingrímur og hans fylgisveinar sem og ríkisstjórnin í raun öll ber hag fólks raunverulega fyrir brjósti þá væri virðing fólgin í því að leyfa fólki að eiga raunverulegt val. Standa þarf að raunverulegum og dugandi kynningarfundum um allt land þar sem báðar hliðar fá að koma fram svo fólk geti myndað sér skoðun. Þetta „ranga og villandi upplýsingaflæði“ sem hæstvirtur umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson talar um eru einfaldlega raddir fólks sem vilja fá að heyrast. Og ekki bara fóllks, heldur raddir heilu sveitarfélaganna sem lýst hafa andstöðu sinni við málið. Það er fyrst og fremst villandi og rangt að tala fyrir því að hin hliðin megi ekki heyrast. Þannig fær maður í hendurnar fallega skreyttan pakka sem gleður augað en innihald sem er rotið og lyktar illa. En Steingrímur ætti að vera orðinn sérfræðingur í að pakka inn umbúðafallegum pökkum í gegnum árin. Pakkaslóðin er orðin ansi löng þar. Ég nefni hluti eins og skjaldborgina frægu. Ég nefni sálusölu vinstri grænna til ESB inngöngu, í skiptum fyrir svolítil völd eftir hrun og opnuðu flóðgátt af reglugerðarbákni frá sambandinu inn til landsins undir handleiðslu Samfylkingarinnar. Ég nefni Icesave sem Steingrímur vildi ólmur að íslenska þjóðin skrifaði undir og hefði steypt okkur í óverjandi skuld og fært okkur á silfurfati til ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem gjaldþrota þjóð. Bakki á Húsavík er enn eitt minnismerkið sem keyrt var í gegn á ótrúlegum hraða. Hvar er náttúruverndin þar Steingrímur ? „Hinn grenjandi minnihluti“ fer fram á að sé hlustað og borin virðing fyrir því að þegar talað sé um að leggja 1/3 af öllu okkar landi í hendur eins bákns, þá er það ekkert smámál. Þetta er eitt af stærstu málum þjóðarinnar og varðar alla sem hér búa. Ekki bara Steingrím og 65% af vísbendingum hans. Ég legg til að Steingrímur verði sér úti um barðastóran sjóhatt og góðan árabát svo hann geti róið í skjól þegar „minnihlutinn“ skrúfar frá táraflóðinu í sameiningu. Því við erum töluvert stærri en látið er af. Ágústa Ágústsdóttir íbúi á norðausturlandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Þjóðgarðar Hálendisþjóðgarður Ágústa Ágústsdóttir Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ef ég hef einhverntíman verið hrædd um minn lýðræðislega rétt, þá er það á þessari stundu. Að valdamaður á alþingi geti stigið fram og gólað eins og ofvaxinn strákur að rifna úr frekju, „Ég vil, ég ætla, sama hvað“ finnst mér bera sterkan keim af yfirgangi og algjörri hunsun á rétti hins almenna þjóðfélagsþegns. Lýðræði er Steingrími ekki ofarlega í huga nú sem oftar. Er ekki hægt að vernda umhverfi og náttúru Íslands nema stofna þjóðgarð ? Þeir þjóðgarðar sem nú þegar eru starfræktir eru góðir og gildir en rekstur þeirra er til skammar. Hvernig væri að byrja á að sýna þjóðinni að ríkið geti rekið þau batterí sómasamlega svo menn geti verið stoltir af ? Þjóðgarðarnir eru langsvelt fyrirbæri umkringd þungu og flóknu regluverki sem stýrt er af einu marghöfða bákni. Miðað við þá takmörkuðu fjármuni sem lagðir hafa verið í uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs þegar horft er til háleitra hugmynda við stofnun hans, þá skil ég og fleiri ekki hvernig mönnum dettur í hug að tala um „stærsta þjóðgarð Evrópu“. Úr hvaða peningabrunnum á að ausa til að koma þessu fyrirbæri á koppinn ? Það dylst engum að lausn allra mála hjá vinstri grænum eru meiri skattar. Skattar sem við þjóðin fáum að borga og eru nú þegar búnir að vera tikka inn síðustu misserin. Engan flokk veit ég eins skattaglaðan og flokk Steingríms. Hefur það fram til þessa verið erfiðleikum bundið fyrir Steingrím að heimsækja og njóta "helgidóms" síns ? Liggur hans heilaga altari undir skemmdum eða hefur honum verið meinaður aðgangur að því ? Höfum við ekki getað ferðast um og notið hálendis okkar hingað til í sátt og samlyndi öll sem eitt síðustu áratugina ? Hvað hefur allt í einu breyst svo mjög til hins verra, svo taka þurfi þriðjung Íslands úr höndum þeirra sameiginlegu landsafla sem komið hafa að uppbyggingu þess og verndun í gegnum ártugina ? Þegar óbyggðanefnd var stofnuð og þjóðlenduvinnan fór af stað kom skýrt fram að þær yrðu EKKI þjóðgarðar. Gefum fólki tækifæri á að skoða söguna aðeins og kynna sér yfirlýsingar og loforð kosinna fulltrúa sem þar sátu t.d. Þetta "einstaka tækifæri" sem fólki er talin trú um að nú sé til staðar fjallar fyrst og fremst um að stofnanavæða risastóran hluta Íslands (1/3 af öllu okkar landi). Það eitt að landsvæði sé til á korti og merkt sem þjóðgarður skapar væntingar og dregur að sér ferðamenn, eðli málsins samkvæmt. En þá er eins gott að grunnstoðirnar séu fyrir hendi sem sýnilegt er hverjum sem sjá vill, að er alls ekki. Enda farið af stað með tóma buddu og marklaus loforð. „Stærsti þjóðgarður Evrópu“ er slagorð fyllt af þjóðrembu af verstu sort og hefur ekkert með náttúruvernd eða umhverfissjónarmið að gera. Greinilegt er að þröngva á þessu í gegnum þing fyrir næstu kosningar án þess svo mikið sem að íhuga að spyrja þjóðina álits. Minnisvarði um kommúníska hugsun og stjórnun vinstri grænna. Ef Steingrímur og hans fylgisveinar sem og ríkisstjórnin í raun öll ber hag fólks raunverulega fyrir brjósti þá væri virðing fólgin í því að leyfa fólki að eiga raunverulegt val. Standa þarf að raunverulegum og dugandi kynningarfundum um allt land þar sem báðar hliðar fá að koma fram svo fólk geti myndað sér skoðun. Þetta „ranga og villandi upplýsingaflæði“ sem hæstvirtur umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson talar um eru einfaldlega raddir fólks sem vilja fá að heyrast. Og ekki bara fóllks, heldur raddir heilu sveitarfélaganna sem lýst hafa andstöðu sinni við málið. Það er fyrst og fremst villandi og rangt að tala fyrir því að hin hliðin megi ekki heyrast. Þannig fær maður í hendurnar fallega skreyttan pakka sem gleður augað en innihald sem er rotið og lyktar illa. En Steingrímur ætti að vera orðinn sérfræðingur í að pakka inn umbúðafallegum pökkum í gegnum árin. Pakkaslóðin er orðin ansi löng þar. Ég nefni hluti eins og skjaldborgina frægu. Ég nefni sálusölu vinstri grænna til ESB inngöngu, í skiptum fyrir svolítil völd eftir hrun og opnuðu flóðgátt af reglugerðarbákni frá sambandinu inn til landsins undir handleiðslu Samfylkingarinnar. Ég nefni Icesave sem Steingrímur vildi ólmur að íslenska þjóðin skrifaði undir og hefði steypt okkur í óverjandi skuld og fært okkur á silfurfati til ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem gjaldþrota þjóð. Bakki á Húsavík er enn eitt minnismerkið sem keyrt var í gegn á ótrúlegum hraða. Hvar er náttúruverndin þar Steingrímur ? „Hinn grenjandi minnihluti“ fer fram á að sé hlustað og borin virðing fyrir því að þegar talað sé um að leggja 1/3 af öllu okkar landi í hendur eins bákns, þá er það ekkert smámál. Þetta er eitt af stærstu málum þjóðarinnar og varðar alla sem hér búa. Ekki bara Steingrím og 65% af vísbendingum hans. Ég legg til að Steingrímur verði sér úti um barðastóran sjóhatt og góðan árabát svo hann geti róið í skjól þegar „minnihlutinn“ skrúfar frá táraflóðinu í sameiningu. Því við erum töluvert stærri en látið er af. Ágústa Ágústsdóttir íbúi á norðausturlandi
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun