Segist ætla að stöðva allar komur innflytjenda Kristín Ólafsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 21. apríl 2020 07:08 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump forseti Bandaríkja hyggst stöðva allar komur innflytjenda til landsins vegna faraldurs kórónuveiru. Hann tilkynnti á Twitter-reikningi sínum í nótt að hann muni undirrita forsetatilskipun þess efnis. Í færslunni kveðst Trump grípa til umræddra aðgerða vegna "ósýnilega óvinarins", þ.e. kórónuveirunnar, og einnig til að tryggja atvinnuöryggi Bandaríkjamanna. In light of the attack from the Invisible Enemy, as well as the need to protect the jobs of our GREAT American Citizens, I will be signing an Executive Order to temporarily suspend immigration into the United States!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 21, 2020 Forsetinn veitti ekki frekari upplýsingar um málið í færslunni og samkvæmt fréttum fjölmiðla vestanhafs er ekki ljóst hvenær eða hvort tilskipunin komi til framkvæmda. Ríkisstjórn Trumps hefur þegar gefið út að afgreiðslu nær allra vegabréfsáritana verði hætt á meðan faraldurinn geisar. Þá hefur Trump verið talsvert gagnrýndur fyrir boðaðar aðgerðir og sakaður um að nýta sér faraldurinn til að beita harðræði í málefnum innflytjenda. Veiran hefur leikið Bandaríkin grátt en alls hafa nær 790 þúsund smitast í landinu og yfir 42 þúsund látist, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskólasjúkrahúsinu. Þá hefur efnahagslífið tekið skarpa dýfu, líkt og annars staðar í heiminum, en yfir 20 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur síðustu vikur. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkja hyggst stöðva allar komur innflytjenda til landsins vegna faraldurs kórónuveiru. Hann tilkynnti á Twitter-reikningi sínum í nótt að hann muni undirrita forsetatilskipun þess efnis. Í færslunni kveðst Trump grípa til umræddra aðgerða vegna "ósýnilega óvinarins", þ.e. kórónuveirunnar, og einnig til að tryggja atvinnuöryggi Bandaríkjamanna. In light of the attack from the Invisible Enemy, as well as the need to protect the jobs of our GREAT American Citizens, I will be signing an Executive Order to temporarily suspend immigration into the United States!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 21, 2020 Forsetinn veitti ekki frekari upplýsingar um málið í færslunni og samkvæmt fréttum fjölmiðla vestanhafs er ekki ljóst hvenær eða hvort tilskipunin komi til framkvæmda. Ríkisstjórn Trumps hefur þegar gefið út að afgreiðslu nær allra vegabréfsáritana verði hætt á meðan faraldurinn geisar. Þá hefur Trump verið talsvert gagnrýndur fyrir boðaðar aðgerðir og sakaður um að nýta sér faraldurinn til að beita harðræði í málefnum innflytjenda. Veiran hefur leikið Bandaríkin grátt en alls hafa nær 790 þúsund smitast í landinu og yfir 42 þúsund látist, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskólasjúkrahúsinu. Þá hefur efnahagslífið tekið skarpa dýfu, líkt og annars staðar í heiminum, en yfir 20 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur síðustu vikur.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira