Rússnesk skúffufyrirtæki vilja 50 milljarða dala frá Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2020 15:19 Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „kokkur Pútín“ á fyrirtækin sem um ræðir. Gety/Mikhail Metzel Forsvarsmenn rússnesku skúffufyrirtækjanna Concord Management og Concord Consulting segjast ætla að höfða mál gegn bandaríska ríkinu og fara fram á 50 milljarða dala í skaðabætur. Það vilja þeir gera eftir að bandarískir saksóknarar lögðu til að fella niður mál gegn fyrirtækjunum fyrir að fjármagna afskipta- og áróðursherferð Rússa í tengslum við forsetakosningarnar 2016. Saksóknarar drógu í efa að réttarhöldin, sem áttu að hefjast í næsta mánuði, myndu skila nokkrum árangri. Þeir segja fyrirtækin hafa reynt að nota gögn málsins til að grafa undan Rússarannsókninni svokölluðu, neitað að framfylgja skipunum dómskerfis Bandaríkjanna og þar að auki væru hluti sönnunargagnanna gegn fyrirtækinu skilgreindur sem ríkisleyndarmál. Óttast var að fyrirtækin myndu birta viðkvæm gögn sem kæmu að málinu á netinu og því væri í hag bandaríska ríkisins að fella málið niður. Í tillögunni um að málið yrði fellt niður skrifuðu saksóknarar að starfsmenn fyrirtækjanna hafi notað gögn málsins og dómskerfi Bandaríkjanna til að fræðast um það hvernig yfirvöld greini og komi í veg fyrir afskipti annarra ríkja af kosningum í Bandaríkjunum. Þeir segja að með þessu sé ekki verið að gera lítið úr Rússarannsókninni og enn sé verið að eltast við aðra sem voru einnig ákærðir. Fyrirtækin tvö voru ákærð í Rússarannsókn Robert Mueller. Auk þeirra voru ákærður lagðar fram gegn Internet Research Agency og tólf starfsmönnum þess fyrirtækis, sem gengur einnig undir nafninu „Tröllaverksmiðjan“. Concord-fyrirtækin eru í eigu auðjöfursins Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann hefur fjármagnað Tröllaverksmiðjuna í gegnum fyrirtækin og var einnig ákærður í Rússarannsókninni. Skúffufyrirtækin skilgreindu greiðslur til IRA sem greiðslur til hugbúnaðarþjónustu og þróunar. Greiðslurnar voru færðar í gegnum fjórtán mismunandi bankareikninga í mismunandi bönkum. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Prigozhin sjálfur er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Hann sat í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Putin snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Putin haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum. Undanfarin ár hefur hann gert stærðarinnar samninga við rússneska ríkið og fæðir meðal annars öll skólabörn í Moskvu og rússneska hermenn. Prigozhin fjármagnar einnig fyrirtækið Wagner PMC sem gerir út rússneska hermenn sem málaliða í Úkraínu, Sýrlandi, Afríku og víðar. Í yfirlýsingu frá skúffufyrirtækjum Prigozhin segir að undirbúningur lögsóknar gegn Bandaríkjunum standi nú yfir. Enn fremur segir að það að málið hafi verið fellt niður sé til marks um að málið hafi verið „byggt á lygum ætlað að koma sökinni á Rússa fyrir innanríkisvandamál Bandaríkjanna,“ samkvæmt frétt Reuters. Bandaríkin Rússland Rússarannsóknin Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Forsvarsmenn rússnesku skúffufyrirtækjanna Concord Management og Concord Consulting segjast ætla að höfða mál gegn bandaríska ríkinu og fara fram á 50 milljarða dala í skaðabætur. Það vilja þeir gera eftir að bandarískir saksóknarar lögðu til að fella niður mál gegn fyrirtækjunum fyrir að fjármagna afskipta- og áróðursherferð Rússa í tengslum við forsetakosningarnar 2016. Saksóknarar drógu í efa að réttarhöldin, sem áttu að hefjast í næsta mánuði, myndu skila nokkrum árangri. Þeir segja fyrirtækin hafa reynt að nota gögn málsins til að grafa undan Rússarannsókninni svokölluðu, neitað að framfylgja skipunum dómskerfis Bandaríkjanna og þar að auki væru hluti sönnunargagnanna gegn fyrirtækinu skilgreindur sem ríkisleyndarmál. Óttast var að fyrirtækin myndu birta viðkvæm gögn sem kæmu að málinu á netinu og því væri í hag bandaríska ríkisins að fella málið niður. Í tillögunni um að málið yrði fellt niður skrifuðu saksóknarar að starfsmenn fyrirtækjanna hafi notað gögn málsins og dómskerfi Bandaríkjanna til að fræðast um það hvernig yfirvöld greini og komi í veg fyrir afskipti annarra ríkja af kosningum í Bandaríkjunum. Þeir segja að með þessu sé ekki verið að gera lítið úr Rússarannsókninni og enn sé verið að eltast við aðra sem voru einnig ákærðir. Fyrirtækin tvö voru ákærð í Rússarannsókn Robert Mueller. Auk þeirra voru ákærður lagðar fram gegn Internet Research Agency og tólf starfsmönnum þess fyrirtækis, sem gengur einnig undir nafninu „Tröllaverksmiðjan“. Concord-fyrirtækin eru í eigu auðjöfursins Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann hefur fjármagnað Tröllaverksmiðjuna í gegnum fyrirtækin og var einnig ákærður í Rússarannsókninni. Skúffufyrirtækin skilgreindu greiðslur til IRA sem greiðslur til hugbúnaðarþjónustu og þróunar. Greiðslurnar voru færðar í gegnum fjórtán mismunandi bankareikninga í mismunandi bönkum. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Prigozhin sjálfur er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Hann sat í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Putin snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Putin haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum. Undanfarin ár hefur hann gert stærðarinnar samninga við rússneska ríkið og fæðir meðal annars öll skólabörn í Moskvu og rússneska hermenn. Prigozhin fjármagnar einnig fyrirtækið Wagner PMC sem gerir út rússneska hermenn sem málaliða í Úkraínu, Sýrlandi, Afríku og víðar. Í yfirlýsingu frá skúffufyrirtækjum Prigozhin segir að undirbúningur lögsóknar gegn Bandaríkjunum standi nú yfir. Enn fremur segir að það að málið hafi verið fellt niður sé til marks um að málið hafi verið „byggt á lygum ætlað að koma sökinni á Rússa fyrir innanríkisvandamál Bandaríkjanna,“ samkvæmt frétt Reuters.
Bandaríkin Rússland Rússarannsóknin Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira