Ekkert mark frá íslensku línumönnunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2021 13:30 Arnar Freyr Arnarsson hafði hægt um sig í íslensku sókninni gegn Portúgal. vísir/vilhelm Línumenn íslenska handboltalandsliðsins skoruðu ekki mark í tapinu fyrir Portúgal, 26-24, í undankeppni EM 2022 í gær. Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson skoraði eina mark íslenska liðsins af línu í leiknum. Arnar Freyr Arnarsson lék á línunni nánast allan fyrri hálfleikinn og Kári Kristján Kristjánsson tók svo stöðu hans í seinni hálfleik. Þeim tókst ekki að skora og raunar átti hvorugur þeirra skot að marki í leiknum í gær. Þeir fiskuðu sitt hvort vítakastið. Sé litið á skotdreifingu íslenska liðsins í leiknum í gær samkvæmt HB Statz komu aðeins tvö prósent skota þess af línunni. Hins vegar komu 24 prósent skota Portúgals af línu, jafn mörg og fyrir utan. Fjörtíu prósent skota íslenska liðsins voru aftur á móti fyrir utan. Eina mark Íslands af línu í leiknum skoraði Arnór þegar hann fylgdi eftir eigin vítakasti sem Alfredo Quintana varði frá honum í fyrri hálfleik. Það var eitt þriggja víta sem fóru í súginn hjá íslenska liðinu í gær. Ekki nýtt vandamál Undanfarin ár hefur íslenska liðið sárlega vantað fleiri mörk af línunni svo vandamálið er ekki nýtt af nálinni. Á HM 2019 lék Arnar Freyr að mestu á línunni og skoraði tólf mörk í átta leikjum. Ýmir Örn Gíslason skoraði þrjú mörk en lék ekki mikið á mótinu. Til að freista þess að auka sóknaraflið á línunni hóaði Guðmundur Guðmundsson aftur í Kára fyrir EM 2020. Eyjamaðurinn var frábær í sigrinum á Dönum í fyrsta leik EM og skoraði fjögur mörk. Hann náði ekki alveg að fylgja því eftir og skoraði ellefu mörk í hinum sex leikjum Íslands á mótinu. Hinir línumennirnir, Arnar Freyr, Ýmir Örn Gíslason og Sveinn Jóhannsson, skoruðu einungis fimm mörk samanlagt á EM. Í stórsigrinum á Litáen, 36-20, í undankeppni EM í nóvember á síðasta ári skoraði Ísland aðeins þrjú mörk úr sjö skotum af línunni. Arnar Freyr skoraði tvö þeirra en þurfti til þess fimm skot. Í HM-hópi Guðmundar eru fjórir línumenn; Arnar Freyr, Kári, Ýmir og svo Elliði Snær Viðarsson sem fór ekki með til Portúgals. Sá síðastnefndi er kannski þekktari fyrir góðan varnarleik og að vera snöggur fram en fyrir að vera sóknarlínumaður en hefur staðið sig með miklum ágætum á sínu fyrsta tímabili hjá þýska B-deildarliðinu Gummersbach. Athyglisvert verður að sjá hvort hann fái tækifæri gegn Portúgal á Ásvöllum á sunnudaginn. EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00 Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30 Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Arnar Freyr Arnarsson lék á línunni nánast allan fyrri hálfleikinn og Kári Kristján Kristjánsson tók svo stöðu hans í seinni hálfleik. Þeim tókst ekki að skora og raunar átti hvorugur þeirra skot að marki í leiknum í gær. Þeir fiskuðu sitt hvort vítakastið. Sé litið á skotdreifingu íslenska liðsins í leiknum í gær samkvæmt HB Statz komu aðeins tvö prósent skota þess af línunni. Hins vegar komu 24 prósent skota Portúgals af línu, jafn mörg og fyrir utan. Fjörtíu prósent skota íslenska liðsins voru aftur á móti fyrir utan. Eina mark Íslands af línu í leiknum skoraði Arnór þegar hann fylgdi eftir eigin vítakasti sem Alfredo Quintana varði frá honum í fyrri hálfleik. Það var eitt þriggja víta sem fóru í súginn hjá íslenska liðinu í gær. Ekki nýtt vandamál Undanfarin ár hefur íslenska liðið sárlega vantað fleiri mörk af línunni svo vandamálið er ekki nýtt af nálinni. Á HM 2019 lék Arnar Freyr að mestu á línunni og skoraði tólf mörk í átta leikjum. Ýmir Örn Gíslason skoraði þrjú mörk en lék ekki mikið á mótinu. Til að freista þess að auka sóknaraflið á línunni hóaði Guðmundur Guðmundsson aftur í Kára fyrir EM 2020. Eyjamaðurinn var frábær í sigrinum á Dönum í fyrsta leik EM og skoraði fjögur mörk. Hann náði ekki alveg að fylgja því eftir og skoraði ellefu mörk í hinum sex leikjum Íslands á mótinu. Hinir línumennirnir, Arnar Freyr, Ýmir Örn Gíslason og Sveinn Jóhannsson, skoruðu einungis fimm mörk samanlagt á EM. Í stórsigrinum á Litáen, 36-20, í undankeppni EM í nóvember á síðasta ári skoraði Ísland aðeins þrjú mörk úr sjö skotum af línunni. Arnar Freyr skoraði tvö þeirra en þurfti til þess fimm skot. Í HM-hópi Guðmundar eru fjórir línumenn; Arnar Freyr, Kári, Ýmir og svo Elliði Snær Viðarsson sem fór ekki með til Portúgals. Sá síðastnefndi er kannski þekktari fyrir góðan varnarleik og að vera snöggur fram en fyrir að vera sóknarlínumaður en hefur staðið sig með miklum ágætum á sínu fyrsta tímabili hjá þýska B-deildarliðinu Gummersbach. Athyglisvert verður að sjá hvort hann fái tækifæri gegn Portúgal á Ásvöllum á sunnudaginn.
EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00 Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30 Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00
Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30
Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21