Neyðarástand Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 14. desember 2020 16:00 Um helgina kallaði Aðalritari Sameinuðu þjóðanna eftir því að ríki heimsins lýstu yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar. Þetta ákall Antonio Guterres er hið sama og loftslagsverkfallið á Íslandi hefur talað fyrir undanfarin tvö ár. Á fundum með fulltrúum ríkisstjórnarinnar, ráðherrum og öðrum aðilum hafa fulltrúar loftslagsverkfalls, námsfólk, stúdentar, ungmenni og börn, útskýrt hvers vegna þetta skiptir máli. Ríkisstjórn Íslands hefur hunsað kröfu loftslagsverkfallsins hingað til, ætlar hún líka að hunsa ákall aðalritara Sameinuðu þjóðanna? Á fundum verkfallsins með stjórnvöldum var ákalli verkfallsins iðulega mætt með orðum eins og: Hvað á eiginlega að felast í yfirlýsingu um neyðarástand? Hverju á það að breyta, hvers konar neyðarástand? Guð minn góður, það er engin leið að gera þetta. Reglulega var sú mynd máluð upp að valdhafar hefðu hvorki hugmyndaflugið né úrræðin til þess að gera þetta almennilega. Önnur ríki hafa lýst yfir neyðarástandi, vissulega með misgóðum árangri, en annmarkar á framkvæmd annarra ríkja í þessum efnum eru ekki afsökun fyrir stjórnvöld hérlendis að sitja með hendur í skauti. Þúsundir vísindafólks hafa sammælst um að þeim sé skylt að lýsa yfir neyðarástandi og að mannkynið þurfi að átta sig á því hve alvarleg staðan raunverulega er. Stjórnvöld hérlendis hljóta að vera nægilega útsjónarsöm til þess að finna fullnægjandi og viðeigandi leiðir til þess að mæta ákalli aðalritara Sameinuðu þjóðanna, loftslagsverkfallsins og fylgja fordæmi vísindafólks. Hér eru nokkrar ástæður til þess að lýsa yfir neyðarástandi, í samræmi við stöðuna sem nú er uppi í heiminum: Yfirlýsing neyðarástands myndi í fyrsta lagi leiða til umræðu og enn frekari vitundarvakningar meðal almennings. Í öðru lagi getur yfirlýsing um neyðarástand sýnt að stjórnvöld taki stöðuna sem upp er komin alvarlega. Í þriðja lagi að stjórnvöld viðurkenni ákall ungu kynslóðarinnar og baráttu ungs fólks fyrir framtíð sinni. Í fjórða lagi getur yfirlýsing um neyðarástand verið forsenda og grundvöllur fyrir því að ráðast í afdrifaríkari aðgerðir, sem verða kannski tímabundið óþægilegar fyrir einhverja. Ef samstaða myndast um grunnforsendu aðgerðanna leiðir það vonandi til þess að síður verði deilt um hve róttækar aðgerðir séu réttlætanlegar, enda sé mjög skýrt hver staða mála sé. Í fimmta lagi getur yfirlýsingin sent skilaboð til alþjóðasamfélagsins ef vel er að henni staðið. Breytt og ný viðmið í samfélaginu eru nauðsynleg. Það þarf að kanna hvernig framkvæmdir, aðgerðir, lagasetning eða aðrar aðgerðir stjórnvalda horfa við markmiði um kolefnishlutleysi. Stefnumótun í öllum málaflokkum verður að taka mið af loftslagsvánni, rétt eins og skylt er að leggja mat á jafnréttisáhrif í hvívetna í dag. Kennsla í skólum þarf að taka mið af því að það sem er undir fyrir komandi kynslóð er hvernig við slökkvum á 650 Eyjafjallajöklum eins og Andri Snær, rithöfundur orðaði það á málþingi sem ég sótti nýlega um loftslagvánna. Viðurkenningar og verðlaun sem loftslagsverkfallið hefur hlotið hérlendis, eins og viðurkenning jafnréttisráðs, Maður ársins 2020 hjá Stöð 2, Bylgjunni og Vísi, Samviskusendiherra Amnesty o.fl. eru góðra gjalda verðar, en loftslagsverkföllin og baráttan vegna þeirra snýst ekki um að fá klapp á bakið – heldur að hlustað sé á ungu kynslóðina og gripið verði til afgerandi aðgerða. Vel útfærðar og trúverðugar aðgerðir skipta að sjálfsögðu höfuðmáli og eitt útilokar ekki annað. Þvert á móti ætti vel útfærð og afgerandi yfirlýsing um neyðarástand vegna hamfarahlýnunar að haldast í hendur við metnaðarfullar aðgerðir. Það ætti í raun að vera lágmarksframtak að stjórnvöld geri borgurunum grein fyrir alvarleika ástandsins með skýrri yfirlýsingu um neyðarástand í málaflokknum. Yfirlýsingin ætti að vera grundvöllur nauðsynlegra kerfisbreytinga og róttækra aðgerða sem enn vantar töluvert upp á hérlendis, en það er efni í annan pistil. Þrálát andstaða ríkisstjórnarinnar við að sammælast um alvarleika vandans gefur of mikið rými fyrir efasemdaraddir til að þrífast. Kannski telja stjórnvöld í raun að ekki sé uppi neyðarástand í loftslagsmálum? Fréttir um að stjórnvöld veiti afslátt handa bílaleigum til að menga senda a.m.k. óþægileg skilaboð að þessu leyti. Hlustið á loftslagsverkföllin og aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Kæra ríkisstjórn, boltinn er hjá ykkur. Lýsið yfir neyðarástandi strax. Höfundur er forseti Rannveigar - Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Loftslagsmál Hamfarahlýnun Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Um helgina kallaði Aðalritari Sameinuðu þjóðanna eftir því að ríki heimsins lýstu yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar. Þetta ákall Antonio Guterres er hið sama og loftslagsverkfallið á Íslandi hefur talað fyrir undanfarin tvö ár. Á fundum með fulltrúum ríkisstjórnarinnar, ráðherrum og öðrum aðilum hafa fulltrúar loftslagsverkfalls, námsfólk, stúdentar, ungmenni og börn, útskýrt hvers vegna þetta skiptir máli. Ríkisstjórn Íslands hefur hunsað kröfu loftslagsverkfallsins hingað til, ætlar hún líka að hunsa ákall aðalritara Sameinuðu þjóðanna? Á fundum verkfallsins með stjórnvöldum var ákalli verkfallsins iðulega mætt með orðum eins og: Hvað á eiginlega að felast í yfirlýsingu um neyðarástand? Hverju á það að breyta, hvers konar neyðarástand? Guð minn góður, það er engin leið að gera þetta. Reglulega var sú mynd máluð upp að valdhafar hefðu hvorki hugmyndaflugið né úrræðin til þess að gera þetta almennilega. Önnur ríki hafa lýst yfir neyðarástandi, vissulega með misgóðum árangri, en annmarkar á framkvæmd annarra ríkja í þessum efnum eru ekki afsökun fyrir stjórnvöld hérlendis að sitja með hendur í skauti. Þúsundir vísindafólks hafa sammælst um að þeim sé skylt að lýsa yfir neyðarástandi og að mannkynið þurfi að átta sig á því hve alvarleg staðan raunverulega er. Stjórnvöld hérlendis hljóta að vera nægilega útsjónarsöm til þess að finna fullnægjandi og viðeigandi leiðir til þess að mæta ákalli aðalritara Sameinuðu þjóðanna, loftslagsverkfallsins og fylgja fordæmi vísindafólks. Hér eru nokkrar ástæður til þess að lýsa yfir neyðarástandi, í samræmi við stöðuna sem nú er uppi í heiminum: Yfirlýsing neyðarástands myndi í fyrsta lagi leiða til umræðu og enn frekari vitundarvakningar meðal almennings. Í öðru lagi getur yfirlýsing um neyðarástand sýnt að stjórnvöld taki stöðuna sem upp er komin alvarlega. Í þriðja lagi að stjórnvöld viðurkenni ákall ungu kynslóðarinnar og baráttu ungs fólks fyrir framtíð sinni. Í fjórða lagi getur yfirlýsing um neyðarástand verið forsenda og grundvöllur fyrir því að ráðast í afdrifaríkari aðgerðir, sem verða kannski tímabundið óþægilegar fyrir einhverja. Ef samstaða myndast um grunnforsendu aðgerðanna leiðir það vonandi til þess að síður verði deilt um hve róttækar aðgerðir séu réttlætanlegar, enda sé mjög skýrt hver staða mála sé. Í fimmta lagi getur yfirlýsingin sent skilaboð til alþjóðasamfélagsins ef vel er að henni staðið. Breytt og ný viðmið í samfélaginu eru nauðsynleg. Það þarf að kanna hvernig framkvæmdir, aðgerðir, lagasetning eða aðrar aðgerðir stjórnvalda horfa við markmiði um kolefnishlutleysi. Stefnumótun í öllum málaflokkum verður að taka mið af loftslagsvánni, rétt eins og skylt er að leggja mat á jafnréttisáhrif í hvívetna í dag. Kennsla í skólum þarf að taka mið af því að það sem er undir fyrir komandi kynslóð er hvernig við slökkvum á 650 Eyjafjallajöklum eins og Andri Snær, rithöfundur orðaði það á málþingi sem ég sótti nýlega um loftslagvánna. Viðurkenningar og verðlaun sem loftslagsverkfallið hefur hlotið hérlendis, eins og viðurkenning jafnréttisráðs, Maður ársins 2020 hjá Stöð 2, Bylgjunni og Vísi, Samviskusendiherra Amnesty o.fl. eru góðra gjalda verðar, en loftslagsverkföllin og baráttan vegna þeirra snýst ekki um að fá klapp á bakið – heldur að hlustað sé á ungu kynslóðina og gripið verði til afgerandi aðgerða. Vel útfærðar og trúverðugar aðgerðir skipta að sjálfsögðu höfuðmáli og eitt útilokar ekki annað. Þvert á móti ætti vel útfærð og afgerandi yfirlýsing um neyðarástand vegna hamfarahlýnunar að haldast í hendur við metnaðarfullar aðgerðir. Það ætti í raun að vera lágmarksframtak að stjórnvöld geri borgurunum grein fyrir alvarleika ástandsins með skýrri yfirlýsingu um neyðarástand í málaflokknum. Yfirlýsingin ætti að vera grundvöllur nauðsynlegra kerfisbreytinga og róttækra aðgerða sem enn vantar töluvert upp á hérlendis, en það er efni í annan pistil. Þrálát andstaða ríkisstjórnarinnar við að sammælast um alvarleika vandans gefur of mikið rými fyrir efasemdaraddir til að þrífast. Kannski telja stjórnvöld í raun að ekki sé uppi neyðarástand í loftslagsmálum? Fréttir um að stjórnvöld veiti afslátt handa bílaleigum til að menga senda a.m.k. óþægileg skilaboð að þessu leyti. Hlustið á loftslagsverkföllin og aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Kæra ríkisstjórn, boltinn er hjá ykkur. Lýsið yfir neyðarástandi strax. Höfundur er forseti Rannveigar - Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar