Rússland byrjaði leikinn í fimmta gír og voru fimm mörkum yfir þegar aðeins tíu mínútur voru liðnar af leiknum, staðan þá 7-2. Yfirburðir Rússa héldu áfram út fyrri hálfleik og var munurinn enn fimm mörk í hálfleik, staðan þá 18-13.
Hollendingar komust aldrei inn í leikinn í síðari hálfleik en munurinn fór minnst í fjögur mörk en mest í sjö mörk. Þegar lokaflautið gall var munurinn sex mörk, lokatölur 33-27.
Lois Abbingh var frábær í liði Hollands en hún var markahæst allra á vellinum með tíu mörk. Polina Vedekhina var markahæst í liði Rússlands með sex mörk og þar á eftir kom Iuliia Managarova.
Congratulations to Viktoriia Kalinina, who is awarded @grundfos Player of the Match for @rushandball ! A donation will be made in her name to provide clean water and proper sanitation to vulnerable women and children in Africa.#ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/lqYGq1fPIz
— EHF EURO (@EHFEURO) December 18, 2020
Viktoriia Kalinina, markvörður Rússa, fór mikinn í leiknum og varði alls 16 skot. Var hún valin besti maður vallarins.