Sjokk, vonleysi og nánast ómögulegt að halda úti skemmtiþætti á þessum tímum Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2021 12:30 Hlestu spjallþáttstjórnendur Bandaríkjanna ræða atburði gærdagsins. Jimmy Kimmel, Seth Meyers, James Corden og Jimmy Fallon eru með þeim vinsælustu spjallþáttastjórnendum heims og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Vanalega eru þættir þeirra teknir upp snemma á hverjum virkum degi og síðan sýndir á kvöldin í bandarísku sjónvarpi. Aftur á móti í gærkvöldi þurftu þeir allir að taka upp sérstakt innslag þar sem þeir komu fram með sína eigin yfirlýsingu í tengslum við atburðina í Bandaríkjunum í gær. Þingmenn, stórfyrirtæki og stjórnmálaleiðtogar og nú helstu spjallþáttastórnendur hafa fordæmt Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fyrir viðbrögð hans við atburðum gærkvöldsins í þinghúsinu í Washington. Twitter ákvað að loka fyrir aðgang hans af ótta við að færslur hans myndu hvetja til ofbeldis og samstarfsmenn hans eru sagðir íhuga að koma honum frá völdum. Reiður Kimmel Þúsundir mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í kvöld og múgur hliðhollur Trump braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna. Kona úr þeirra hópi var skotin inni í þinghúsinu og lést stuttu síðar af sárum sínum. Innan veggja þinghússins voru báðar deildir Bandaríkjaþings saman komnar til þess að fara yfir og staðfesta atkvæði kjörmanna í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember og staðfesta endanlega sigur Joes Biden í kosningunum. Jimmy Kimmel talaði um málið í tæplega tíu mínútur og átti hann ekki til eitt aukatekið orð yfir hegðun forsetans fráfarandi. Töluverð reiði var í tón Jimmy Kimmel er hann ræddi málið. „Fólk vill bara byrja í stríði til þess eins að varpa athyglinni frá þeirri staðreynd að Donald Trump tapaði þessum kosningum,“ sagði Kimmel. Seth Meyers segist hafa skrifað fjölmarga brandara fyrr um daginn en það var í raun hægt að henda þeim öllum í ruslið eftir atburði gærdagsins. Spjallþáttur hans Late Night with Seth Meyers í gærkvöldi var í raun mun alvarlegri en vanalega og var það meðvituð ákvörðun hjá framleiðendum þáttarins. Lítið var um grín enda sagði Meyers að þetta hafi verið einhver skelfilegasti dagur í sögu lýðræðisins í Bandaríkjunum. „Við getum verið í sjokki en þetta á ekki að koma okkur á óvart,“ sagði Meyers. Bretinn James Corden tók málið einnig fyrir. Hann segir að þetta hafi verið svartur dagur í sögu Bandaríkjanna. „Þegar maður var að renna yfir allar sjónvarpsstöðvarnar kom ákveðið vonleysi yfir mig.“ Jimmy Fallon segir að það sé nánast ógerlegt að halda úti skemmtiþætti á þessum tímum. „Á þessum tímum þurfum við á hvort öðru að halda. Það er á svona tímum sem maður hugsar með sér, hvernig getur þetta verið að gerast. Ég er einnig að hugsa, hvernig get ég hjálpað. Ég vil nýta þetta tækifæri til að segja við þjóðina að þetta verði allt í lagi og við munum komast í gegnum þetta.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hollywood Bíó og sjónvarp Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Grín og gaman Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Vanalega eru þættir þeirra teknir upp snemma á hverjum virkum degi og síðan sýndir á kvöldin í bandarísku sjónvarpi. Aftur á móti í gærkvöldi þurftu þeir allir að taka upp sérstakt innslag þar sem þeir komu fram með sína eigin yfirlýsingu í tengslum við atburðina í Bandaríkjunum í gær. Þingmenn, stórfyrirtæki og stjórnmálaleiðtogar og nú helstu spjallþáttastórnendur hafa fordæmt Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fyrir viðbrögð hans við atburðum gærkvöldsins í þinghúsinu í Washington. Twitter ákvað að loka fyrir aðgang hans af ótta við að færslur hans myndu hvetja til ofbeldis og samstarfsmenn hans eru sagðir íhuga að koma honum frá völdum. Reiður Kimmel Þúsundir mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í kvöld og múgur hliðhollur Trump braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna. Kona úr þeirra hópi var skotin inni í þinghúsinu og lést stuttu síðar af sárum sínum. Innan veggja þinghússins voru báðar deildir Bandaríkjaþings saman komnar til þess að fara yfir og staðfesta atkvæði kjörmanna í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember og staðfesta endanlega sigur Joes Biden í kosningunum. Jimmy Kimmel talaði um málið í tæplega tíu mínútur og átti hann ekki til eitt aukatekið orð yfir hegðun forsetans fráfarandi. Töluverð reiði var í tón Jimmy Kimmel er hann ræddi málið. „Fólk vill bara byrja í stríði til þess eins að varpa athyglinni frá þeirri staðreynd að Donald Trump tapaði þessum kosningum,“ sagði Kimmel. Seth Meyers segist hafa skrifað fjölmarga brandara fyrr um daginn en það var í raun hægt að henda þeim öllum í ruslið eftir atburði gærdagsins. Spjallþáttur hans Late Night with Seth Meyers í gærkvöldi var í raun mun alvarlegri en vanalega og var það meðvituð ákvörðun hjá framleiðendum þáttarins. Lítið var um grín enda sagði Meyers að þetta hafi verið einhver skelfilegasti dagur í sögu lýðræðisins í Bandaríkjunum. „Við getum verið í sjokki en þetta á ekki að koma okkur á óvart,“ sagði Meyers. Bretinn James Corden tók málið einnig fyrir. Hann segir að þetta hafi verið svartur dagur í sögu Bandaríkjanna. „Þegar maður var að renna yfir allar sjónvarpsstöðvarnar kom ákveðið vonleysi yfir mig.“ Jimmy Fallon segir að það sé nánast ógerlegt að halda úti skemmtiþætti á þessum tímum. „Á þessum tímum þurfum við á hvort öðru að halda. Það er á svona tímum sem maður hugsar með sér, hvernig getur þetta verið að gerast. Ég er einnig að hugsa, hvernig get ég hjálpað. Ég vil nýta þetta tækifæri til að segja við þjóðina að þetta verði allt í lagi og við munum komast í gegnum þetta.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hollywood Bíó og sjónvarp Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Grín og gaman Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira