Lést eftir að hafa innbyrt efni sem hann taldi Trump segja að hindri smit Eiður Þór Árnason skrifar 24. mars 2020 23:28 Framleiðsla hófst aftur á lyfinu chloroquine phosphate í Kína eftir hlé þegar vonir kviknuðu um að það gæti hjálpað í barátunni gegn kórónuveirunni. Getty/Barcroft Media Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. Eiginkonan liggur nú á sjúkrahúsi og er sögð vera í alvarlegu ástandi. Þau innbyrtu efnið eftir að hafa séð Trump Bandaríkjaforseta lýsa lyfi með virka efninu chloroquine sem mögulegri lausn við kórónuveirufaraldrinum. Efnið chloroquine phosphate sem þau innbyrtu er skylt því sem Trump nefndi og hefur einnig verið selt sem lyf. Það er hins vegar líka notað til þess að hreinsa fiskabúr og höfðu hjónin áður notað það í þeim tilgangi. Konan kannaðist því við heitið chloroquine þegar hún heyrði það í ræðu forsetans. Chloroquine hefur verið samþykkt af bandarísku lyfjastofnuninni til meðferðar á malaríu, liðagigt og rauðum úlfúm. Ekki hefur verið sýnt fram á að lyfið gagnist gegn kórónuveirunni en rannsóknir standa yfir. Hjónin sem eru á sjötugsaldri eru sögð hafa veikst fljótlega eftir inntökuna. Í samtali við bandarísku NBC fréttastofuna sagðist konan hafa séð ávarp Trumps þar sem hann ræddi um chloroquine. Þar talaði hann í löngu máli um að lyfin lofuðu góðu sem hugsanleg fyrirbyggjandi meðferð við COVID-19 sjúkdómnum sem veiran veldur, rétt áður en læknir í faraldursaðgerðarstjórn hans sá sig knúinn til þess að setja góðan fyrirvara. „Við sáum blaðamannafundinn hans. Það var mikið sýnt frá honum. Trump sagði ítrekað að þarna væri nokkurn veginn um að ræða lækningu,“ sagði konan í samtali við NBC. „Við vorum hrædd við að verða veik,“ bætti hún við. Yfir 46 þúsund staðfest smit hafa greinst í Bandaríkjunum og minnst 592 látið lífið af völdum kórónuveirunnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. Eiginkonan liggur nú á sjúkrahúsi og er sögð vera í alvarlegu ástandi. Þau innbyrtu efnið eftir að hafa séð Trump Bandaríkjaforseta lýsa lyfi með virka efninu chloroquine sem mögulegri lausn við kórónuveirufaraldrinum. Efnið chloroquine phosphate sem þau innbyrtu er skylt því sem Trump nefndi og hefur einnig verið selt sem lyf. Það er hins vegar líka notað til þess að hreinsa fiskabúr og höfðu hjónin áður notað það í þeim tilgangi. Konan kannaðist því við heitið chloroquine þegar hún heyrði það í ræðu forsetans. Chloroquine hefur verið samþykkt af bandarísku lyfjastofnuninni til meðferðar á malaríu, liðagigt og rauðum úlfúm. Ekki hefur verið sýnt fram á að lyfið gagnist gegn kórónuveirunni en rannsóknir standa yfir. Hjónin sem eru á sjötugsaldri eru sögð hafa veikst fljótlega eftir inntökuna. Í samtali við bandarísku NBC fréttastofuna sagðist konan hafa séð ávarp Trumps þar sem hann ræddi um chloroquine. Þar talaði hann í löngu máli um að lyfin lofuðu góðu sem hugsanleg fyrirbyggjandi meðferð við COVID-19 sjúkdómnum sem veiran veldur, rétt áður en læknir í faraldursaðgerðarstjórn hans sá sig knúinn til þess að setja góðan fyrirvara. „Við sáum blaðamannafundinn hans. Það var mikið sýnt frá honum. Trump sagði ítrekað að þarna væri nokkurn veginn um að ræða lækningu,“ sagði konan í samtali við NBC. „Við vorum hrædd við að verða veik,“ bætti hún við. Yfir 46 þúsund staðfest smit hafa greinst í Bandaríkjunum og minnst 592 látið lífið af völdum kórónuveirunnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira