Gleymd og illa geymd Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 19. mars 2020 16:00 Á tímum sjúkdóma og alvarlegra efnahagsþrenginga er auðvelt að gleyma þeim sem geymd eru á bak við lás og slá, ósýnileg samfélaginu á meðan þau taka út refsingu sína. En þetta fólk hefur allt tilfinningar, á fjölskyldu fyrir utan, börn jafnvel og því gríðarlegar áhyggjur. Gleymum ekki þessu fólki. Þegar neyðarstigi var lýst yfir vegna COVID-19 veirunnar var um leið lýst yfir neyðarstigi í fangelsum landsins. Í því fólst að allar heimsóknir voru bannaðar, öll leyfi felld niður, sendingar til þeirra sem afplána voru afþakkaðar og öll starfsemi sem miðar að betrun dróst verulega saman. Vistin varð að einangrun, þrátt fyrir að ýmislegt sé reynt að gera nú til að stytta þeim stundir. Tæplega fjögur þúsund Íslendingar eru í sóttkví sem stendur. Flestir þeirra eru á heimilum sínum og með flest það sem þeir þarfnast. En það er ekki auðvelt að vera sviptur frelsi. Þetta þekkja þau vel sem þurft hafa að greiða samfélaginu gjald með frelsi sínu eftir niðurstöðu dómstóla. Þeirri frelsissviptingu fylgir svipting ýmissa undirstöðuþátta sem telst nauðsynlegir í almennu lífi. Við hjá Afstöðu höfum á undanförnum vikum vaðið upp að eyrum í erindum fanga í afplánun, fyrrverandi fanga og fólk á leið í fangelsi. Ekki síður höfum við sinnt óþrjótandi erindum sem varða fjölskyldur og börn fanga og þá skerðingu sem nú hefur verið gerð á málefnum þeirra. Aðstandendur og börn fanga eru aðilar sem gleymast án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Sökum þessarar miklu vinn hefur Afstaða þurft að forgangsraða og félagið á erfitt með að sinna öllu því sem þörf er á. Fólk í fangelsum er fólk, ekki bara fangar, og þegar illa árar gleymist það frekar en ella. Þegar flest allt hefur verið tekið frá þeim með frelsissviptingu bætast við verulegar þrengingar sem gera vistina verri. Þrengingarnar inni í fangelsi sýna sig loks úti í samfélaginu þegar vistinni lýkur. Því miður er ekki hægt að hringja beint í þau sem afplána í lokuðum fangelsum en Afstaða hvetur aðstandendur og vini til að hringja, skilja eftir skilaboð og biðja um að viðkomandi hringi til baka. Nú fá fangar í lokuðum fangelsum að hringja gjaldfrjálst sem skiptir afskaplega miklu máli. Að fá skilaboð frá vinum og ættingjum getur gert kraftaverk fyrir frelsissvipta einstaklinga, þannig sjá þeir að heimurinn hefur ekki gleymt þeim. Afstaða hvetur um leið fólk og fyrirtæki til að gefa fangelsum landsins gaum, senda bækur og tímarit og kannski bara sælgæti eða matargjafir. Ein kilja, páskaegg og gæðakaffi getur orðið til þess að lyfta lund fólks sem mætir endalausu mótlæti. Félagið tekur á móti gjöfum frá fólki og fyrirtækjum og kemur þeim til skila í fangelsin í grennd við höfuðborgarsvæðið. Strangar reglur gilda um sendingar í fangelsin og getur það því tekið um nokkra daga að koma þeim í fangelsin. Við erum einnig í góðum samskiptum við fangelsin á Kvíabryggju og Akureyri og finnum lausn á því hvernig hægt er að færa vistmönnum þar gjafir. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Á tímum sjúkdóma og alvarlegra efnahagsþrenginga er auðvelt að gleyma þeim sem geymd eru á bak við lás og slá, ósýnileg samfélaginu á meðan þau taka út refsingu sína. En þetta fólk hefur allt tilfinningar, á fjölskyldu fyrir utan, börn jafnvel og því gríðarlegar áhyggjur. Gleymum ekki þessu fólki. Þegar neyðarstigi var lýst yfir vegna COVID-19 veirunnar var um leið lýst yfir neyðarstigi í fangelsum landsins. Í því fólst að allar heimsóknir voru bannaðar, öll leyfi felld niður, sendingar til þeirra sem afplána voru afþakkaðar og öll starfsemi sem miðar að betrun dróst verulega saman. Vistin varð að einangrun, þrátt fyrir að ýmislegt sé reynt að gera nú til að stytta þeim stundir. Tæplega fjögur þúsund Íslendingar eru í sóttkví sem stendur. Flestir þeirra eru á heimilum sínum og með flest það sem þeir þarfnast. En það er ekki auðvelt að vera sviptur frelsi. Þetta þekkja þau vel sem þurft hafa að greiða samfélaginu gjald með frelsi sínu eftir niðurstöðu dómstóla. Þeirri frelsissviptingu fylgir svipting ýmissa undirstöðuþátta sem telst nauðsynlegir í almennu lífi. Við hjá Afstöðu höfum á undanförnum vikum vaðið upp að eyrum í erindum fanga í afplánun, fyrrverandi fanga og fólk á leið í fangelsi. Ekki síður höfum við sinnt óþrjótandi erindum sem varða fjölskyldur og börn fanga og þá skerðingu sem nú hefur verið gerð á málefnum þeirra. Aðstandendur og börn fanga eru aðilar sem gleymast án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Sökum þessarar miklu vinn hefur Afstaða þurft að forgangsraða og félagið á erfitt með að sinna öllu því sem þörf er á. Fólk í fangelsum er fólk, ekki bara fangar, og þegar illa árar gleymist það frekar en ella. Þegar flest allt hefur verið tekið frá þeim með frelsissviptingu bætast við verulegar þrengingar sem gera vistina verri. Þrengingarnar inni í fangelsi sýna sig loks úti í samfélaginu þegar vistinni lýkur. Því miður er ekki hægt að hringja beint í þau sem afplána í lokuðum fangelsum en Afstaða hvetur aðstandendur og vini til að hringja, skilja eftir skilaboð og biðja um að viðkomandi hringi til baka. Nú fá fangar í lokuðum fangelsum að hringja gjaldfrjálst sem skiptir afskaplega miklu máli. Að fá skilaboð frá vinum og ættingjum getur gert kraftaverk fyrir frelsissvipta einstaklinga, þannig sjá þeir að heimurinn hefur ekki gleymt þeim. Afstaða hvetur um leið fólk og fyrirtæki til að gefa fangelsum landsins gaum, senda bækur og tímarit og kannski bara sælgæti eða matargjafir. Ein kilja, páskaegg og gæðakaffi getur orðið til þess að lyfta lund fólks sem mætir endalausu mótlæti. Félagið tekur á móti gjöfum frá fólki og fyrirtækjum og kemur þeim til skila í fangelsin í grennd við höfuðborgarsvæðið. Strangar reglur gilda um sendingar í fangelsin og getur það því tekið um nokkra daga að koma þeim í fangelsin. Við erum einnig í góðum samskiptum við fangelsin á Kvíabryggju og Akureyri og finnum lausn á því hvernig hægt er að færa vistmönnum þar gjafir. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun