Lítt dulbúinn ríkisstyrkur til fyrirtækis í samkeppnisrekstri Bjarni Thoroddsen, Eiríkur Ormur Víglundsson og Eiríkur S. Jóhannsson skrifa 15. desember 2020 08:00 Við aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins var samþykkt breyting á frumvarpinu sem felur í sér 350 milljóna króna fjárframlag til uppbyggingar varnargarða í Njarðvíkurhöfn. Um er ræða óþarfan og lítt dulbúinn ríkisstyrk til eins fyrirtækis, Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, sem skapar hættulegt fordæmi. Þingmenn virðast ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif svona inngrip ríkisvaldsins getur haft fyrir samkeppni á markaði fyrir skipaþjónustu í landinu. Nokkuð hefur verið fjallað í fjölmiðlum um áform um uppbyggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík. Fyrr á þessu ári var undirrituð viljayfirlýsing um verkefnið af fulltrúum Reykjaneshafnar, Reykjanesbæjar og Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, sem á frumkvæði að málinu. Í þessum skipaþjónustuklasa verður yfirbyggð skipakví sem Skipasmíðastöð Njarðvíkur hyggst reisa. Frumforsenda þess að áformin nái fram að ganga er að ríkissjóður fjármagni uppbyggingu sjóvarnargarða í Njarðvíkurhöfn. Í umræðu um þetta mál hefur ekkert verið minnst á þá staðreynd að áðurnefnt fyrirtæki er eitt af mörgum fyrirtækjum starfandi í þessari grein á landinu. Öll þessi fyrirtæki eru í eigu einkaaðila. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerði breytingartillögu við frumvarp til fjárlaga um 350 milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs til Hafnabótasjóðs til að fjármagna „umfangsmiklar framkvæmdir í Njarðvíkurhöfn sem hafa verið undirbúningi“. Síðar í meirihlutaáliti fjárlaganefndar segir að tilgangurinn sé atvinnuþróun. Tillagan kemur beint frá meirihluta fjárlaganefndar og virðist eiga sér rætur í málafylgju sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum og forsvarsmanna áðurnefnds fyrirtækis. Þannig kom tillagan ekki frá skrifstofu samgöngumála í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu eins og er venjan þegar þessi málaflokkur er annars vegar. Frumvarp til fjárlaga var svo samþykkt í þessari mynd að lokinni annarri umræðu um frumvarpið síðastliðinn föstudag. Ríkisvaldið rænir starfsmenn annara fyrirtækja stöfum sínum Hafnabótasjóður veitir ríkisstyrki til hafnargerðar á grundvelli hafnalaga en samkvæmt lögunum er heimilt að veita framlög úr ríkissjóði til þeirra verkefna á sviði hafnargerðar sem mælt er fyrir um í lögunum. Þar er m.a. kveðið á um nýframkvæmdir við skjólgarða og brimvarnir. Skilyrði fyrir úthlutun styrkja úr ríkissjóði eru meðal annars að um sé að ræða „framkvæmd sem hefur mikla þýðingu fyrir almannahagsmuni á viðkomandi stað“ og að „framlag ríkissjóðs raski ekki ótilhlýðilega samkeppni milli hafna samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.“ Framlag ríkisins til uppbyggingar í Njarðvíkurhöfn er eingöngu til þess að liðka fyrir skipaþjónustuklasanum sem áður er getið og er forsenda þess að Skipasmíðastöð Njarðvíkur geti reist yfirbyggða skipakví á staðnum. Hvaða þýðingu hefur það fyrir almannahagsmuni að áform þessa fyrirtækis verði að veruleika? Það nægir ekki að framkvæmdin leiði til fjölgunar starfa til að skilyrði laganna séu uppfyllt. Þetta framlag til Hafnabótasjóðs vegna framkvæmda í Njarðvíkurhöfn er í reynd lítt dulbúinn ríkisstyrkur til þessa eina fyrirtækis, Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Að framansögðu virtu er vandséð að framkvæmdin uppfylli skilyrði hafnalaga sem gerir þessa fjárveitingu til Hafnabótasjóðs enn einkennilegri. Hér er verið að veita 350 milljónir króna til verkefnis sem að öllum líkindum gengur í berhögg við almenn jafnræðissjónarmið hér innanlands, svo ekki sé minnst á ríkisstyrkjareglur Evrópusambandsins og þar með ákvæði EES-samningsins. Svo virðist sem breytingartillaga meirihluta fjárlaganefndar sé algjörlega vanhugsuð enda virðast þingmennirnir sem að henni standa ekkert hafa hugleitt hvaða áhrif svona ríkisframlag hefur á frjálsa samkeppni í landinu. Það er ekkert sem mælir sérstaklega með því að ríkið styrki skipaþjónustu í Njarðvík enda eru einkafyrirtæki, t.d. í Reykjavík, á Akureyri og í Hafnarfirði, sem sinna slíkri þjónustu. Þarna er verið að hygla einu fyrirtæki, Skipasmíðastöð Njarðvíkur, á kostnað annarra fyrirtækja í sömu atvinnugrein. Við vitum ekki hvort þingmenn Reykjavíkur-kjördæmanna, Norðausturkjördæmis og Suðvesturkjördæmis geri sér grein fyrir hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir störf í þessum kjördæmum hjá fyrirtækjum í skipaþjónustu vegna röskunar á samkeppni. Í raun og veru eru þingmenn að senda starfsmönnum fyrirtækja okkar þau skilaboð að þeir vilji leggja sitt af mörkum til að afleggja störf þeirra á starfstöðvum okkar. Meirihluti fjárlaganefndar vill því stuðla að því að starfsmenn okkar verði rændir störfum sínum og þau flutt annað. Við hvetjum alþingismenn til að falla frá þessari breytingartillögu fyrir þriðju umræðu fjárlagafrumvarpsins og hætta við 350 milljóna króna framlag til Hafnabótasjóðs vegna uppbyggingar í Njarðvíkurhöfn. Hér er um að ræða ríkisstyrk og þar með óeðlilegt inngrip ríkisvaldsins inn í frjálsa samkeppni á markaði fyrir þjónustu, viðgerðir og viðhald skipa. Á engan hátt er óeðlilegt að fyrirtækið sem mun njóta þessa ríkisstyrks leggi sjálft út fjármuni vegna eigin uppbyggingar. Höfundar eru Eiríkur S. Jóhannsson framkvæmdastjóri Slippsins Akureyri ehf., Bjarni Thoroddsen framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar-Framtaks ehf. og Eiríkur Ormur Víglundsson framkvæmdastjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Samkeppnismál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Sjá meira
Við aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins var samþykkt breyting á frumvarpinu sem felur í sér 350 milljóna króna fjárframlag til uppbyggingar varnargarða í Njarðvíkurhöfn. Um er ræða óþarfan og lítt dulbúinn ríkisstyrk til eins fyrirtækis, Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, sem skapar hættulegt fordæmi. Þingmenn virðast ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif svona inngrip ríkisvaldsins getur haft fyrir samkeppni á markaði fyrir skipaþjónustu í landinu. Nokkuð hefur verið fjallað í fjölmiðlum um áform um uppbyggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík. Fyrr á þessu ári var undirrituð viljayfirlýsing um verkefnið af fulltrúum Reykjaneshafnar, Reykjanesbæjar og Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, sem á frumkvæði að málinu. Í þessum skipaþjónustuklasa verður yfirbyggð skipakví sem Skipasmíðastöð Njarðvíkur hyggst reisa. Frumforsenda þess að áformin nái fram að ganga er að ríkissjóður fjármagni uppbyggingu sjóvarnargarða í Njarðvíkurhöfn. Í umræðu um þetta mál hefur ekkert verið minnst á þá staðreynd að áðurnefnt fyrirtæki er eitt af mörgum fyrirtækjum starfandi í þessari grein á landinu. Öll þessi fyrirtæki eru í eigu einkaaðila. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerði breytingartillögu við frumvarp til fjárlaga um 350 milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs til Hafnabótasjóðs til að fjármagna „umfangsmiklar framkvæmdir í Njarðvíkurhöfn sem hafa verið undirbúningi“. Síðar í meirihlutaáliti fjárlaganefndar segir að tilgangurinn sé atvinnuþróun. Tillagan kemur beint frá meirihluta fjárlaganefndar og virðist eiga sér rætur í málafylgju sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum og forsvarsmanna áðurnefnds fyrirtækis. Þannig kom tillagan ekki frá skrifstofu samgöngumála í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu eins og er venjan þegar þessi málaflokkur er annars vegar. Frumvarp til fjárlaga var svo samþykkt í þessari mynd að lokinni annarri umræðu um frumvarpið síðastliðinn föstudag. Ríkisvaldið rænir starfsmenn annara fyrirtækja stöfum sínum Hafnabótasjóður veitir ríkisstyrki til hafnargerðar á grundvelli hafnalaga en samkvæmt lögunum er heimilt að veita framlög úr ríkissjóði til þeirra verkefna á sviði hafnargerðar sem mælt er fyrir um í lögunum. Þar er m.a. kveðið á um nýframkvæmdir við skjólgarða og brimvarnir. Skilyrði fyrir úthlutun styrkja úr ríkissjóði eru meðal annars að um sé að ræða „framkvæmd sem hefur mikla þýðingu fyrir almannahagsmuni á viðkomandi stað“ og að „framlag ríkissjóðs raski ekki ótilhlýðilega samkeppni milli hafna samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.“ Framlag ríkisins til uppbyggingar í Njarðvíkurhöfn er eingöngu til þess að liðka fyrir skipaþjónustuklasanum sem áður er getið og er forsenda þess að Skipasmíðastöð Njarðvíkur geti reist yfirbyggða skipakví á staðnum. Hvaða þýðingu hefur það fyrir almannahagsmuni að áform þessa fyrirtækis verði að veruleika? Það nægir ekki að framkvæmdin leiði til fjölgunar starfa til að skilyrði laganna séu uppfyllt. Þetta framlag til Hafnabótasjóðs vegna framkvæmda í Njarðvíkurhöfn er í reynd lítt dulbúinn ríkisstyrkur til þessa eina fyrirtækis, Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Að framansögðu virtu er vandséð að framkvæmdin uppfylli skilyrði hafnalaga sem gerir þessa fjárveitingu til Hafnabótasjóðs enn einkennilegri. Hér er verið að veita 350 milljónir króna til verkefnis sem að öllum líkindum gengur í berhögg við almenn jafnræðissjónarmið hér innanlands, svo ekki sé minnst á ríkisstyrkjareglur Evrópusambandsins og þar með ákvæði EES-samningsins. Svo virðist sem breytingartillaga meirihluta fjárlaganefndar sé algjörlega vanhugsuð enda virðast þingmennirnir sem að henni standa ekkert hafa hugleitt hvaða áhrif svona ríkisframlag hefur á frjálsa samkeppni í landinu. Það er ekkert sem mælir sérstaklega með því að ríkið styrki skipaþjónustu í Njarðvík enda eru einkafyrirtæki, t.d. í Reykjavík, á Akureyri og í Hafnarfirði, sem sinna slíkri þjónustu. Þarna er verið að hygla einu fyrirtæki, Skipasmíðastöð Njarðvíkur, á kostnað annarra fyrirtækja í sömu atvinnugrein. Við vitum ekki hvort þingmenn Reykjavíkur-kjördæmanna, Norðausturkjördæmis og Suðvesturkjördæmis geri sér grein fyrir hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir störf í þessum kjördæmum hjá fyrirtækjum í skipaþjónustu vegna röskunar á samkeppni. Í raun og veru eru þingmenn að senda starfsmönnum fyrirtækja okkar þau skilaboð að þeir vilji leggja sitt af mörkum til að afleggja störf þeirra á starfstöðvum okkar. Meirihluti fjárlaganefndar vill því stuðla að því að starfsmenn okkar verði rændir störfum sínum og þau flutt annað. Við hvetjum alþingismenn til að falla frá þessari breytingartillögu fyrir þriðju umræðu fjárlagafrumvarpsins og hætta við 350 milljóna króna framlag til Hafnabótasjóðs vegna uppbyggingar í Njarðvíkurhöfn. Hér er um að ræða ríkisstyrk og þar með óeðlilegt inngrip ríkisvaldsins inn í frjálsa samkeppni á markaði fyrir þjónustu, viðgerðir og viðhald skipa. Á engan hátt er óeðlilegt að fyrirtækið sem mun njóta þessa ríkisstyrks leggi sjálft út fjármuni vegna eigin uppbyggingar. Höfundar eru Eiríkur S. Jóhannsson framkvæmdastjóri Slippsins Akureyri ehf., Bjarni Thoroddsen framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar-Framtaks ehf. og Eiríkur Ormur Víglundsson framkvæmdastjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun