Mannréttindi í sjávarútvegi Arnar Atlason skrifar 5. maí 2020 15:30 Í janúar 2019 skilaði Ríkisendurskoðun úttekt um Fiskistofu. Í úttektinni var meðal annars bent á að Fiskistofa hefði ekki rækt hlutverk sitt við eftirlit með yfirráðum tengdra aðila yfir veiðiheimildum landsins. Með öðrum orðum hafði stórútgerðum landsins tekist að komast í kringum í kringum margumrædd lög þar um. Samþjöppun hefur orðið slík að þrjár stærstu blokkirnar hafa nú yfirráð yfir u.þ.b. 43% af veiðiheimildum landsins. Í kjölfarið tók til starfa verkefnisstjórn sem meðal annars skyldi fjalla um þessi mál. Þessum hluta starfs verkefnisstjórnarinnar var svo hraðað enn frekar í kjölfar Samherjamálsins en hún skilaði af sér tillögum um efnið fyrir áramót eftir að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafði gefið loforð um slíkt. Í kjölfar tillagna verkefnisstjórnarinnar urðu til drög að frumvarpi. Þeim hafa verið gerð skil á öðrum vettvangi. Það sem vekur hins vegar athygli er umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um frumvarpsdrögin. SFS segir í umsögninni að hluti tillagnanna, sem snúa að eftirliti með samruna stærri fyrirtækja og hvað teljist tengdir aðilar, geti talist sérstakt áhyggjuefni og hluti þeirra geti hreinlega verið mannréttindabrot. Ef rétt getur talist að það varði við mannréttindi að löggjafinn hyggist veita samþjöppun mótvægi í einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar þá hlýtur að mega velta eftirfarandi spurningum um mannréttindi og brot á þeim fyrir sér. Er það mannréttindabrot að greiða lægri laun en sem nemur lögvörðum kjarasamningum? Í lögum um kjarasamninga sjómanna segir að selja skuli afla gegn hæsta verði. Sjómenn í landinu geta verið á allt að helmingi lægri launum en aðrir sjómenn vegna þess að sumar útgerðir greiða ekki laun samkvæmt hæsta verði. Er það brot á mannréttindum fiskverkafólks að flytja óunninn fisk úr landi til láglaunasvæðis með það eitt að markmiði að lágmarka kostnað við vinnslu fisksins með ráðningu starfsmanna á launum langt undir launum á Íslandi? Er það mannréttindabrot að fara gegn lögum um stjórn fiskveiða? Þar segir ákaflega skýrt í 1. grein: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Fyrirtæki sem flytja fisk til vinnslu erlendis geta varla verið að tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Er það mannréttindabrot þegar þjóðin verður af tekjum af auðlindum sínum, vegna þess að sérleyfishafar ástunda undirverðlagningu í milliverðlagningu innan fyrrirtækjakeðja sinna? Tilgangurinn er sá einn að komast hjá því að greiða gjöld samkvæmt lögum til samfélagsins. Mannréttindi eru mikilvæg en ekki léttvæg. Skal hér viðurkennt að hvorki málflutningur SFS um mannréttindi né framsetning mín hér að ofan geti talist brot á þeim. Hitt er annað mál að þegar umræðan er komin á það stig að útgerðarmenn stefna annars vegar ríkinu til að greiða sér milljarða króna vegna ákvarðana við stjórn á auðlindum almennings og gráta hins vegar að það sé brot á mannréttindum þeirra að takmarka möguleika þeirra á að sölsa meira en hæfilegt getur talist af þeim auðlindum undir sig, er kannski ekki skrýtið að það fjúki í rólyndisfólk eins og fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Mín von er að útgerðarmenn haldi áfram á sömu braut svo hægt verði að fara að hreyfa eitthvað við þessum málum. Kannski er eina leiðin að reita ráðamenn okkar svo mikið til reiði að þeir hugsanlega ranki við sér. Fyrir liggur að hægt er að auka tekjur þjóðarinnar af sjávarauðlindum gríðarlega, ef samkeppnissjónarmið fá að ráða í íslenskum sjávarútvegi. Þessar tekjur geta haft mikil áhrif á afkomu okkar landsmanna. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Arnar Atlason Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í janúar 2019 skilaði Ríkisendurskoðun úttekt um Fiskistofu. Í úttektinni var meðal annars bent á að Fiskistofa hefði ekki rækt hlutverk sitt við eftirlit með yfirráðum tengdra aðila yfir veiðiheimildum landsins. Með öðrum orðum hafði stórútgerðum landsins tekist að komast í kringum í kringum margumrædd lög þar um. Samþjöppun hefur orðið slík að þrjár stærstu blokkirnar hafa nú yfirráð yfir u.þ.b. 43% af veiðiheimildum landsins. Í kjölfarið tók til starfa verkefnisstjórn sem meðal annars skyldi fjalla um þessi mál. Þessum hluta starfs verkefnisstjórnarinnar var svo hraðað enn frekar í kjölfar Samherjamálsins en hún skilaði af sér tillögum um efnið fyrir áramót eftir að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafði gefið loforð um slíkt. Í kjölfar tillagna verkefnisstjórnarinnar urðu til drög að frumvarpi. Þeim hafa verið gerð skil á öðrum vettvangi. Það sem vekur hins vegar athygli er umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um frumvarpsdrögin. SFS segir í umsögninni að hluti tillagnanna, sem snúa að eftirliti með samruna stærri fyrirtækja og hvað teljist tengdir aðilar, geti talist sérstakt áhyggjuefni og hluti þeirra geti hreinlega verið mannréttindabrot. Ef rétt getur talist að það varði við mannréttindi að löggjafinn hyggist veita samþjöppun mótvægi í einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar þá hlýtur að mega velta eftirfarandi spurningum um mannréttindi og brot á þeim fyrir sér. Er það mannréttindabrot að greiða lægri laun en sem nemur lögvörðum kjarasamningum? Í lögum um kjarasamninga sjómanna segir að selja skuli afla gegn hæsta verði. Sjómenn í landinu geta verið á allt að helmingi lægri launum en aðrir sjómenn vegna þess að sumar útgerðir greiða ekki laun samkvæmt hæsta verði. Er það brot á mannréttindum fiskverkafólks að flytja óunninn fisk úr landi til láglaunasvæðis með það eitt að markmiði að lágmarka kostnað við vinnslu fisksins með ráðningu starfsmanna á launum langt undir launum á Íslandi? Er það mannréttindabrot að fara gegn lögum um stjórn fiskveiða? Þar segir ákaflega skýrt í 1. grein: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Fyrirtæki sem flytja fisk til vinnslu erlendis geta varla verið að tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Er það mannréttindabrot þegar þjóðin verður af tekjum af auðlindum sínum, vegna þess að sérleyfishafar ástunda undirverðlagningu í milliverðlagningu innan fyrrirtækjakeðja sinna? Tilgangurinn er sá einn að komast hjá því að greiða gjöld samkvæmt lögum til samfélagsins. Mannréttindi eru mikilvæg en ekki léttvæg. Skal hér viðurkennt að hvorki málflutningur SFS um mannréttindi né framsetning mín hér að ofan geti talist brot á þeim. Hitt er annað mál að þegar umræðan er komin á það stig að útgerðarmenn stefna annars vegar ríkinu til að greiða sér milljarða króna vegna ákvarðana við stjórn á auðlindum almennings og gráta hins vegar að það sé brot á mannréttindum þeirra að takmarka möguleika þeirra á að sölsa meira en hæfilegt getur talist af þeim auðlindum undir sig, er kannski ekki skrýtið að það fjúki í rólyndisfólk eins og fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Mín von er að útgerðarmenn haldi áfram á sömu braut svo hægt verði að fara að hreyfa eitthvað við þessum málum. Kannski er eina leiðin að reita ráðamenn okkar svo mikið til reiði að þeir hugsanlega ranki við sér. Fyrir liggur að hægt er að auka tekjur þjóðarinnar af sjávarauðlindum gríðarlega, ef samkeppnissjónarmið fá að ráða í íslenskum sjávarútvegi. Þessar tekjur geta haft mikil áhrif á afkomu okkar landsmanna. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ).
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun