Fréttamaður RÚV skrifaði frétt um húsleit daginn áður en hún fór fram Björgólfur Jóhannsson skrifar 17. desember 2020 16:00 Fréttamaður Ríkisútvarpsins, var í tölvupóstsamskiptum við framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á fimm vikna tímabili í aðdraganda húsleitar hjá Samherja. Fréttamaðurinn skrifaði frétt um húsleitina og sendi framkvæmdastjóranum til yfirlestrar, daginn áður en húsleitin fór fram. Framkvæmdastjórinn áframsendi fréttina innan Seðlabankans. Hinn 4. desember síðastliðinn fékk Samherji afhent tölvupóstsamskipti milli fréttamanns RÚV og fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Um er að ræða tuttugu tölvupósta yfir fimm vikna tímabil, frá 20. febrúar 2012 til 26. mars 2012, í aðdraganda húsleitar hjá Samherja og umfjöllunar Kastljóss hinn 27. mars 2012. Það tók Samherja fimm ár að fá aðgang að þessum samskiptum enda hefur því ítrekað verið neitað að þau hefðu átt sér stað, meðal annars fyrir dómstólum. Hér má rifja upp að Samherji höfðaði mál gegn Seðlabankanum á árinu 2014 og krafðist þess meðal annars að fá afhent gögn um samskipti bankans við fjölmiðla í aðdraganda húsleitarinnar. Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fullyrti Seðlabankinn að öll slík gögn hefðu þegar verið afhent. Ekki hefðu verið til staðar önnur gögn um samskipti við fjölmiðla en tvær fréttatilkynningar. Þar sem Samherji gat ekki sýnt fram á að fleiri skjöl væru fyrir hendi var kröfu fyrirtækisins vísað frá. Þannig sagði Seðlabanki Íslands beinlínis ósatt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um samskiptin við Ríkisútvarpið. „Farðu yfir þetta og láttu mig vita“ Í einum þessara tölvupósta milli fréttamanns RÚV og framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, sem var sendur 26. mars 2012 eða daginn fyrir húsleitina, sendir fréttamaðurinn framkvæmdastjóranum drög að frétt til yfirlestrar. Þar segir: „Sæl. Hér er textinn, örlítið endurskrifaður. Farðu yfir þetta og láttu mig vita sem allra, allra fyrst.“ Með fylgir svo texti sem var síðan fluttur í Kastljósi en þar segir: „Kastljós lagði gögn varðandi afurðasölu Samherja fyrir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans á dögunum og óskaði eftir mati eftirlitsins á því hvort um lögbrot væri að ræða. Forstöðumenn eftirlitsins fengust ekki til að leggja mat á málið á þeim tímapunkti. Eftir því sem næst verður komist hófst þó í framhaldinu rannsókn á málinu sem leiddi til húsleitar á skrifstofum Samherja í Reykjavík og Akureyri í morgun með aðstoð embættis sérstaks saksóknara.“ Þarna var fréttamaðurinn búinn að fá upplýsingar um húsleitina og búinn að skrifa um hana frétt, daginn áður en hún fór fram. Tölvupóstsamskiptin staðfesta það sem stjórnendur Samherja hafa grunað allan þennan tíma enda vakti það furðu á sínum tíma að fréttamenn Ríkisútvarpsins voru mættir á skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. Þannig fór húsleitin fram nánast í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu og er það líklega án fordæma hér á landi. Enn fremur liggur fyrir að fréttamaðurinn og framkvæmdastjórinn ræddu ákveðið „vitni“ og að hann vildi breyta sinni frásögn sem þeim þótti greinilega mjög óheppilegt en breytti samt engu í þeirra huga um framgang málsins. Málið reyndist svo handónýtt þegar á reyndi fyrir dómstólum. Samherji hefur birt tölvupóstsamskiptin á heimasíðu sinni svo að almenningur geti glöggvað sig á efni þeirra. Það hefur komið talsvert á óvart að fjölmiðlar hafa ekki sýnt málinu neinn áhuga enda eru samskiptin til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um hegningarlagabrot eftir að forsætisráðherra vísaði málinu þangað með bréfi hinn 11. september 2019. Tölvupóstarnir sjálfir hafa hins vegar aldrei birst opinberlega fyrr en nú. Mörgum spurningum ósvarað Þótt Samherji hafi fengið aðgang að tölvupóstunum og birt þá er mörgum alvarlegum spurningum um þetta mál ósvarað. Er það eðlilegt að háttsettur stjórnandi ríkisstofnunar sem fer með valdheimildir sé í samskiptum við fréttamann um framvindu rannsóknar á nafngreindu fyrirtæki, upplýsi viðkomandi fréttamann um að húsleit sé í bígerð hjá fyrirtækinu og fái frétt um húsleitina senda til yfirlestrar daginn áður en húsleitin fer fram? Undir hvaða kringumstæðum getur þetta talist forsvaranlegt? Og hvers vegna sagði Seðlabanki Íslands ósatt um samskiptin við Ríkisútvarpið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur? Hefur það engar afleiðingar fyrir þá starfsmenn og stjórnendur bankans sem eiga í hlut? Framganga fréttamannsins í þessu máli á ekkert skylt við heiðarlega fréttamennsku enda er það varla hluti af skyldum fréttamanna að stunda einhvers konar samráð með ríkisstofnunum í aðgerðum gegn fyrirtækjum út í bæ. Ekkert hefur hins vegar heyrst í stjórn og stjórnendum Ríkisútvarpsins vegna málsins. Höfundur er annar forstjóri Samherja hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Björgólfur Jóhannsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttamaður Ríkisútvarpsins, var í tölvupóstsamskiptum við framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á fimm vikna tímabili í aðdraganda húsleitar hjá Samherja. Fréttamaðurinn skrifaði frétt um húsleitina og sendi framkvæmdastjóranum til yfirlestrar, daginn áður en húsleitin fór fram. Framkvæmdastjórinn áframsendi fréttina innan Seðlabankans. Hinn 4. desember síðastliðinn fékk Samherji afhent tölvupóstsamskipti milli fréttamanns RÚV og fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Um er að ræða tuttugu tölvupósta yfir fimm vikna tímabil, frá 20. febrúar 2012 til 26. mars 2012, í aðdraganda húsleitar hjá Samherja og umfjöllunar Kastljóss hinn 27. mars 2012. Það tók Samherja fimm ár að fá aðgang að þessum samskiptum enda hefur því ítrekað verið neitað að þau hefðu átt sér stað, meðal annars fyrir dómstólum. Hér má rifja upp að Samherji höfðaði mál gegn Seðlabankanum á árinu 2014 og krafðist þess meðal annars að fá afhent gögn um samskipti bankans við fjölmiðla í aðdraganda húsleitarinnar. Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fullyrti Seðlabankinn að öll slík gögn hefðu þegar verið afhent. Ekki hefðu verið til staðar önnur gögn um samskipti við fjölmiðla en tvær fréttatilkynningar. Þar sem Samherji gat ekki sýnt fram á að fleiri skjöl væru fyrir hendi var kröfu fyrirtækisins vísað frá. Þannig sagði Seðlabanki Íslands beinlínis ósatt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um samskiptin við Ríkisútvarpið. „Farðu yfir þetta og láttu mig vita“ Í einum þessara tölvupósta milli fréttamanns RÚV og framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, sem var sendur 26. mars 2012 eða daginn fyrir húsleitina, sendir fréttamaðurinn framkvæmdastjóranum drög að frétt til yfirlestrar. Þar segir: „Sæl. Hér er textinn, örlítið endurskrifaður. Farðu yfir þetta og láttu mig vita sem allra, allra fyrst.“ Með fylgir svo texti sem var síðan fluttur í Kastljósi en þar segir: „Kastljós lagði gögn varðandi afurðasölu Samherja fyrir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans á dögunum og óskaði eftir mati eftirlitsins á því hvort um lögbrot væri að ræða. Forstöðumenn eftirlitsins fengust ekki til að leggja mat á málið á þeim tímapunkti. Eftir því sem næst verður komist hófst þó í framhaldinu rannsókn á málinu sem leiddi til húsleitar á skrifstofum Samherja í Reykjavík og Akureyri í morgun með aðstoð embættis sérstaks saksóknara.“ Þarna var fréttamaðurinn búinn að fá upplýsingar um húsleitina og búinn að skrifa um hana frétt, daginn áður en hún fór fram. Tölvupóstsamskiptin staðfesta það sem stjórnendur Samherja hafa grunað allan þennan tíma enda vakti það furðu á sínum tíma að fréttamenn Ríkisútvarpsins voru mættir á skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. Þannig fór húsleitin fram nánast í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu og er það líklega án fordæma hér á landi. Enn fremur liggur fyrir að fréttamaðurinn og framkvæmdastjórinn ræddu ákveðið „vitni“ og að hann vildi breyta sinni frásögn sem þeim þótti greinilega mjög óheppilegt en breytti samt engu í þeirra huga um framgang málsins. Málið reyndist svo handónýtt þegar á reyndi fyrir dómstólum. Samherji hefur birt tölvupóstsamskiptin á heimasíðu sinni svo að almenningur geti glöggvað sig á efni þeirra. Það hefur komið talsvert á óvart að fjölmiðlar hafa ekki sýnt málinu neinn áhuga enda eru samskiptin til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um hegningarlagabrot eftir að forsætisráðherra vísaði málinu þangað með bréfi hinn 11. september 2019. Tölvupóstarnir sjálfir hafa hins vegar aldrei birst opinberlega fyrr en nú. Mörgum spurningum ósvarað Þótt Samherji hafi fengið aðgang að tölvupóstunum og birt þá er mörgum alvarlegum spurningum um þetta mál ósvarað. Er það eðlilegt að háttsettur stjórnandi ríkisstofnunar sem fer með valdheimildir sé í samskiptum við fréttamann um framvindu rannsóknar á nafngreindu fyrirtæki, upplýsi viðkomandi fréttamann um að húsleit sé í bígerð hjá fyrirtækinu og fái frétt um húsleitina senda til yfirlestrar daginn áður en húsleitin fer fram? Undir hvaða kringumstæðum getur þetta talist forsvaranlegt? Og hvers vegna sagði Seðlabanki Íslands ósatt um samskiptin við Ríkisútvarpið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur? Hefur það engar afleiðingar fyrir þá starfsmenn og stjórnendur bankans sem eiga í hlut? Framganga fréttamannsins í þessu máli á ekkert skylt við heiðarlega fréttamennsku enda er það varla hluti af skyldum fréttamanna að stunda einhvers konar samráð með ríkisstofnunum í aðgerðum gegn fyrirtækjum út í bæ. Ekkert hefur hins vegar heyrst í stjórn og stjórnendum Ríkisútvarpsins vegna málsins. Höfundur er annar forstjóri Samherja hf.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun