Brim greiðir aftur rúmlega 1,8 milljarða arð Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. apríl 2020 11:18 Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brim og aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Útgerðarfélagið Brim mun greiða hluthöfum sínum arð sem nemur næstum 1,9 milljörðum króna í lok apríl. Aðalfundur félagsins samþykkti arðgreiðsluna á fundi sínum í gær. Þetta er sambærilegur arður og Brim greiddi hluthöfum sínum í fyrra, þegar greiðslan nam rúmum 1,8 milljörðum. Stjórn Brims lagði fram svohljóðandi tillögu að greiðslu arðs fyrir aðalfundinn í gær: „Samþykkt að á árinu 2020 verði vegna rekstrarársins 2019 greiddar 1,0 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 1.899 millj. kr. (um 14,0 millj. evra á lokagengi ársins 2019), eða 2,6% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2019. Arðurinn verði greiddur 30. apríl 2020. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 31. mars 2020 og arðleysisdagur því 1. apríl 2020. Arðsréttindadagur er 2. apríl 2020. Arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá félagsins í lok arðsréttindadags.“ Útgerðarfélag Reykjavíkur er stærsti hluthafinn í Brimi en það er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims. Hann heldur alls á rúmlega 26 prósenta hlut í Brimi í gegnum sex félög. Fyrrnefndu Útgerðarfélagi Reykjavíkur var gert að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða króna í upphafi nýliðins marsmánaðar. Samhliða því að samþykkja fyrrnefnda arðgreiðslu veitti aðalfundurinn stjórn Brims heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimildin varir í 18 mánuði og má Brim ekki eiga meira en 10 prósent í sjálfu sér. Þá greindi heilbrigðisráðuneytið frá því í gær að Brim er eitt þeirra 20 fyrirtækja sem teljast gegna svo mikilvægu hlutverki í íslensku þjóðlífi að þau fá undanþágu frá samkomubanninu sem nú er í gildi. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tuttugu fyrirtæki fá undanþágu frá samkomubanni Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órófinni. 1. apríl 2020 07:44 Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem hét um árabil Brim, til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. 3. mars 2020 09:38 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Útgerðarfélagið Brim mun greiða hluthöfum sínum arð sem nemur næstum 1,9 milljörðum króna í lok apríl. Aðalfundur félagsins samþykkti arðgreiðsluna á fundi sínum í gær. Þetta er sambærilegur arður og Brim greiddi hluthöfum sínum í fyrra, þegar greiðslan nam rúmum 1,8 milljörðum. Stjórn Brims lagði fram svohljóðandi tillögu að greiðslu arðs fyrir aðalfundinn í gær: „Samþykkt að á árinu 2020 verði vegna rekstrarársins 2019 greiddar 1,0 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 1.899 millj. kr. (um 14,0 millj. evra á lokagengi ársins 2019), eða 2,6% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2019. Arðurinn verði greiddur 30. apríl 2020. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 31. mars 2020 og arðleysisdagur því 1. apríl 2020. Arðsréttindadagur er 2. apríl 2020. Arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá félagsins í lok arðsréttindadags.“ Útgerðarfélag Reykjavíkur er stærsti hluthafinn í Brimi en það er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims. Hann heldur alls á rúmlega 26 prósenta hlut í Brimi í gegnum sex félög. Fyrrnefndu Útgerðarfélagi Reykjavíkur var gert að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða króna í upphafi nýliðins marsmánaðar. Samhliða því að samþykkja fyrrnefnda arðgreiðslu veitti aðalfundurinn stjórn Brims heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimildin varir í 18 mánuði og má Brim ekki eiga meira en 10 prósent í sjálfu sér. Þá greindi heilbrigðisráðuneytið frá því í gær að Brim er eitt þeirra 20 fyrirtækja sem teljast gegna svo mikilvægu hlutverki í íslensku þjóðlífi að þau fá undanþágu frá samkomubanninu sem nú er í gildi.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tuttugu fyrirtæki fá undanþágu frá samkomubanni Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órófinni. 1. apríl 2020 07:44 Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem hét um árabil Brim, til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. 3. mars 2020 09:38 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Tuttugu fyrirtæki fá undanþágu frá samkomubanni Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órófinni. 1. apríl 2020 07:44
Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem hét um árabil Brim, til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. 3. mars 2020 09:38