Falsfréttir og springandi hvaldýr Arnór Bragi Elvarsson skrifar 11. janúar 2021 13:00 Athugið: Ýmist myndefni sem fylgir þessari grein er ekki fyrir viðkvæma. Hvalir geta stundum komið sér í óheppilegar aðstæður sem leiðir til þess að þeir strandi. Ef mennirnir ná ekki að koma til hjálpar nægilega fljótt hverfa hvalirnir hratt yfir móðuna miklu. Eitt af því sem gerist þegar hvalirnir deyja er að fæðið sem þeir borðuðu áður en þeir létu lífið byrjar að mygla sem náttúrulega veldur mikilli gasmyndun. Árið 2013 strönduðu 4 búrhvalir í Færeyjum. Tveir lifðu ekki af og þurfti því að farga tveimur þeirra. Bjarni Mikkelsen, lífræðingurinn sem var fenginn í uppskurðinn kom sér í lífsvoða. 50 ára afmæli hvalsprengingarinnar miklu Eitt hvaldýr strandaði í Florence, Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna í nóvember árið 1970. Margir áhorfendur höfðu safnast saman við sandhólana þar sem verkfræðingar Vegagerðar Oregon fylkis voru að hleypa af stokkunum aðgerðaráætlun um hvernig mætti losa sig við hvalshræið. Stærsti óvissubreytan sem vakti fyrir verkfræðingunum var nákvæmlega hve mikið sprengiefni ætti að nota. Hálft tonn var talið nægja til að sprengja hvalinn í smábúta – mávar og aðrir fuglar myndu hreinsa upp rest. „Hófstilltir“ verkfræðingar sögðu fyrir sprenginguna að ef stórir bitar væru enn eftir, mætti sprengja aðra hleðslu. „Trust me, I‘m an engineer“ Verkfræðingarnir voru greinilega svartsýnir á virkni hleðslunnar, en þeir hefðu betur mátt hlusta betur á ráðleggingar sprengiverkfræðingsins, Walt Umenhofer, sem var á svæðinu því niðurstaðan var jafnframt spaugileg, hryllileg og óborganleg allt í senn. Fréttaflutningurinn á sjónvarpsstöðinni KATU er ódauðleg, fimmtíu árum síðar. Hvalnum bókstaflega rigndi yfir áhorfendur, bíla þeirra og nærliggjandi bæi. Einn þeirra sem lenti verst í spikregninu var Walt Umenhofer sjálfur sem endaði á því að nýji Oldsmobile-bíllinn hans stórskemmdist er hvalskeppur lenti á þaki bílsins eins og sýnt er. Ekki nóg með það, heldur flúðu allir mávar sem gert var ráð fyrir að myndu tína upp eftirstöðvar hvalsins undan hvellinum! Ósanngjarn fréttaflutningur Verkfræðingurinn sem stýrði framkvæmdum, George Thornton, var skömmu síðar veitt stöðuhækkun og færður í embætti yfir til annarar sýslu innan fylkisins. Samkvæmt bók sem fréttamaður KATU, Paul Linnmann, gaf út um viðburðinn sagði Thornton honum á tíunda áratugi síðustu aldar að Thornton taldi aðgerðina hafa heppnast vel. Hins vegar hafi fréttaflutningi verið afstýrt og bjagað svo mikið, að úr varð martröð almannatengla þökk sé fjandsamlegum fréttaflutningi. Sú útskýring, að um falsfréttir hafi verið að ræða, eldist ekki vel. Nú þegar myndbandið að ofan er í almennri dreifingu á upplýsingaöld er erfiðara að fela sig á bakvið eftiráskýringar þeirra sem eru mistækir í starfi. Sérstaklega er erfitt á þeirri öld sem við lifum á að mistök draga mun stærri dilk á eftir sér en þau gerðu áður fyrr. Áhætta opinberra persóna Nú til dags er það mun auðveldar að gera sig að fífli í fjölmiðlum en áður fyrr. Fréttamenn eru upplýstari, hafa tök á að spyrja hnyttnari spurninga, auk þess að mistök sérfræðinga geta breiðst út mjög hratt á myndbandsveitum eins og Youtube. Hvort sem um er að ræða óheppilegt orðalag stjórnmálamanna eða stórkostlegt gáleysi sérfræðinga, er áhætta þeirra sem koma fram í fjölmiðlum mun meiri en áður fyrr þegar springa átti hval í loft upp. Staðhæfingar skulu byggðar á staðreyndum sem halda vatni. Það virkar ekki lengur að biðja fréttamenn að treysta sér einfaldlega því maður er með starfsheiti. Með þannig viðhorf í farteskinu endar maður fljótlega sem útblásinn hvalur á þurru landi. Höfundur er samgönguverkfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Fjölmiðlar Dýr Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Athugið: Ýmist myndefni sem fylgir þessari grein er ekki fyrir viðkvæma. Hvalir geta stundum komið sér í óheppilegar aðstæður sem leiðir til þess að þeir strandi. Ef mennirnir ná ekki að koma til hjálpar nægilega fljótt hverfa hvalirnir hratt yfir móðuna miklu. Eitt af því sem gerist þegar hvalirnir deyja er að fæðið sem þeir borðuðu áður en þeir létu lífið byrjar að mygla sem náttúrulega veldur mikilli gasmyndun. Árið 2013 strönduðu 4 búrhvalir í Færeyjum. Tveir lifðu ekki af og þurfti því að farga tveimur þeirra. Bjarni Mikkelsen, lífræðingurinn sem var fenginn í uppskurðinn kom sér í lífsvoða. 50 ára afmæli hvalsprengingarinnar miklu Eitt hvaldýr strandaði í Florence, Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna í nóvember árið 1970. Margir áhorfendur höfðu safnast saman við sandhólana þar sem verkfræðingar Vegagerðar Oregon fylkis voru að hleypa af stokkunum aðgerðaráætlun um hvernig mætti losa sig við hvalshræið. Stærsti óvissubreytan sem vakti fyrir verkfræðingunum var nákvæmlega hve mikið sprengiefni ætti að nota. Hálft tonn var talið nægja til að sprengja hvalinn í smábúta – mávar og aðrir fuglar myndu hreinsa upp rest. „Hófstilltir“ verkfræðingar sögðu fyrir sprenginguna að ef stórir bitar væru enn eftir, mætti sprengja aðra hleðslu. „Trust me, I‘m an engineer“ Verkfræðingarnir voru greinilega svartsýnir á virkni hleðslunnar, en þeir hefðu betur mátt hlusta betur á ráðleggingar sprengiverkfræðingsins, Walt Umenhofer, sem var á svæðinu því niðurstaðan var jafnframt spaugileg, hryllileg og óborganleg allt í senn. Fréttaflutningurinn á sjónvarpsstöðinni KATU er ódauðleg, fimmtíu árum síðar. Hvalnum bókstaflega rigndi yfir áhorfendur, bíla þeirra og nærliggjandi bæi. Einn þeirra sem lenti verst í spikregninu var Walt Umenhofer sjálfur sem endaði á því að nýji Oldsmobile-bíllinn hans stórskemmdist er hvalskeppur lenti á þaki bílsins eins og sýnt er. Ekki nóg með það, heldur flúðu allir mávar sem gert var ráð fyrir að myndu tína upp eftirstöðvar hvalsins undan hvellinum! Ósanngjarn fréttaflutningur Verkfræðingurinn sem stýrði framkvæmdum, George Thornton, var skömmu síðar veitt stöðuhækkun og færður í embætti yfir til annarar sýslu innan fylkisins. Samkvæmt bók sem fréttamaður KATU, Paul Linnmann, gaf út um viðburðinn sagði Thornton honum á tíunda áratugi síðustu aldar að Thornton taldi aðgerðina hafa heppnast vel. Hins vegar hafi fréttaflutningi verið afstýrt og bjagað svo mikið, að úr varð martröð almannatengla þökk sé fjandsamlegum fréttaflutningi. Sú útskýring, að um falsfréttir hafi verið að ræða, eldist ekki vel. Nú þegar myndbandið að ofan er í almennri dreifingu á upplýsingaöld er erfiðara að fela sig á bakvið eftiráskýringar þeirra sem eru mistækir í starfi. Sérstaklega er erfitt á þeirri öld sem við lifum á að mistök draga mun stærri dilk á eftir sér en þau gerðu áður fyrr. Áhætta opinberra persóna Nú til dags er það mun auðveldar að gera sig að fífli í fjölmiðlum en áður fyrr. Fréttamenn eru upplýstari, hafa tök á að spyrja hnyttnari spurninga, auk þess að mistök sérfræðinga geta breiðst út mjög hratt á myndbandsveitum eins og Youtube. Hvort sem um er að ræða óheppilegt orðalag stjórnmálamanna eða stórkostlegt gáleysi sérfræðinga, er áhætta þeirra sem koma fram í fjölmiðlum mun meiri en áður fyrr þegar springa átti hval í loft upp. Staðhæfingar skulu byggðar á staðreyndum sem halda vatni. Það virkar ekki lengur að biðja fréttamenn að treysta sér einfaldlega því maður er með starfsheiti. Með þannig viðhorf í farteskinu endar maður fljótlega sem útblásinn hvalur á þurru landi. Höfundur er samgönguverkfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar