Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. janúar 2021 22:38 Jacob Blake sést hér á sjúkrahúsinu eftir að hafa verið skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanninum Rusten Sheskey. Twitter Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. Saksóknari í málinu taldi ólíklegt að ákæra myndi leiða til sakfellingar lögreglumannanna og að líklega yrði fallist á málflutning þeirra að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. „Ef þú hefur ekki trú á því að þú getir sannað mál þitt, þannig að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa, hefur þú þá siðferðislegu skyldu að ákæra ekki, hefur NBC-fréttastofan eftir Michael Graveley, saksóknara í Kenosha. Lögmaður Blakes og fjölskyldu hans, Ben Crump, kveðst vonsvikinn með ákvörðun saksóknarans um að ákæra ekki lögreglumennina, og sagði Blake hafa verið fórnarlamb hryllilegrar skotárásar. „Okkur finnst ekki aðeins að þessi ákvörðun bregðist Jacob [Blake] og fjölskyldu hans, heldur öllu samfélaginu sem mótmælti og krafðist réttlætis,“ sagði Crump. Mótmælaalda reis í Kenosha og víðar vegna málsins. Tveir létust í mótmælunum en þeir voru báðir skotnir til bana af hinum þá 17 ára Kyle Rittenhouse í ágúst. Rittenhouse hafði ferðast sérstaklega til Wisconsin, að eigin sögn til þess að koma í veg fyrir að eignaspjöll yrðu í mótmælunum. Segist hann hafa skotið þá Joseph Rosenbaum og Anthony Huber í sjálfsvörn. Rittenhouse gaf sig síðar fram við lögreglu og var ákærður en gengur nú laus eftir að hafa greitt tryggingu upp á tvær milljónir dala. Kallað á þjóðvarðliðið Fyrr í dag, áður en greint var frá ákvörðun saksóknarans um að ákæra ekki lögreglumennina sem skutu Blake í bakið, kallaði Tony Evers, ríkisstjóri Wisconsin, eftir aðstoð þjóðvarðliðsins. Gert er ráð fyrir mótmælum og jafnvel óeirðum í Kenosha vegna ákvörðunarinnar. NPR hefur eftir ríkisstjóranum að staðaryfirvöld í borginni hafi óskað eftir því að þjóðvarðliðið yrði kallað út. Því hafa um fimm hundruð manns verið kallaðir út til þess að veita lögreglu á svæðinu aðstoð. Meðal þeirra ráðstafana sem yfirvöld í Kenosha hafa skoðað að grípa til með það fyrir augum að draga úr mótmælum er að fækka strætóferðum, loka einhverjum vegum, koma upp sérstöku „mótmælasvæði“ og jafnvel að setja á útgöngubann. Mótmælaalda reis upp í Kenosha eftir að lögregla skaut Blake.Scott Olson/Getty Handjárnaður við sjúkrahúsrúmið Hinn 29 ára Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanninum Rusten Sheskey þann 23. ágúst síðastliðinn. Hann hafði gengið í átt að bílnum sínum og hallað sér inn um dyrnar bílstjóramegin þegar hann var skotinn. Synir hans þrír voru inni í bílnum. Áður hafði lögregla beitt stuðbyssu á Blake. Sjónarvottur sem tók myndband af atvikinu segir Blake ekki hafa hegðað sér á ofbeldisfullan hátt. Lögregla hafi skipað honum að leggja frá sér hníf, en sjónarvotturinn segir Blake ekki hafa verið vopnaðan svo sjá mætti. Lögregla segist þá hafa fundið hníf í bíl Blake og að Sheskey, einn lögreglumannanna sem höfðu afskipti af honum hafi talið að hann ætlaði sér að ræna börnunum sem voru í bílnum. Eins og áður sagði var um syni Blakes sjálfs að ræða. Blake er nú lamaður fyrir neðan mitti. Í kjölfar þess að hann var skotinn þurftu hann þá að gangast undir aðgerð þar sem meirihluta smáþarma hans og ristils var fjarlægður. Meðan Blake lá fyrst um sinn á spítala var hann handjárnaður við rúm sitt og gætt af lögreglu, allt þar til hann greiddi tryggingargjald. Bandaríkin Tengdar fréttir Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúm sitt. 28. ágúst 2020 21:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Saksóknari í málinu taldi ólíklegt að ákæra myndi leiða til sakfellingar lögreglumannanna og að líklega yrði fallist á málflutning þeirra að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. „Ef þú hefur ekki trú á því að þú getir sannað mál þitt, þannig að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa, hefur þú þá siðferðislegu skyldu að ákæra ekki, hefur NBC-fréttastofan eftir Michael Graveley, saksóknara í Kenosha. Lögmaður Blakes og fjölskyldu hans, Ben Crump, kveðst vonsvikinn með ákvörðun saksóknarans um að ákæra ekki lögreglumennina, og sagði Blake hafa verið fórnarlamb hryllilegrar skotárásar. „Okkur finnst ekki aðeins að þessi ákvörðun bregðist Jacob [Blake] og fjölskyldu hans, heldur öllu samfélaginu sem mótmælti og krafðist réttlætis,“ sagði Crump. Mótmælaalda reis í Kenosha og víðar vegna málsins. Tveir létust í mótmælunum en þeir voru báðir skotnir til bana af hinum þá 17 ára Kyle Rittenhouse í ágúst. Rittenhouse hafði ferðast sérstaklega til Wisconsin, að eigin sögn til þess að koma í veg fyrir að eignaspjöll yrðu í mótmælunum. Segist hann hafa skotið þá Joseph Rosenbaum og Anthony Huber í sjálfsvörn. Rittenhouse gaf sig síðar fram við lögreglu og var ákærður en gengur nú laus eftir að hafa greitt tryggingu upp á tvær milljónir dala. Kallað á þjóðvarðliðið Fyrr í dag, áður en greint var frá ákvörðun saksóknarans um að ákæra ekki lögreglumennina sem skutu Blake í bakið, kallaði Tony Evers, ríkisstjóri Wisconsin, eftir aðstoð þjóðvarðliðsins. Gert er ráð fyrir mótmælum og jafnvel óeirðum í Kenosha vegna ákvörðunarinnar. NPR hefur eftir ríkisstjóranum að staðaryfirvöld í borginni hafi óskað eftir því að þjóðvarðliðið yrði kallað út. Því hafa um fimm hundruð manns verið kallaðir út til þess að veita lögreglu á svæðinu aðstoð. Meðal þeirra ráðstafana sem yfirvöld í Kenosha hafa skoðað að grípa til með það fyrir augum að draga úr mótmælum er að fækka strætóferðum, loka einhverjum vegum, koma upp sérstöku „mótmælasvæði“ og jafnvel að setja á útgöngubann. Mótmælaalda reis upp í Kenosha eftir að lögregla skaut Blake.Scott Olson/Getty Handjárnaður við sjúkrahúsrúmið Hinn 29 ára Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanninum Rusten Sheskey þann 23. ágúst síðastliðinn. Hann hafði gengið í átt að bílnum sínum og hallað sér inn um dyrnar bílstjóramegin þegar hann var skotinn. Synir hans þrír voru inni í bílnum. Áður hafði lögregla beitt stuðbyssu á Blake. Sjónarvottur sem tók myndband af atvikinu segir Blake ekki hafa hegðað sér á ofbeldisfullan hátt. Lögregla hafi skipað honum að leggja frá sér hníf, en sjónarvotturinn segir Blake ekki hafa verið vopnaðan svo sjá mætti. Lögregla segist þá hafa fundið hníf í bíl Blake og að Sheskey, einn lögreglumannanna sem höfðu afskipti af honum hafi talið að hann ætlaði sér að ræna börnunum sem voru í bílnum. Eins og áður sagði var um syni Blakes sjálfs að ræða. Blake er nú lamaður fyrir neðan mitti. Í kjölfar þess að hann var skotinn þurftu hann þá að gangast undir aðgerð þar sem meirihluta smáþarma hans og ristils var fjarlægður. Meðan Blake lá fyrst um sinn á spítala var hann handjárnaður við rúm sitt og gætt af lögreglu, allt þar til hann greiddi tryggingargjald.
Bandaríkin Tengdar fréttir Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúm sitt. 28. ágúst 2020 21:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21
Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29
Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúm sitt. 28. ágúst 2020 21:16