Rotturnar í Reykjavík Jón Pétursson skrifar 14. desember 2020 19:01 Í Reykjavík er rottugangur um nær alla borg í eiginlegum skilningi. Álitið er að stofninn sé stór í Þingholtum, Hlíðum og Vesturbæ en úthverfin eru að mestu rottulaus. Það sem er sérstakt við íslenska rottustofninn er að hann heldur sig að mestu í holræsakerfum Reykjavíkur. Til þess að hafa hemil á stofninum er eitrað í rösklega fimm þúsund brunna á ári. Einhverjum dýraverndunarsinna þætti slíkt ef til vill ógeðfellt en þetta er því miður skynsamlegasta leiðin til varnar rottuplágu. Það er rétt að hafa í huga að við verðum helst vör við þessi dýr ef viðhald er ekki í lagi, þ.e. leiðir opnast milli heima þegar viðhald er lélegt. Brotnar og gallaðar lagnir eru opnar dyr og stórar framkvæmdir kalla líka á að landamæri opnast. Mergurinn málsins Rétt eins og sögur Astrid Lindgren um Línu langsokk eru hugmyndir um borgarlínu óborganlegar. Gert er ráð fyrir að 1.5 kílómetri af Miklabraut verði lögð í stokk. Fyrir alla aðra vitleysu tengt þessum hugmyndum má telja víst að heimar nagdýra og manna skarist. Það þýðir með öðrum orðum að grafa þarf upp lagnir á einu stærsta búsvæði rotta í Reykjavík. Það er sennilega ekki stærsta málið heldur sú truflun sem verður á daglegu lífi borgarbúa. Kostnaður af óþægindum Þúsundir manna verða fyrir ónæði og truflun meðan á framkvæmd stendur. Það er flestum í fersku minni þau áhrif og sá tími sem það tók að gera við neðsta hluta Hverfisgötu. Þær framkvæmdir kostuðu vænan skilding þar töpuðust þó fyrst og fremst peningar. Ónæði vegna hávaða vinnuvéla, mengunar og tafa á umferð skapa óþægindi jafnvel þjáningar hjá því fólki sem býr nálægt risa-framkvæmdarsvæðum. Í kostnaðarútreikningum fer lítið fyrir þessum neikvæðu hliðum og þetta er sérlega áberandi varðandi loftkenndar hugmyndir um Borgarlínu. Rottufangarinn í Hameln Flest okkar þekkja þjóðsöguna um rottufangarann í Hameln, m.a. úr Grímsævintýrum. Þorp eitt í Þýskalandi glímdi við mikinn rottufaraldur. Til bæjaryfirvaldanna mætti maður sem sagðist geta losað bæjarbúa við pláguna gegn gjaldi. Flautuleikarinn bauðst til að lokka rotturnar úr bænum með flautuleik sínum. Hann stóð við sitt en borgarbúar neituðu að greiða samningsverðið. Til að gjalda líku líkt lokkaði flautuleikarinn öll börn bæjarins í burtu og voru þau þar með úr sögunni. Raunveruleg ætlun borgaryfirvalda Reykjavík hyggst með góðu eða illu gera eftirfarandi: Koma flugvellinum úr Vatnsmýrinni og vanrækja hlutverk sitt sem höfuðborg. Þétta byggð og viðhafa skort á húsnæðismarkaði sem leiðir til hærra fasteignaverðs. Þvinga í gegn Borgarlínu sem enginn veit hvað mun kosta. Eyðileggja eins og hægt er vegstæði Sundabrautar sem myndi að miklu leyti leysa lóðaskort á höfuðborgarsvæðinu og liðka fyrir umferð. Búa til stéttarskiptingu þar sem efnuð elítan býr á dýrum svæðum en óbreyttur almúginn í úthverfum. Ógeðfelldar aðferðir Aðferðirnar sem eru notaðar er töfraflaut í formi fagurgala um heimsmarkmið, græna framtíð og varnir gegn loftlagsvá. Að auki er reynt að klína í umræðuna markmiðum um lýðheilsu sem enga skoðun stenst. Einhverjir myndu flokka umræðuna um borgarlínu sem upplýsingaóreiðu. Helsta ástæða þess að skrifa áætlanir eins og viðskiptaáætlanir er að sjá hvort allir hlutir gangi upp, ekki stangist eitt á annars horn, en það er borginni fyrirmunað að gera. Enda má segja að innantómar yfirlýsingar séu það eina sem virki, því þá er ekki hægt að sjá heildarmyndina og óreiðuna. Svo verður að vera á meðan allur kostnaður liggur ekki fyrir. Óráðssíu borgaryfirvalda í Reykjavík verður að linna. Annars fer fyrir Reykjavík eins og Hameln. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Miðflokksins og fulltrúi Miðflokksins í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Dýr Reykjavík Samgöngur Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í Reykjavík er rottugangur um nær alla borg í eiginlegum skilningi. Álitið er að stofninn sé stór í Þingholtum, Hlíðum og Vesturbæ en úthverfin eru að mestu rottulaus. Það sem er sérstakt við íslenska rottustofninn er að hann heldur sig að mestu í holræsakerfum Reykjavíkur. Til þess að hafa hemil á stofninum er eitrað í rösklega fimm þúsund brunna á ári. Einhverjum dýraverndunarsinna þætti slíkt ef til vill ógeðfellt en þetta er því miður skynsamlegasta leiðin til varnar rottuplágu. Það er rétt að hafa í huga að við verðum helst vör við þessi dýr ef viðhald er ekki í lagi, þ.e. leiðir opnast milli heima þegar viðhald er lélegt. Brotnar og gallaðar lagnir eru opnar dyr og stórar framkvæmdir kalla líka á að landamæri opnast. Mergurinn málsins Rétt eins og sögur Astrid Lindgren um Línu langsokk eru hugmyndir um borgarlínu óborganlegar. Gert er ráð fyrir að 1.5 kílómetri af Miklabraut verði lögð í stokk. Fyrir alla aðra vitleysu tengt þessum hugmyndum má telja víst að heimar nagdýra og manna skarist. Það þýðir með öðrum orðum að grafa þarf upp lagnir á einu stærsta búsvæði rotta í Reykjavík. Það er sennilega ekki stærsta málið heldur sú truflun sem verður á daglegu lífi borgarbúa. Kostnaður af óþægindum Þúsundir manna verða fyrir ónæði og truflun meðan á framkvæmd stendur. Það er flestum í fersku minni þau áhrif og sá tími sem það tók að gera við neðsta hluta Hverfisgötu. Þær framkvæmdir kostuðu vænan skilding þar töpuðust þó fyrst og fremst peningar. Ónæði vegna hávaða vinnuvéla, mengunar og tafa á umferð skapa óþægindi jafnvel þjáningar hjá því fólki sem býr nálægt risa-framkvæmdarsvæðum. Í kostnaðarútreikningum fer lítið fyrir þessum neikvæðu hliðum og þetta er sérlega áberandi varðandi loftkenndar hugmyndir um Borgarlínu. Rottufangarinn í Hameln Flest okkar þekkja þjóðsöguna um rottufangarann í Hameln, m.a. úr Grímsævintýrum. Þorp eitt í Þýskalandi glímdi við mikinn rottufaraldur. Til bæjaryfirvaldanna mætti maður sem sagðist geta losað bæjarbúa við pláguna gegn gjaldi. Flautuleikarinn bauðst til að lokka rotturnar úr bænum með flautuleik sínum. Hann stóð við sitt en borgarbúar neituðu að greiða samningsverðið. Til að gjalda líku líkt lokkaði flautuleikarinn öll börn bæjarins í burtu og voru þau þar með úr sögunni. Raunveruleg ætlun borgaryfirvalda Reykjavík hyggst með góðu eða illu gera eftirfarandi: Koma flugvellinum úr Vatnsmýrinni og vanrækja hlutverk sitt sem höfuðborg. Þétta byggð og viðhafa skort á húsnæðismarkaði sem leiðir til hærra fasteignaverðs. Þvinga í gegn Borgarlínu sem enginn veit hvað mun kosta. Eyðileggja eins og hægt er vegstæði Sundabrautar sem myndi að miklu leyti leysa lóðaskort á höfuðborgarsvæðinu og liðka fyrir umferð. Búa til stéttarskiptingu þar sem efnuð elítan býr á dýrum svæðum en óbreyttur almúginn í úthverfum. Ógeðfelldar aðferðir Aðferðirnar sem eru notaðar er töfraflaut í formi fagurgala um heimsmarkmið, græna framtíð og varnir gegn loftlagsvá. Að auki er reynt að klína í umræðuna markmiðum um lýðheilsu sem enga skoðun stenst. Einhverjir myndu flokka umræðuna um borgarlínu sem upplýsingaóreiðu. Helsta ástæða þess að skrifa áætlanir eins og viðskiptaáætlanir er að sjá hvort allir hlutir gangi upp, ekki stangist eitt á annars horn, en það er borginni fyrirmunað að gera. Enda má segja að innantómar yfirlýsingar séu það eina sem virki, því þá er ekki hægt að sjá heildarmyndina og óreiðuna. Svo verður að vera á meðan allur kostnaður liggur ekki fyrir. Óráðssíu borgaryfirvalda í Reykjavík verður að linna. Annars fer fyrir Reykjavík eins og Hameln. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Miðflokksins og fulltrúi Miðflokksins í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar