„Frábær árangur á EM veldur því að við fáum HM-sætið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2020 14:56 Guðmundur er á leið á sitt tólfta stórmót sem aðalþjálfari íslenska karlalandsliðsins. vísir/andri marinó Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var glaður í bragði þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans, enda Ísland komið á HM 2021 í Egyptalandi. Umspilsleikirnir fyrir HM, sem áttu að fara fram í júní, voru blásnir af vegna kórónuveirufaraldursins. Ísland átti að mæta Sviss í umspilinu. Evrópska handknattleikssambandið ákvað að árangurinn á EM 2020 réði því hvaða lið fengju farseðil til Egyptalands. Ísland var ein tíu Evrópuþjóða sem fékk HM-sæti í dag. „Ég er mjög glaður með þetta og stoltur vegna þess að þessi frábæri árangur liðsins á EM sem veldur því að við fáum HM-sætið,“ sagði Guðmundur en Ísland endaði í 11. sæti á EM í janúar. „Þegar við fórum á EM vissum við að það yrði mjög erfitt að fara upp úr þessum dauðariðli og það myndi kalla á algjörlega frábæra frammistöðu.“ HM í Egyptalandi verður 21. heimsmeistaramótið sem Ísland keppir á.vísir/andri marinó Sá þessa leið fyrir Guðmundur segist allt eins hafa búist við því að þessi leið farin þar sem erfitt hefði verið að spila umspilsleikina. „Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Það var nánast ekki hægt að koma þessu fyrir. Þá fór maður að hugsa hvernig þeir myndu gera þetta og mér þessi leið ekki ólíkleg. Að liðin sem komust í milliriðla á EM myndu fá HM-sæti,“ sagði Guðmundur. Óvissunni eytt Hann er ánægður með að þessi mál séu komin á hreint; að Ísland verði á meðal þátttökuliða á HM í janúar á næsta ári. „Þetta er rosalega góð tilfinning því óvissa er mjög slæm; að eiga að fara inn í einhverja leiki einhvern tímann. Síðan eru menn ekki búnir að spila,“ sagði Guðmundur. „Það var í raun ekki gerlegt að koma þessu á fyrr en í haust en þá væru deildirnar að fara af stað. Það er mjög gott að það sé komin niðurstaða í þetta og ég er mjög stoltur að liðið sé að fara á HM“. Guðmundur ásamt aðstoðarmönnum sínum.vísir/andri marinó Snúið að finna æfingaleiki Næstu leikir íslenska liðsins verða væntanlega í undankeppni EM 2022 í haust. Nú tekur hins vegar við vinna hjá HSÍ við að finna mótherja fyrir æfingaleiki í aðdraganda HM. Það gæti reynst snúist. „Við þurfum að finna æfingaleiki fyrir HM. Eins og þetta er skipulagt verður forkeppni Ólympíuleikanna líka í janúar og liðin sem eru þar eru ekki að fara að spila æfingaleiki. Við þurfum því að finna aðra andstæðinga,“ sagði Guðmundur. Nýjar slóðir Landsliðsþjálfarinn hefur farið á fleiri stórmót en flestir. HM í Egyptalandi verður hins vegar fyrsta stórmót Guðmundar í Afríku. „Ég held ég fari rétt með að þetta sé mitt 25. stórmót en ég hef aldrei farið til Egyptalands,“ sagði Guðmundur. „Það er mikil tilhlökkun fyrir mótinu. Við erum rosalega ánægðir að vera komnir á HM. Liðið er í uppbyggingu og mér finnst við hafa tekið góð og mikilvæg skref fram á við.“ Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var glaður í bragði þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans, enda Ísland komið á HM 2021 í Egyptalandi. Umspilsleikirnir fyrir HM, sem áttu að fara fram í júní, voru blásnir af vegna kórónuveirufaraldursins. Ísland átti að mæta Sviss í umspilinu. Evrópska handknattleikssambandið ákvað að árangurinn á EM 2020 réði því hvaða lið fengju farseðil til Egyptalands. Ísland var ein tíu Evrópuþjóða sem fékk HM-sæti í dag. „Ég er mjög glaður með þetta og stoltur vegna þess að þessi frábæri árangur liðsins á EM sem veldur því að við fáum HM-sætið,“ sagði Guðmundur en Ísland endaði í 11. sæti á EM í janúar. „Þegar við fórum á EM vissum við að það yrði mjög erfitt að fara upp úr þessum dauðariðli og það myndi kalla á algjörlega frábæra frammistöðu.“ HM í Egyptalandi verður 21. heimsmeistaramótið sem Ísland keppir á.vísir/andri marinó Sá þessa leið fyrir Guðmundur segist allt eins hafa búist við því að þessi leið farin þar sem erfitt hefði verið að spila umspilsleikina. „Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Það var nánast ekki hægt að koma þessu fyrir. Þá fór maður að hugsa hvernig þeir myndu gera þetta og mér þessi leið ekki ólíkleg. Að liðin sem komust í milliriðla á EM myndu fá HM-sæti,“ sagði Guðmundur. Óvissunni eytt Hann er ánægður með að þessi mál séu komin á hreint; að Ísland verði á meðal þátttökuliða á HM í janúar á næsta ári. „Þetta er rosalega góð tilfinning því óvissa er mjög slæm; að eiga að fara inn í einhverja leiki einhvern tímann. Síðan eru menn ekki búnir að spila,“ sagði Guðmundur. „Það var í raun ekki gerlegt að koma þessu á fyrr en í haust en þá væru deildirnar að fara af stað. Það er mjög gott að það sé komin niðurstaða í þetta og ég er mjög stoltur að liðið sé að fara á HM“. Guðmundur ásamt aðstoðarmönnum sínum.vísir/andri marinó Snúið að finna æfingaleiki Næstu leikir íslenska liðsins verða væntanlega í undankeppni EM 2022 í haust. Nú tekur hins vegar við vinna hjá HSÍ við að finna mótherja fyrir æfingaleiki í aðdraganda HM. Það gæti reynst snúist. „Við þurfum að finna æfingaleiki fyrir HM. Eins og þetta er skipulagt verður forkeppni Ólympíuleikanna líka í janúar og liðin sem eru þar eru ekki að fara að spila æfingaleiki. Við þurfum því að finna aðra andstæðinga,“ sagði Guðmundur. Nýjar slóðir Landsliðsþjálfarinn hefur farið á fleiri stórmót en flestir. HM í Egyptalandi verður hins vegar fyrsta stórmót Guðmundar í Afríku. „Ég held ég fari rétt með að þetta sé mitt 25. stórmót en ég hef aldrei farið til Egyptalands,“ sagði Guðmundur. „Það er mikil tilhlökkun fyrir mótinu. Við erum rosalega ánægðir að vera komnir á HM. Liðið er í uppbyggingu og mér finnst við hafa tekið góð og mikilvæg skref fram á við.“
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21