Stefán Rafn: Er gjörsamlega kominn með ógeð af þessu Anton Ingi Leifsson skrifar 5. janúar 2021 18:30 Stefán Rafn Sigrumannsson ræddi meiðslin og framtíðina en hann hefur lengi verið fastamaður í íslenska landsliðinu. vísir/skjáskot Stefán Rafn Sigurmannsson, landsliðsmaður í handbolta, segist vera búinn að fá ógeð af meiðslunum sem hafa plagað hann síðustu ár og að hann sé nú kominn heim til að ná sér hundrað prósent heilum á nýjan leik. Tilkynnt var í dag að Stefán Rafn hefði rift samningi sínum við Pick Szeged í Ungverjalandi þar sem hann varð deildarmeistari árið 2017 og bikarmeistari árið 2019. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. „Ég er búinn að vera glíma við vandamál undir löppinni. Þetta er búið að versna með árunum og núna er kominn sá tímapunktur að ég þarf að vinna í mínum meiðslum og það þarf að ná þessu á rétt ról,“ sagði Stefán og hélt áfram. „Þetta var besta lendingin og sú sem ég sóttist eftir. É er mjög glaður að þetta hafi gengið í gegn og ég geti komið hérna heim og hitt þá sjúkraþjálfara og lækna sem ég treysti. Ég fór í litla aðgerð hjá Brynjólfi og er núna búinn að vera með Ella sjúkraþjálfara og vinna í þessu. Ég er nokkuð jákvæður. Ég er byrjaður að hlaupa rólega svo það er jákvætt eftir svona langan tíma.“ Stefán Rafn er án félags.https://t.co/L60Saccouq— Sportið á Vísi (@VisirSport) January 5, 2021 Stefán Rafn hafði gert góða hluti í Ungverjalandi áður en kom að meiðslunum sem nú hafa haldið honum frá handboltavellinum í þó nokkurn tíma. „Þetta er allt mjög svekkjandi. Ef maður pælir of mikið í þessu þá verður maður þungur. Maður þarf að horfa fram á veginn og koma löppinni í stand. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Svo sjáum við til með framhaldið en þetta er verst fyrir hausinn og þá sem eru í kringum mann. Maður er ekki sá glaðasti.“ „Það gekk mjög vel. Svo kemur þetta og þetta fylgir íþróttunum, því miður. Við erum ekki búin að finna lausn á þessu núna í langan tíma þannig að þetta er bara það besta í stöðunni að koma heim og nota tímann vel að jafna mig með bestu sjúkraþjálfurum í heimi. Ég er mjög glaður með það.“ Hafnfirðingurinn segir að það sé virkilega skemmtilegt að spila í Ungverjalandi. Fólkið sé blóðheitt og skemmtilegt en það sé einnig einhverjir hluti sem þurfi að gera betur. „Það er mjög skemmtilegt að spila þarna og skemmtilegustu hallirnar fyrir COVID. Þeir eru blóðheitir og umhverfið frábært. Handboltinn er á heimsmælikvarða en það vantar upp á suma hluti líka.“ Spili Stefán á Íslandi er það aðeins eitt lið sem kemur til greina; Haukar. „Þetta er félagið mitt og það er ekkert annað félag sem kemur til greina. Ég elska rauða litinn en við verðum að sjá til. Númer eitt, tvö og þrjú er að koma löppinni í stand. Ég er gjörsamlega kominn með ógeð af þessu þannig að ég ætla að taka eitt skref í einu og reyna að vanda mig í uppbyggingunni. Ég ætla koma löppinni í stand, áður en ég geri eitthvað annað,“ sagði Stefán Rafn að lokum. Klippa: Sportpakkinn - Stefán Rafn Handbolti Sportpakkinn Tengdar fréttir Stefán Rafn farinn frá Pick Szeged Samningi handboltamannsins Stefáns Rafns Sigurmannssonar við ungverska liðið Pick Szeged hefur verið rift. 5. janúar 2021 14:51 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjá meira
Tilkynnt var í dag að Stefán Rafn hefði rift samningi sínum við Pick Szeged í Ungverjalandi þar sem hann varð deildarmeistari árið 2017 og bikarmeistari árið 2019. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. „Ég er búinn að vera glíma við vandamál undir löppinni. Þetta er búið að versna með árunum og núna er kominn sá tímapunktur að ég þarf að vinna í mínum meiðslum og það þarf að ná þessu á rétt ról,“ sagði Stefán og hélt áfram. „Þetta var besta lendingin og sú sem ég sóttist eftir. É er mjög glaður að þetta hafi gengið í gegn og ég geti komið hérna heim og hitt þá sjúkraþjálfara og lækna sem ég treysti. Ég fór í litla aðgerð hjá Brynjólfi og er núna búinn að vera með Ella sjúkraþjálfara og vinna í þessu. Ég er nokkuð jákvæður. Ég er byrjaður að hlaupa rólega svo það er jákvætt eftir svona langan tíma.“ Stefán Rafn er án félags.https://t.co/L60Saccouq— Sportið á Vísi (@VisirSport) January 5, 2021 Stefán Rafn hafði gert góða hluti í Ungverjalandi áður en kom að meiðslunum sem nú hafa haldið honum frá handboltavellinum í þó nokkurn tíma. „Þetta er allt mjög svekkjandi. Ef maður pælir of mikið í þessu þá verður maður þungur. Maður þarf að horfa fram á veginn og koma löppinni í stand. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Svo sjáum við til með framhaldið en þetta er verst fyrir hausinn og þá sem eru í kringum mann. Maður er ekki sá glaðasti.“ „Það gekk mjög vel. Svo kemur þetta og þetta fylgir íþróttunum, því miður. Við erum ekki búin að finna lausn á þessu núna í langan tíma þannig að þetta er bara það besta í stöðunni að koma heim og nota tímann vel að jafna mig með bestu sjúkraþjálfurum í heimi. Ég er mjög glaður með það.“ Hafnfirðingurinn segir að það sé virkilega skemmtilegt að spila í Ungverjalandi. Fólkið sé blóðheitt og skemmtilegt en það sé einnig einhverjir hluti sem þurfi að gera betur. „Það er mjög skemmtilegt að spila þarna og skemmtilegustu hallirnar fyrir COVID. Þeir eru blóðheitir og umhverfið frábært. Handboltinn er á heimsmælikvarða en það vantar upp á suma hluti líka.“ Spili Stefán á Íslandi er það aðeins eitt lið sem kemur til greina; Haukar. „Þetta er félagið mitt og það er ekkert annað félag sem kemur til greina. Ég elska rauða litinn en við verðum að sjá til. Númer eitt, tvö og þrjú er að koma löppinni í stand. Ég er gjörsamlega kominn með ógeð af þessu þannig að ég ætla að taka eitt skref í einu og reyna að vanda mig í uppbyggingunni. Ég ætla koma löppinni í stand, áður en ég geri eitthvað annað,“ sagði Stefán Rafn að lokum. Klippa: Sportpakkinn - Stefán Rafn
Handbolti Sportpakkinn Tengdar fréttir Stefán Rafn farinn frá Pick Szeged Samningi handboltamannsins Stefáns Rafns Sigurmannssonar við ungverska liðið Pick Szeged hefur verið rift. 5. janúar 2021 14:51 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjá meira
Stefán Rafn farinn frá Pick Szeged Samningi handboltamannsins Stefáns Rafns Sigurmannssonar við ungverska liðið Pick Szeged hefur verið rift. 5. janúar 2021 14:51