Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2020 07:44 Frá Nuuk á Grænlandi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, laugardagskvöldi. Tilkynning þess efnis var send út klukkan 20 í gærkvöldi og tók bannið samstundis gildi. Bannið tekur til sölu og dreifingu áfengis með 2,25% áfengisstyrk eða hærri og gildir fyrst um sinn næstu átján daga, til 15. apríl, eða fram yfir páska. Athygli vekur að áfengisbannið nær ekki til alls Grænlands heldur aðeins til höfuðstaðarins Nuuk og tveggja nágrannaþorpa, Kapisillit og Qeqertarsuatsiaat. Áfengi er selt í matvöruverslunum á Grænlandi, eins og fram kom í þætti Stöðvar 2 frá Nuuk árið 2017. Sjá hér: Nuuk er engin afdalabyggð Kim Kielsen, sem áður var lögreglumaður, segist hafa tekið þessa ákvörðun fyrst og fremst með hagsmuni barna í huga. Hér er hann í hópi flokksfélaga að fagna sigri á kosningavöku Siumut-flokksins.Stöð 2/Skjáskot úr frétt. Kim Kielsen segist í yfirlýsingu hafa tekið þessa ákvörðun til að vinna gegn útbreiðslu kórónu-faraldursins en aðallega þó til að vernda börn á heimilum. „Í aðstæðum þar sem skólum, stofnunum, veitingastöðum, börum og menningarviðburðum hefur verið lokað fylgjast yfirvöld grannt með áfengisneyslu á heimilunum. Slík þróun mun ekki aðeins hafa áhrif á börn og fjölskyldulíf, heldur mun hún einnig auka hættu á dreifingu Covid 19, þar sem fólk er minna meðvitað um hættu á smiti við áfengisdrykkju. Í Nuuk hafa nú þegar 10 tilfelli smits greinst,“ segir Kielsen. Sjá einnig: Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu „Í svona sérstökum aðstæðum verðum við að gera margar varúðarráðstafanir til að forðast smit. En kjarninn í ákvörðun minni er að vernda börn, þau verða að eiga öruggt heimili. Ég vona að sem samfélag sjáum við aðstæður barna sem sameiginlegt áhyggjuefni, að við öll stuðlum að öruggu samfélagi,“ segir Kim Kielsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum um áfengi og ofbeldi á Grænlandi: Grænland Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Fyrsta tilfellið staðfest á Grænlandi Yfirvöld Grænlands hafa greint fyrsta tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, þar í landi. 16. mars 2020 15:56 Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Sjá meira
Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, laugardagskvöldi. Tilkynning þess efnis var send út klukkan 20 í gærkvöldi og tók bannið samstundis gildi. Bannið tekur til sölu og dreifingu áfengis með 2,25% áfengisstyrk eða hærri og gildir fyrst um sinn næstu átján daga, til 15. apríl, eða fram yfir páska. Athygli vekur að áfengisbannið nær ekki til alls Grænlands heldur aðeins til höfuðstaðarins Nuuk og tveggja nágrannaþorpa, Kapisillit og Qeqertarsuatsiaat. Áfengi er selt í matvöruverslunum á Grænlandi, eins og fram kom í þætti Stöðvar 2 frá Nuuk árið 2017. Sjá hér: Nuuk er engin afdalabyggð Kim Kielsen, sem áður var lögreglumaður, segist hafa tekið þessa ákvörðun fyrst og fremst með hagsmuni barna í huga. Hér er hann í hópi flokksfélaga að fagna sigri á kosningavöku Siumut-flokksins.Stöð 2/Skjáskot úr frétt. Kim Kielsen segist í yfirlýsingu hafa tekið þessa ákvörðun til að vinna gegn útbreiðslu kórónu-faraldursins en aðallega þó til að vernda börn á heimilum. „Í aðstæðum þar sem skólum, stofnunum, veitingastöðum, börum og menningarviðburðum hefur verið lokað fylgjast yfirvöld grannt með áfengisneyslu á heimilunum. Slík þróun mun ekki aðeins hafa áhrif á börn og fjölskyldulíf, heldur mun hún einnig auka hættu á dreifingu Covid 19, þar sem fólk er minna meðvitað um hættu á smiti við áfengisdrykkju. Í Nuuk hafa nú þegar 10 tilfelli smits greinst,“ segir Kielsen. Sjá einnig: Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu „Í svona sérstökum aðstæðum verðum við að gera margar varúðarráðstafanir til að forðast smit. En kjarninn í ákvörðun minni er að vernda börn, þau verða að eiga öruggt heimili. Ég vona að sem samfélag sjáum við aðstæður barna sem sameiginlegt áhyggjuefni, að við öll stuðlum að öruggu samfélagi,“ segir Kim Kielsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum um áfengi og ofbeldi á Grænlandi:
Grænland Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Fyrsta tilfellið staðfest á Grænlandi Yfirvöld Grænlands hafa greint fyrsta tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, þar í landi. 16. mars 2020 15:56 Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Sjá meira
Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05
Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05
Fyrsta tilfellið staðfest á Grænlandi Yfirvöld Grænlands hafa greint fyrsta tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, þar í landi. 16. mars 2020 15:56
Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15