Verulega ósáttir við stöðvun grásleppuveiða Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2020 19:59 Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði á fimmtudag reglugerð þess efnis að grásleppuveiðar yrðu stöðvaðar á miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Sjá einnig: Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn Fréttastofan ræddi við sjómenn á Akranesi sem eru vægast sagt ekki sáttir. Kristófer Jónsson, sjómaður og eigandi smábáts, segir þetta vera einfalda stærðfræði. „Menn fara lóðrétt á hausinn með þessa báta og svo eru menn búnir að taka sér frí frá annarri vinnu til að sinna þessu líka.“ Gísli Geirsson sagðist finnast þetta ferleg ákvörðun. „Við erum ekki að veiða nema kannski tvö, þrjú hundruð tonn hérna á Akranesi. Þetta eru 4.600 tonn og það er er ekkert eftir fyrir okkur. Þetta lítur bara illa út.“ Haraldur Jónsson segir þetta koma illa við alla grásleppumenn á Skipaskaganum. „Við erum nú þannig staðsettir að við getum ekki byrjað, eins og Norðlendingarnir, tíunda mars. Við byrjum mun, mun seinna og sumir okkar hérna eru ekki byrjaðir. Ég á enn eftir tíu trossur í sjó. Verð ég ólöglegur á morgun þegar ég fer að sækja þær?“ Gísli sagði menn hafa lagt mikinn kostnað í vertíðina sem er væntanlega tapaður núna. Að endingu sagði Gísli Kristófer svo að hann vissi ekki til þess að ráðherra hefði stöðvað veiðarnar áður. Markaðurinn hefði hins vegar gert það. Hinir tveir virtust sammála Gísla þegar hann sagði svona vinnubrögð ekki ganga upp hjá ráðherra. Haraldur bætti við það og sagðist ekki skilja af hverju veiðin hefði ekki bara verið stöðvuð fyrir norðan og svo velti hann vöngum yfir því af hverju sjómenn í Breiðafirði fengju að veiða í fimmtán daga í maí. Sjávarútvegur Akranes Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Sjá meira
Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði á fimmtudag reglugerð þess efnis að grásleppuveiðar yrðu stöðvaðar á miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Sjá einnig: Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn Fréttastofan ræddi við sjómenn á Akranesi sem eru vægast sagt ekki sáttir. Kristófer Jónsson, sjómaður og eigandi smábáts, segir þetta vera einfalda stærðfræði. „Menn fara lóðrétt á hausinn með þessa báta og svo eru menn búnir að taka sér frí frá annarri vinnu til að sinna þessu líka.“ Gísli Geirsson sagðist finnast þetta ferleg ákvörðun. „Við erum ekki að veiða nema kannski tvö, þrjú hundruð tonn hérna á Akranesi. Þetta eru 4.600 tonn og það er er ekkert eftir fyrir okkur. Þetta lítur bara illa út.“ Haraldur Jónsson segir þetta koma illa við alla grásleppumenn á Skipaskaganum. „Við erum nú þannig staðsettir að við getum ekki byrjað, eins og Norðlendingarnir, tíunda mars. Við byrjum mun, mun seinna og sumir okkar hérna eru ekki byrjaðir. Ég á enn eftir tíu trossur í sjó. Verð ég ólöglegur á morgun þegar ég fer að sækja þær?“ Gísli sagði menn hafa lagt mikinn kostnað í vertíðina sem er væntanlega tapaður núna. Að endingu sagði Gísli Kristófer svo að hann vissi ekki til þess að ráðherra hefði stöðvað veiðarnar áður. Markaðurinn hefði hins vegar gert það. Hinir tveir virtust sammála Gísla þegar hann sagði svona vinnubrögð ekki ganga upp hjá ráðherra. Haraldur bætti við það og sagðist ekki skilja af hverju veiðin hefði ekki bara verið stöðvuð fyrir norðan og svo velti hann vöngum yfir því af hverju sjómenn í Breiðafirði fengju að veiða í fimmtán daga í maí.
Sjávarútvegur Akranes Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Sjá meira