Kennarar og nemendur vilja fá að ráða mætingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. janúar 2021 19:03 Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, og Ásta María Vestmann, nemandi í 6. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík, sem sat í ráðgjafahóp vegna faraldursins. Vísir Félag framhaldsskólakennara hefur farið fram á við menntamálaráðherra að kennarar geti valið um staðkennslu eða fjarkennslu eftir aðstæðum. Þá vilja framhaldsskólakennarar færast ofar á forgangslista bóluefnis við kórónaveirunni. Hluti nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík vill einnig sveigjanleika í námi. Margir framhaldsskólar voru opnaðir á ný fyrir staðnámi í vikunni eftir að reglur um takmarkanir á skólahaldi voru rýmkaðar. Félag framhaldsskóla hefur lýst yfir áhyggjum af brattir opnun skólanna. Guðjón Hreinn Hauksson er formaður Félags framhaldsskólakennara. „Fyrir viku þá voru allir að passa sína jólakúlu og hittu aðeins sína nánustu. Núna þarf fólk að fara út í skólanna og hitta kannski 200 manns,“ segir Guðjón. Hann segir að stjórn félagsins hafi hitt menntamálaráðherra í á þriðjudag þar sem farið var fram á að kennarar sem treysta sér ekki vegna aðstæðna í staðkennslu gætu valið fjarkennslu. Þá hafi verið rætt um að kennarar færðust ofar í forgang þegar kemur að bólusetningu. Við höfum bent á að við verðum að fá að viðhalda sveigjanleikanum. Og þá veltum við fyrir okkur hvort ekki sé full ástæða til að kennarar njóti ekki að njóta forgangs í bólusetningu en nú eru þeir númer átta í röð þeirra sem fá bóluefni,“ segir Guðjón. Í svari menntamálaráðherra vegna málsins í dag kemur fram að alltaf hafi verið lögð áhersla á sveiganleika og jafnvægi í skólakerfinu. Þá kom eftirfarandi fram: „Hvað varðar forgangshópa eru kennarar í 8. hópi, þ.e. strax á eftir heilbrigðisstarfsfólki og öldruðum, til að fá bólusetningu. Aðrir hagsmunahópar hafa ekki viðrað áhyggjur af auknu staðnámi. Fjölmargir foreldrar, félag skólameistara og félag íslenskra framhaldsskólanema hafa þvert á móti þakkað fyrir og fagnað auknu staðnámi. Hins vegar er það svo að við öll erum háð hvernig okkur tekst að berjast við veiruna,“ segir í svari frá menntamálaráðuneytinu. Nemendur vilja líka sveigjanleika Ásta María Vestmann nemandi í 6. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík sem sat í ráðgjafahóp vegna faraldursins segir að í tveimur könnunum meðal nemenda hafi komið fram skýr vilji. þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill „Við viljum geta valið um hvort við stundum fjar-eða staðnám og ég veit að ég og margir bekkjarfélagar mínir vilja vera heima út af smithættunni og við vitum að það er fullt af sameiginlegum snertiflötum í skólanum. Það er náttúrulega æðislegt að vera komin í skólann. En það er voða erfitt og þreytandi að vera alltaf kvíðinn yfir því að vera að smitast,“ segir Ásta. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þróun faraldursins ráði í raun för varðandi þetta mál. Það geti verið erfitt að verða við öllum kröfum. „Þegar skólarnir voru lokaðir þá voru allir að kvarta yfir því og svo þegar þeir opna þá er kvartað yfir því að fá ekki að vera heima þannig að það er erfitt að mæta öllum kröfum og eftirvæntingu,“ segir Þórólfur. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. 5. janúar 2021 20:00 Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Margir framhaldsskólar voru opnaðir á ný fyrir staðnámi í vikunni eftir að reglur um takmarkanir á skólahaldi voru rýmkaðar. Félag framhaldsskóla hefur lýst yfir áhyggjum af brattir opnun skólanna. Guðjón Hreinn Hauksson er formaður Félags framhaldsskólakennara. „Fyrir viku þá voru allir að passa sína jólakúlu og hittu aðeins sína nánustu. Núna þarf fólk að fara út í skólanna og hitta kannski 200 manns,“ segir Guðjón. Hann segir að stjórn félagsins hafi hitt menntamálaráðherra í á þriðjudag þar sem farið var fram á að kennarar sem treysta sér ekki vegna aðstæðna í staðkennslu gætu valið fjarkennslu. Þá hafi verið rætt um að kennarar færðust ofar í forgang þegar kemur að bólusetningu. Við höfum bent á að við verðum að fá að viðhalda sveigjanleikanum. Og þá veltum við fyrir okkur hvort ekki sé full ástæða til að kennarar njóti ekki að njóta forgangs í bólusetningu en nú eru þeir númer átta í röð þeirra sem fá bóluefni,“ segir Guðjón. Í svari menntamálaráðherra vegna málsins í dag kemur fram að alltaf hafi verið lögð áhersla á sveiganleika og jafnvægi í skólakerfinu. Þá kom eftirfarandi fram: „Hvað varðar forgangshópa eru kennarar í 8. hópi, þ.e. strax á eftir heilbrigðisstarfsfólki og öldruðum, til að fá bólusetningu. Aðrir hagsmunahópar hafa ekki viðrað áhyggjur af auknu staðnámi. Fjölmargir foreldrar, félag skólameistara og félag íslenskra framhaldsskólanema hafa þvert á móti þakkað fyrir og fagnað auknu staðnámi. Hins vegar er það svo að við öll erum háð hvernig okkur tekst að berjast við veiruna,“ segir í svari frá menntamálaráðuneytinu. Nemendur vilja líka sveigjanleika Ásta María Vestmann nemandi í 6. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík sem sat í ráðgjafahóp vegna faraldursins segir að í tveimur könnunum meðal nemenda hafi komið fram skýr vilji. þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill „Við viljum geta valið um hvort við stundum fjar-eða staðnám og ég veit að ég og margir bekkjarfélagar mínir vilja vera heima út af smithættunni og við vitum að það er fullt af sameiginlegum snertiflötum í skólanum. Það er náttúrulega æðislegt að vera komin í skólann. En það er voða erfitt og þreytandi að vera alltaf kvíðinn yfir því að vera að smitast,“ segir Ásta. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þróun faraldursins ráði í raun för varðandi þetta mál. Það geti verið erfitt að verða við öllum kröfum. „Þegar skólarnir voru lokaðir þá voru allir að kvarta yfir því og svo þegar þeir opna þá er kvartað yfir því að fá ekki að vera heima þannig að það er erfitt að mæta öllum kröfum og eftirvæntingu,“ segir Þórólfur.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. 5. janúar 2021 20:00 Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
„Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. 5. janúar 2021 20:00
Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26