Þjóðhöfðinginn þakklátur þríeykinu fyrir þrekvirki þreytt í þágu þjóðar Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2020 17:31 Forsetinn vitnaði í Þórberg Þórðarson og Winston Churchill í erindi sínu á upplýsingafundi almannavarna í dag. Mynd/Lögreglan Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson lýsti yfir þakklæti sínu gagnvart þríeykinu sem farið hefur fyrir baráttu Íslands gegn kórónuveirufaraldrinum undanfarnar vikur og mánuði. Forsetinn var gestur 63. upplýsingafundar almannavarna og var þögull þegar hann var spurður hvort þríeykið ætti von á Fálkaorðu fyrir störf sín. Sjá einnig: Svona var 63. upplýsingafundur almannavarna vegna kórónuveirunnar „Við þurfum líka að þakka ykkur ágæta Alma, ágæti Þórólfur og ágæti Víðir. Þið hafið hvatt okkur til þess að sýna þá samstöðu sem dugar. Ekki með því að skipa okkur fyrir verkum, ekki með því að setja ykkur á háan hest, ekki með því að segja „ farið eftir því sem við segjum eða…“ heldur höfum við öll fundið fyrir því að það er okkur öllum í hag að fara eftir tilmælum, leiðbeiningum og ráðleggingum sem byggja á vísindalegri ráðgjöf,“ sagði Guðni sem fjallaði um fjóra þætti baráttunnar í máli sínu. Samúð - Þakklæti - Samstaða - Framtíðin Forseti hóf mál sitt á umfjöllun um samúð. „Þegar við lítum um öxl og horfum á þessa mánuði sem liðið hafa á samúð að vera okkur ofarlega í huga. Við eigum að hafa samúð í garð þeirra sem misst hafa ástvini, þeirra sem hafa veikst illa, samúð í garð þeirra sem hafa misst vinnuna,“ sagði Guðni og rifjaði upp dæmisögu mannfræðings sem sagði samúð vera fyrstu merki um menningu. „Við höfum ákveðið, þótt það kosti okkur jafnvel í efnahagslegu tilliti að sýna þeim samúð og aðstoð sem þurfa á að halda,“ sagði forsetinn. Guðni þakkaði þá, auk þríeykisins, öllum þeim sem staðið hafa vaktina á síðustu mánuðum. Heilbrigðisstarfsfólki, starfsmönnum skólakerfisins, lögreglu, björgunarsveitum og þeim öllum sem hafa lagt sitt af mörkum undanfarið. Samstaða Íslendinga í baráttunni byggð á trausti Guðni fjallaði um samstöðu Íslendinga og minntist tveggja íþróttamanna sem nýlega hafa sett skó sína á hilluna. Átti hann þar við Margréti Láru Viðarsdóttur og Guðjón Val Sigurðsson. Forsetinn sagði að bæði hefðu þau geta klárað leiki upp á sitt einsdæmi en hefðu bæði áttað sig á að ekkert væri hægt án liðsheildar og samstöðu. „Samstaða getur samt verið hættuleg. Samstaða sem vopn í höndum þjóðarleiðtoga getur verið hættuleg. „Ertu ekki með mér í liði? Ætlum við ekki að standa saman? Ertu að svíkja þjóðina?“ Samstaðan sem við höfum sýnt á þessum erfiðu stundum er samstaða byggð á trausti og samtali og það er samstaða sem virkar,“ sagði Guðni og sagði að annað ætti við um samstöðu byggða á skipunum og valdbeitingu. Í framtíðinni verði samfélagið að halda áfram baráttunni gegn vágestinum. Sagði forsetinn að ekki megi algerlega gefa lausan tauminn þegar slakað verður á aðgerðum. Mikilvægt væri enn að þvo og spritta hendur, muna að virða tveggja metra regluna. Þrífa snertifleti, vernda viðkvæma hópa og virða sóttkví og einangrun. Baráttan við vágestinn ekki búin Sagði forsetinn þá að hann, sem íbúi landsins, væri nú sem aldrei fyrr ánægður með að búa á Íslandi og vera stoltur af því að vera Íslendingur. „Við höfum sýnt það sem í okkur býr og munum halda því áfram,“ sagði Guðni og þakkaði þríeykinu fyrir sín störf að nýju áður en hann vitnaði í Winston Churchill. „Þetta eru ekki endalokin ekki einu sinni upphaf endalokanna en kannski eru þetta endalok upphafsins.“ Þegar kom að spurningum til fundarmanna var Guðni spurður hvort að þríeykið eigi von á fálkaorðu frá forseta vegna árangursins. Forseti svaraði spurningunni á þá leið að í hundrað ára sögu fálkaorðunnar hafi líklega aldrei gerst áður að fólk spái í því hver fái orður á blaðamannafundum. Guðni sagðist samt þakklátur góðum störfum þríeykisins og sagði „Heiður þeim sem heiður ber.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson lýsti yfir þakklæti sínu gagnvart þríeykinu sem farið hefur fyrir baráttu Íslands gegn kórónuveirufaraldrinum undanfarnar vikur og mánuði. Forsetinn var gestur 63. upplýsingafundar almannavarna og var þögull þegar hann var spurður hvort þríeykið ætti von á Fálkaorðu fyrir störf sín. Sjá einnig: Svona var 63. upplýsingafundur almannavarna vegna kórónuveirunnar „Við þurfum líka að þakka ykkur ágæta Alma, ágæti Þórólfur og ágæti Víðir. Þið hafið hvatt okkur til þess að sýna þá samstöðu sem dugar. Ekki með því að skipa okkur fyrir verkum, ekki með því að setja ykkur á háan hest, ekki með því að segja „ farið eftir því sem við segjum eða…“ heldur höfum við öll fundið fyrir því að það er okkur öllum í hag að fara eftir tilmælum, leiðbeiningum og ráðleggingum sem byggja á vísindalegri ráðgjöf,“ sagði Guðni sem fjallaði um fjóra þætti baráttunnar í máli sínu. Samúð - Þakklæti - Samstaða - Framtíðin Forseti hóf mál sitt á umfjöllun um samúð. „Þegar við lítum um öxl og horfum á þessa mánuði sem liðið hafa á samúð að vera okkur ofarlega í huga. Við eigum að hafa samúð í garð þeirra sem misst hafa ástvini, þeirra sem hafa veikst illa, samúð í garð þeirra sem hafa misst vinnuna,“ sagði Guðni og rifjaði upp dæmisögu mannfræðings sem sagði samúð vera fyrstu merki um menningu. „Við höfum ákveðið, þótt það kosti okkur jafnvel í efnahagslegu tilliti að sýna þeim samúð og aðstoð sem þurfa á að halda,“ sagði forsetinn. Guðni þakkaði þá, auk þríeykisins, öllum þeim sem staðið hafa vaktina á síðustu mánuðum. Heilbrigðisstarfsfólki, starfsmönnum skólakerfisins, lögreglu, björgunarsveitum og þeim öllum sem hafa lagt sitt af mörkum undanfarið. Samstaða Íslendinga í baráttunni byggð á trausti Guðni fjallaði um samstöðu Íslendinga og minntist tveggja íþróttamanna sem nýlega hafa sett skó sína á hilluna. Átti hann þar við Margréti Láru Viðarsdóttur og Guðjón Val Sigurðsson. Forsetinn sagði að bæði hefðu þau geta klárað leiki upp á sitt einsdæmi en hefðu bæði áttað sig á að ekkert væri hægt án liðsheildar og samstöðu. „Samstaða getur samt verið hættuleg. Samstaða sem vopn í höndum þjóðarleiðtoga getur verið hættuleg. „Ertu ekki með mér í liði? Ætlum við ekki að standa saman? Ertu að svíkja þjóðina?“ Samstaðan sem við höfum sýnt á þessum erfiðu stundum er samstaða byggð á trausti og samtali og það er samstaða sem virkar,“ sagði Guðni og sagði að annað ætti við um samstöðu byggða á skipunum og valdbeitingu. Í framtíðinni verði samfélagið að halda áfram baráttunni gegn vágestinum. Sagði forsetinn að ekki megi algerlega gefa lausan tauminn þegar slakað verður á aðgerðum. Mikilvægt væri enn að þvo og spritta hendur, muna að virða tveggja metra regluna. Þrífa snertifleti, vernda viðkvæma hópa og virða sóttkví og einangrun. Baráttan við vágestinn ekki búin Sagði forsetinn þá að hann, sem íbúi landsins, væri nú sem aldrei fyrr ánægður með að búa á Íslandi og vera stoltur af því að vera Íslendingur. „Við höfum sýnt það sem í okkur býr og munum halda því áfram,“ sagði Guðni og þakkaði þríeykinu fyrir sín störf að nýju áður en hann vitnaði í Winston Churchill. „Þetta eru ekki endalokin ekki einu sinni upphaf endalokanna en kannski eru þetta endalok upphafsins.“ Þegar kom að spurningum til fundarmanna var Guðni spurður hvort að þríeykið eigi von á fálkaorðu frá forseta vegna árangursins. Forseti svaraði spurningunni á þá leið að í hundrað ára sögu fálkaorðunnar hafi líklega aldrei gerst áður að fólk spái í því hver fái orður á blaðamannafundum. Guðni sagðist samt þakklátur góðum störfum þríeykisins og sagði „Heiður þeim sem heiður ber.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels