Við förum að lögum (auðvitað) Magnús Orri Marínarson Schram og Þorsteinn Víglundsson skrifa 11. desember 2020 11:31 Fyrir tíu árum voru samþykkt lög á Alþingi sem skylduðu fyrirtæki með yfir 50 starfsmenn til að jafna hlut kynjanna í stjórnum þeirra. Markmiðin voru skýr. Að tryggja jöfn tækifæri óháð kyni þannig að sannarlega sé verið að velja hæfasta fólkið til stjórnunarstarfa. Með þessu væri verið að brjóta glerþök, tryggja fjölbreyttar fyrirmyndir og vinna gegn einsleitni í atvinnulífinu. Á sínum tíma mætti frumvarpið þónokkurri andstöðu en tímarnir breytast og í dag eru það eru fáir sem eru málinu mótfallnir. Nú skynja flestir að stundum þarf að beita lögum til að taka á aldagamalli forréttindastöðu karla. Næsta skref Fyrir Alþingi liggur núna frumvarp sem leggur dagsektir á þau fyrirtæki sem brjóta lögin og gerir þau sambærileg annarri lagasetningu í landinu. Sektum má beita ef lög eru brotin. Ekki er vanþörf á en nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hluti fyrirtækja eru að brjóta lögin. Árið 2018 voru konur 28,8% stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50-99 starfsmenn og 36,4% í stjórnum fyrirtækja með 100-249 starfsmenn. Verði frumvarpið að lögum má beita sektum ef 40% markinu er ekki náð. Löngu tímabær breyting og nauðsynleg til að markmið laganna náist að fullu. Auðvitað Ísland er í fararbroddi jafnréttismála í heiminum. Hvergi virðist almenningur jafn meðvitaður um að jöfn staða kynjanna er þjóðarhagur og að lagasetning getur verið frábært tæki til að knýja fram nauðsynlegar breytingar. Dagsektirnar gegna akkúrat því hlutverki. Þær hnippa í skussana og fá þá til að klára málið, því auðvitað eigum við öll að fara að lögum. Vonandi tekst Alþingi að sýna framsýni og þor á næstu dögum, ljúka verkinu sem hófst fyrir tíu árum og samþykkja frumvarpið. Magnús Orri Marínarson Schram er framkvæmdastjóri og fyrrum þingmaður Þorsteinn Víglundsson er framkvæmdastjóri og fyrrum þingmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Jafnréttismál Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir tíu árum voru samþykkt lög á Alþingi sem skylduðu fyrirtæki með yfir 50 starfsmenn til að jafna hlut kynjanna í stjórnum þeirra. Markmiðin voru skýr. Að tryggja jöfn tækifæri óháð kyni þannig að sannarlega sé verið að velja hæfasta fólkið til stjórnunarstarfa. Með þessu væri verið að brjóta glerþök, tryggja fjölbreyttar fyrirmyndir og vinna gegn einsleitni í atvinnulífinu. Á sínum tíma mætti frumvarpið þónokkurri andstöðu en tímarnir breytast og í dag eru það eru fáir sem eru málinu mótfallnir. Nú skynja flestir að stundum þarf að beita lögum til að taka á aldagamalli forréttindastöðu karla. Næsta skref Fyrir Alþingi liggur núna frumvarp sem leggur dagsektir á þau fyrirtæki sem brjóta lögin og gerir þau sambærileg annarri lagasetningu í landinu. Sektum má beita ef lög eru brotin. Ekki er vanþörf á en nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hluti fyrirtækja eru að brjóta lögin. Árið 2018 voru konur 28,8% stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50-99 starfsmenn og 36,4% í stjórnum fyrirtækja með 100-249 starfsmenn. Verði frumvarpið að lögum má beita sektum ef 40% markinu er ekki náð. Löngu tímabær breyting og nauðsynleg til að markmið laganna náist að fullu. Auðvitað Ísland er í fararbroddi jafnréttismála í heiminum. Hvergi virðist almenningur jafn meðvitaður um að jöfn staða kynjanna er þjóðarhagur og að lagasetning getur verið frábært tæki til að knýja fram nauðsynlegar breytingar. Dagsektirnar gegna akkúrat því hlutverki. Þær hnippa í skussana og fá þá til að klára málið, því auðvitað eigum við öll að fara að lögum. Vonandi tekst Alþingi að sýna framsýni og þor á næstu dögum, ljúka verkinu sem hófst fyrir tíu árum og samþykkja frumvarpið. Magnús Orri Marínarson Schram er framkvæmdastjóri og fyrrum þingmaður Þorsteinn Víglundsson er framkvæmdastjóri og fyrrum þingmaður
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar