Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Kristján Már Unnarsson skrifar 5. janúar 2021 21:50 Gunnar Guðlaugsson er forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls, samtaka álframleiðenda á Íslandi. Arnar Halldórsson Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. Eftir að ferðaþjónustan hrundi er áliðnaður á ný orðinn næst stærsta útflutningsgrein landsins á eftir sjávarútvegi. Það blés hins vegar ekki byrlega fyrir greininni í vor þegar álverð fór niður undir 1.400 dollara á tonnið. En dæmið snerist við í júní og síðan hefur álverð hækkað jafnt og þétt og stendur núna í rúmlega 2.000 dollurum. Álver Norðuráls á Grundartanga.Vísir/Vilhelm „Auðvitað er þetta bara mjög jákvætt að álverð hefur hækkað og meðalverð ársins kannski ekki alslæmt,“ segir Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta bara orsakast af aukinni eftirspurn, bæði í Evrópu og Asíu, og kannski ekki síst í Kína.“ Þá hafi fréttir af bóluefni haft jákvæð áhrif. „Heimurinn fyllist bjartsýni og þá fer fólk að eyða og hagvöxtur eykst og það hefur jákvæð áhrif á álverð,“ segir Gunnar. Frá álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík.Mynd/Stöð 2. Þrjú álver eru hérlendis. ÍSAL í Straumsvík reis fyrst, síðan álver Norðuráls á Grundartanga en Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði er yngst. En hvað þýðir svona verðhækkun fyrir íslenskan efnahag? „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan efnahag. Álframleiðsla er auðvitað stór hluti af íslensku efnahagslífi þannig að þetta hefur jákvæð áhrif á okkur öll,“ svarar stjórnarformaður samtaka álframleiðenda. Þessi mikla hækkun hefur bein áhrif á tekjur Landsvirkjunar en 35 prósent af heildarorkusölu fyrirtækisins er beintengd heimsmarkaðsverði á áli, samkvæmt upplýsingum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, í dag. Álver Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirðivísir/valli Gunnar, sem sjálfur stýrir Norðuráli á Grundartanga, segir erfitt að spá um hvort verðhækkunin haldist. „En hins vegar erum við bjartsýn á það að eftirspurn eftir áli mun halda áfram að aukast. Þegar hagvöxtur eykst þá eykst eftirspurn eftir rafbílum og flugvélum og það eru jú vörur sem ál er notað í að stórum hluta.“ Gunnar Guðlaugsson var ráðinn forstjóri Norðuráls vorið 2019 eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu í áratug.Arnar Halldórsson Hann segir áliðnaðinn mikilvæga stoð í íslensku efnahagslífi. „Það hefur sýnt sig, bæði í gegnum þessa kreppu og fyrri kreppur, að þetta er kannski sú stoð sem svona aðrar kreppur hafa minni áhrif á. Og við höfum haldið uppi atvinnu og framleiðslu í gegnum þessa kreppu,“ segir stjórnarformaður Samáls. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Áliðnaður Orkumál Landsvirkjun Efnahagsmál Tengdar fréttir Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Eftir að ferðaþjónustan hrundi er áliðnaður á ný orðinn næst stærsta útflutningsgrein landsins á eftir sjávarútvegi. Það blés hins vegar ekki byrlega fyrir greininni í vor þegar álverð fór niður undir 1.400 dollara á tonnið. En dæmið snerist við í júní og síðan hefur álverð hækkað jafnt og þétt og stendur núna í rúmlega 2.000 dollurum. Álver Norðuráls á Grundartanga.Vísir/Vilhelm „Auðvitað er þetta bara mjög jákvætt að álverð hefur hækkað og meðalverð ársins kannski ekki alslæmt,“ segir Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta bara orsakast af aukinni eftirspurn, bæði í Evrópu og Asíu, og kannski ekki síst í Kína.“ Þá hafi fréttir af bóluefni haft jákvæð áhrif. „Heimurinn fyllist bjartsýni og þá fer fólk að eyða og hagvöxtur eykst og það hefur jákvæð áhrif á álverð,“ segir Gunnar. Frá álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík.Mynd/Stöð 2. Þrjú álver eru hérlendis. ÍSAL í Straumsvík reis fyrst, síðan álver Norðuráls á Grundartanga en Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði er yngst. En hvað þýðir svona verðhækkun fyrir íslenskan efnahag? „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan efnahag. Álframleiðsla er auðvitað stór hluti af íslensku efnahagslífi þannig að þetta hefur jákvæð áhrif á okkur öll,“ svarar stjórnarformaður samtaka álframleiðenda. Þessi mikla hækkun hefur bein áhrif á tekjur Landsvirkjunar en 35 prósent af heildarorkusölu fyrirtækisins er beintengd heimsmarkaðsverði á áli, samkvæmt upplýsingum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, í dag. Álver Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirðivísir/valli Gunnar, sem sjálfur stýrir Norðuráli á Grundartanga, segir erfitt að spá um hvort verðhækkunin haldist. „En hins vegar erum við bjartsýn á það að eftirspurn eftir áli mun halda áfram að aukast. Þegar hagvöxtur eykst þá eykst eftirspurn eftir rafbílum og flugvélum og það eru jú vörur sem ál er notað í að stórum hluta.“ Gunnar Guðlaugsson var ráðinn forstjóri Norðuráls vorið 2019 eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu í áratug.Arnar Halldórsson Hann segir áliðnaðinn mikilvæga stoð í íslensku efnahagslífi. „Það hefur sýnt sig, bæði í gegnum þessa kreppu og fyrri kreppur, að þetta er kannski sú stoð sem svona aðrar kreppur hafa minni áhrif á. Og við höfum haldið uppi atvinnu og framleiðslu í gegnum þessa kreppu,“ segir stjórnarformaður Samáls. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Áliðnaður Orkumál Landsvirkjun Efnahagsmál Tengdar fréttir Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45
Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07