„Þú kemur alltaf heim sem kóngur í mínum augum en núna kemur þú heim sem kóngur með stóru K-i“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. desember 2020 07:30 María er stolt af pabba sem kemur heim til Noregs með gull. getty/andre weening/harriet lander María Þórisdóttir, leikmaður Chelsea á Englandi og norska landsliðsins í fótbolta, var eðlilega í skýjunum eftir sigur norska kvennalandsliðsins á EM í handbolta í gær. Pabbi Maríu, Þórir Hergeirsson, er þjálfari norska landsliðsins og var þetta sjöunda gullið sem Þórir vinnur sem aðalþjálfari norska liðsins. Í úrslitaleiknum í gær voru það Frakkar sem biðu lægri hlut gegn norska liðinu. Leiknum lauk með 22-20 sigri norska liðsins þrátt fyrir áhlaup Frakka í síðari hálfleik. „Annað hvort kem ég heim sem kóngur eða stór hálfviti,“ sagði Þórir við Maríu sem byrjar tíst sín á þessum orðum en hún var svo með skilaboð til pabba síns. „Þú kemur alltaf heim sem kóngur í mínum augum en núna kemur þú heim sem kóngur með stóru K-i. Til hamingju, pabbi.“ María býr í Lundúnum þar sem hún leikur með Chelsea en sóttvarnarreglur þar í landi gerir fólki erfitt með að ferðast frá landinu. Svo María kemst ekki heim að fagna jólunum með fjölskyldu sinni. „Væri svo til í að fagna jólunum með þér. Velkominn heim!“ bætti María við. «Enten kommer jeg hjem som en konge eller som en stor idiot» Du kommer alltid hjem som en konge i mine øyne, men i år kommer du hjem som en Konge med ekstra stor K Gratulerer så mye Pabbi! Skulle så gjerne ønske jeg kunne feiret gull jul sammen med dere Velkommen hjem! — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) December 20, 2020 María tísti einnig á föstudaginn þegar norska liðið spilaði gegn Dönum á föstudagskvöldið. Á tímapunkti í síðari hálfleik leiddi danska liðið og Þórir benti sínum leikmönnum á að það eina sem skipti máli væri að vera yfir þegar leiknum væri lokið. María sagði að þetta væri setning sem pabba hennar hafði prentað inn í hana frá því ungaaldri. «Det gjelder å lede når kampen er slutt» Eneste setningen Pabbi har printet inn i hodet mitt fra jeg var liten av. Den stemmer fortsatt! — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) December 18, 2020 EM 2020 í handbolta Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
Pabbi Maríu, Þórir Hergeirsson, er þjálfari norska landsliðsins og var þetta sjöunda gullið sem Þórir vinnur sem aðalþjálfari norska liðsins. Í úrslitaleiknum í gær voru það Frakkar sem biðu lægri hlut gegn norska liðinu. Leiknum lauk með 22-20 sigri norska liðsins þrátt fyrir áhlaup Frakka í síðari hálfleik. „Annað hvort kem ég heim sem kóngur eða stór hálfviti,“ sagði Þórir við Maríu sem byrjar tíst sín á þessum orðum en hún var svo með skilaboð til pabba síns. „Þú kemur alltaf heim sem kóngur í mínum augum en núna kemur þú heim sem kóngur með stóru K-i. Til hamingju, pabbi.“ María býr í Lundúnum þar sem hún leikur með Chelsea en sóttvarnarreglur þar í landi gerir fólki erfitt með að ferðast frá landinu. Svo María kemst ekki heim að fagna jólunum með fjölskyldu sinni. „Væri svo til í að fagna jólunum með þér. Velkominn heim!“ bætti María við. «Enten kommer jeg hjem som en konge eller som en stor idiot» Du kommer alltid hjem som en konge i mine øyne, men i år kommer du hjem som en Konge med ekstra stor K Gratulerer så mye Pabbi! Skulle så gjerne ønske jeg kunne feiret gull jul sammen med dere Velkommen hjem! — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) December 20, 2020 María tísti einnig á föstudaginn þegar norska liðið spilaði gegn Dönum á föstudagskvöldið. Á tímapunkti í síðari hálfleik leiddi danska liðið og Þórir benti sínum leikmönnum á að það eina sem skipti máli væri að vera yfir þegar leiknum væri lokið. María sagði að þetta væri setning sem pabba hennar hafði prentað inn í hana frá því ungaaldri. «Det gjelder å lede når kampen er slutt» Eneste setningen Pabbi har printet inn i hodet mitt fra jeg var liten av. Den stemmer fortsatt! — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) December 18, 2020
EM 2020 í handbolta Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira