Skólastarf fellur niður vegna brunans í Glerárskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. janúar 2021 01:32 Eldurinn kom upp í kjallara Gleraárskóla á Akureyri í kvöld. Vísir/Tryggvi Páll Skólastarf fellur niður í Glerárskóla á Akureyri í fyrramálið vegna elds sem upp kom kjallara skólans fyrr í kvöld. Eldurinn olli rafmagnsleysi í stórum hluta bæjarins sem gerði það að verkum að viðbragðstími slökkviliðsins var lengri en ella þar sem dyr slökkvistöðvarinnar eru rafknúnar og því þurfti að ná dælubílum út með öðrum ráðum. Tryggvi Páll Tryggvason fréttamaður tók meðfylgjandi myndskeið á vettvangi brunans. Búið var að slökkva eldinn og unnið var að reykræstingu þegar fréttastofa náði tali af Ólafi Stefánssyni, slökkviliðsstjóra á Akureyri, um klukkan eitt í nótt. „Það eru náttúrlega töluverðar skemmdir, bæði eftir eld og reyk,“ segir Ólafur. Engan sakaði þó í brunanum. „Það voru töluverðar skemmdir eftir eld og reyk í kjallaranum í rýminu þar sem að eldurinn var en sem betur fer tókst að slökkva þetta áður en þetta barst víðar um skólann. Þannig að þetta er frekar staðbundið,“ segir Ólafur. „Það eru töluverðar skemmdir á skólanum.“ Ekki liggur endanlega fyrir hvað olli upptökum eldsins en líkur eru taldar á því að eldsupptök megi rekja til flugelda. Fundað var með fræðslustjóra og skólastjóra og ákvörðun tekin um að fella niður kennslu í skólanum á morgun að sögn Ólafar. Staðan verði síðan eflaust metin á morgun. Rafmagnsleysið tafði útkallið „Það er spennistöð stutt frá eldsupptökunum, þar er Norðurorka með spennistöð inni í húsinu,“ segir Ólafur en rekja má rafmagnsleysi í stórum hluta bæjarins í kvöld til eldsins eða reykjarins í Glerárskóla. „Alla veganna sló þessi spennistöð út, stuttu áður en að útkallið kom og það fór rafmagnið af stórum hluta bæjarins og þar á meðal á slökkvistöðinni,“ segir Ólafur. Rafmagni sló út aðeins örskömmu áður en útkallið barst sem kom sér illa fyrir slökkviliðið. „Þá fór sem sagt rafmagnið af allri stöðinni og þar á meðal á hurðunum, þær eru allar rafknúnar hurðarnar sem við notum til að koma bílunum út,“ útskýrir Ólafur. „Við höfðum svo sem alveg ráð til þess að opna þær en það tekur aðeins lengri tíma og meiri mannafla og tafði útkallið,“ bætir Ólafur við. „Þetta fór mun betur en á horfði í fyrstu.“ Akureyri Slökkvilið Skóla - og menntamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Tryggvi Páll Tryggvason fréttamaður tók meðfylgjandi myndskeið á vettvangi brunans. Búið var að slökkva eldinn og unnið var að reykræstingu þegar fréttastofa náði tali af Ólafi Stefánssyni, slökkviliðsstjóra á Akureyri, um klukkan eitt í nótt. „Það eru náttúrlega töluverðar skemmdir, bæði eftir eld og reyk,“ segir Ólafur. Engan sakaði þó í brunanum. „Það voru töluverðar skemmdir eftir eld og reyk í kjallaranum í rýminu þar sem að eldurinn var en sem betur fer tókst að slökkva þetta áður en þetta barst víðar um skólann. Þannig að þetta er frekar staðbundið,“ segir Ólafur. „Það eru töluverðar skemmdir á skólanum.“ Ekki liggur endanlega fyrir hvað olli upptökum eldsins en líkur eru taldar á því að eldsupptök megi rekja til flugelda. Fundað var með fræðslustjóra og skólastjóra og ákvörðun tekin um að fella niður kennslu í skólanum á morgun að sögn Ólafar. Staðan verði síðan eflaust metin á morgun. Rafmagnsleysið tafði útkallið „Það er spennistöð stutt frá eldsupptökunum, þar er Norðurorka með spennistöð inni í húsinu,“ segir Ólafur en rekja má rafmagnsleysi í stórum hluta bæjarins í kvöld til eldsins eða reykjarins í Glerárskóla. „Alla veganna sló þessi spennistöð út, stuttu áður en að útkallið kom og það fór rafmagnið af stórum hluta bæjarins og þar á meðal á slökkvistöðinni,“ segir Ólafur. Rafmagni sló út aðeins örskömmu áður en útkallið barst sem kom sér illa fyrir slökkviliðið. „Þá fór sem sagt rafmagnið af allri stöðinni og þar á meðal á hurðunum, þær eru allar rafknúnar hurðarnar sem við notum til að koma bílunum út,“ útskýrir Ólafur. „Við höfðum svo sem alveg ráð til þess að opna þær en það tekur aðeins lengri tíma og meiri mannafla og tafði útkallið,“ bætir Ólafur við. „Þetta fór mun betur en á horfði í fyrstu.“
Akureyri Slökkvilið Skóla - og menntamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira