Hugsanlegt að þúsundir eldra fólks séu búnar að loka sig af vegna veirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2020 13:54 Talið er að þúsundir eldra fólks, og þá sérstaklega þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, séu búnar að loka sig af vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að mun fleiri séu í sóttkví hér á landi en opinberar tölur segja til um. Sú tala uppfærist hægar en talan yfir þá sem eru með staðfest smit, meðal annars vegna þess að skráningin á öllum þeim Íslendingum sem koma núna að utan og þurfa þá að far beint í sóttkví tekur töluvert langan tíma. Þá eru líka fjölmörg dæmi um að sérstaklega eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé í svokallaðri sjálfskipaðri sóttkví án þess að hafa fengið bein fyrirmæli um það frá yfirvöldum að fara í sóttkví. Fólk fer þá hvorki út úr húsi né hittir annað fólk til þess að forðast mögulegt smit. Eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdómar eru í sérstaklega mikilli hættu á að veikjast alvarlega fái þeir kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Víðir segist hugsa að dæmin um þetta telji í einhverjum þúsundum einstaklinga. Mikil hætta á að fólk einangrist „Við vitum náttúrulega ekki um þau öll en við erum bara alltaf að heyra af því að það er mjög mikið um þetta að eldra fólk, sem er með undirliggjandi sjúkdóma sérstaklega, það er bara búið að loka sig af. Við höfum einmitt verið að reyna að miðla til þeirra upplýsingum og að tengslanetið í kringum þau sé að hringja og nota Skype eða slíkt til að spjalla við þetta fólk því það er svo mikil hætta á að það einangrist,“ segir Víðir. Þá hefði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, sagt af því að það væri mjög margt fólk í þessari stöðu. Hún hefði miklar áhyggjur af því að þetta fólk myndi einangrast, ekki síst þeir sem væru ekki með sterkt tengslanet. „Við höfum verið að reyna að vekja athygli á því að kanna með frænkuna eða frændann sem er kannski ekki mikið samband við, bara að hringja og ganga svolítið á eftir því að bjóða fram aðstoðina þótt það sé ekki meira en að fara í búð og skilja pokann eftir við hurðina,“ segir Víðir og bætir við að þetta sé kynslóð sem sé hörð af sér. „Og hættan er að menn vilji ekki vera að trufla aðra og ekki vera að valda álagi og þar af leiðandi er svo mikil hætta á að menn séu ekki með allt sem þeir þurfa, vanti góðan mat og annað,“ segir hann. Fólk setji sig ekki í óþarfa hættu Þá kveðst Víðir aðspurður heyrt dæmi um fólk sem þarf sjálft ekki að fara í sóttkví en ákveður að fara í sóttkví með aðstandanda eða aðstandendum sem hafa verið útsettir fyrir smiti. Ýmsar ástæður geti verið fyrir því, til dæmis það að einstaklingurinn sem ekki þarf að fara í sóttkví líkt og aðrir í fjölskyldunni treysti sér ekki einfaldlega ekki til þess að vera einn. „Við erum alveg að heyra af svoleiðis aðstæðum, að fólki finnist öruggara að vera með sinni fjölskyldu í sóttkví þótt það sé ekki ástæða til þess. Þá er það bara að leita að jákvæðu öryggi. Við höfum heyrt nokkur svona dæmi,“ segir Víðir. Þessu verði að sýna skilning þótt yfirvöld mæli ekki með þessu og alls ekki fyrir fólk í áhættuhópum. „Við erum ekkert að mæla með þessu en við skiljum það alveg ef fólk er í þannig aðstöðu að það treysti sér ekki til að vera eitt einhvers staðar og vill frekar vera með sinni fjölskyldu. En við höfum líka þá bent á það að þá verður fólk aðeins að meta hvort það sé í áhættuhópi eða eitthvað slíkt þannig að það sé ekki að setja sig í óþarfa hættu,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að mun fleiri séu í sóttkví hér á landi en opinberar tölur segja til um. Sú tala uppfærist hægar en talan yfir þá sem eru með staðfest smit, meðal annars vegna þess að skráningin á öllum þeim Íslendingum sem koma núna að utan og þurfa þá að far beint í sóttkví tekur töluvert langan tíma. Þá eru líka fjölmörg dæmi um að sérstaklega eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé í svokallaðri sjálfskipaðri sóttkví án þess að hafa fengið bein fyrirmæli um það frá yfirvöldum að fara í sóttkví. Fólk fer þá hvorki út úr húsi né hittir annað fólk til þess að forðast mögulegt smit. Eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdómar eru í sérstaklega mikilli hættu á að veikjast alvarlega fái þeir kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Víðir segist hugsa að dæmin um þetta telji í einhverjum þúsundum einstaklinga. Mikil hætta á að fólk einangrist „Við vitum náttúrulega ekki um þau öll en við erum bara alltaf að heyra af því að það er mjög mikið um þetta að eldra fólk, sem er með undirliggjandi sjúkdóma sérstaklega, það er bara búið að loka sig af. Við höfum einmitt verið að reyna að miðla til þeirra upplýsingum og að tengslanetið í kringum þau sé að hringja og nota Skype eða slíkt til að spjalla við þetta fólk því það er svo mikil hætta á að það einangrist,“ segir Víðir. Þá hefði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, sagt af því að það væri mjög margt fólk í þessari stöðu. Hún hefði miklar áhyggjur af því að þetta fólk myndi einangrast, ekki síst þeir sem væru ekki með sterkt tengslanet. „Við höfum verið að reyna að vekja athygli á því að kanna með frænkuna eða frændann sem er kannski ekki mikið samband við, bara að hringja og ganga svolítið á eftir því að bjóða fram aðstoðina þótt það sé ekki meira en að fara í búð og skilja pokann eftir við hurðina,“ segir Víðir og bætir við að þetta sé kynslóð sem sé hörð af sér. „Og hættan er að menn vilji ekki vera að trufla aðra og ekki vera að valda álagi og þar af leiðandi er svo mikil hætta á að menn séu ekki með allt sem þeir þurfa, vanti góðan mat og annað,“ segir hann. Fólk setji sig ekki í óþarfa hættu Þá kveðst Víðir aðspurður heyrt dæmi um fólk sem þarf sjálft ekki að fara í sóttkví en ákveður að fara í sóttkví með aðstandanda eða aðstandendum sem hafa verið útsettir fyrir smiti. Ýmsar ástæður geti verið fyrir því, til dæmis það að einstaklingurinn sem ekki þarf að fara í sóttkví líkt og aðrir í fjölskyldunni treysti sér ekki einfaldlega ekki til þess að vera einn. „Við erum alveg að heyra af svoleiðis aðstæðum, að fólki finnist öruggara að vera með sinni fjölskyldu í sóttkví þótt það sé ekki ástæða til þess. Þá er það bara að leita að jákvæðu öryggi. Við höfum heyrt nokkur svona dæmi,“ segir Víðir. Þessu verði að sýna skilning þótt yfirvöld mæli ekki með þessu og alls ekki fyrir fólk í áhættuhópum. „Við erum ekkert að mæla með þessu en við skiljum það alveg ef fólk er í þannig aðstöðu að það treysti sér ekki til að vera eitt einhvers staðar og vill frekar vera með sinni fjölskyldu. En við höfum líka þá bent á það að þá verður fólk aðeins að meta hvort það sé í áhættuhópi eða eitthvað slíkt þannig að það sé ekki að setja sig í óþarfa hættu,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira