Mega konur ekki lengur taka ábyrgð á eigin heilsu? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 11. janúar 2021 15:32 Árið 2019 stóð Krabbameinsfélagið fyrir tilraunaverkefni þar sem konur á aldrinum 23 til 40 ára fengu boð um ókeypis skimun fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum. Óhætt er að segja að verkefnið hafi gengið framar vonum þar sem þátttaka 23 ára kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini jókst um 132% á milli ára og þátttaka 40 ára kvenna í skimun fyrir brjóstakrabbameini jókst um 124% á milli ára. Þetta framtak Krabbameinsfélagsins var og er lofsvert en nú bregður svo við að hækka á aldursviðmið skimana vegna brjóstakrabbameina úr 40 árum í 50 ár, engin haldbær rök hafa verið sett fram. Það voru að meðaltali 31 kona sem greindist með brjóstakrabbamein á aldrinum 40 – 49 ára á árunum 2015-2019. Það hlýtur að skipta máli, þessar konur skipta máli. Nú á að ríkisvæða forvarnir. Færa á framkvæmdina inn í dýrustu úrræði heilbrigðiskerfisins, sjúkrahúsin. Landspítala er ætlað að skima fyrir brjóstakrabbameinum í samvinnu við sjúkrahúsið á Akureyri. Ef á að finna einhverja rökrétta leið í þessu þá velti ég því fyrir mér af hverju heilsugæslan var ekki valin sem fyrsti viðkomustaður, þar verða skimanir fyrir leghálskrabbameinum. Af hverju er ekki hægt að sjá hagræðið í því fyrir konur að þurfa aðeins á einn stað, af hverju er verið að stefna konum inn á sjúkrahús? Konurnar eru ekki veikar, þær fara í skimun vegna þess að þær vilja taka ábyrgð á eigin heilsu, nær hefði verið að lækka aldurinn niður fyrir 40 árin í stað þess að hækka hann. Ég hef áður skrifað um þá reynslu að greinast með brjóstakrabbamein og ég verð að segja það að þessar fréttir um breytingar á fyrirkomulagi skimana fylla mig mikilli ónotakennd. Mér finnst mjög hæpið að halda því fram að of margar skimanir geri ógagn. Mín saga er sú að ég hafði bókað tíma í brjóstaskoðun en náði aldrei að nýta hann þar sem ég fann allt í einu fyrir einkennum í brjósti sem ágerðust hratt og þremur vikum síðar var ég komin í lyfjameðferð vegna krabbameins sem var dreift, langt gengið, þetta var árið 2011 og ég þá 41 árs. Ég er enn í lyfjameðferð og verð í henni um ókomna tíð. Ég hugsa um konur framtíðarinnar, konur sem ekki hafa náð 50 ára aldri, fá þær aðeins að komast í skimun fyrir brjóstakrabbameinum ef þær finna fyrir einkennum. Þurfa þær þá fyrst að fá tíma hjá heimilislækni til þess að fá tilvísun í klíníska skoðun á vegum LSH? Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu þá er biðtími eftir greiningu 5 – 6 vikur hér á landi sem er með öllu óásættanlegt. Einkenni koma fram þegar meinið er orðið að veruleika, það virðist gleymast í réttlætingunni. Það má aldrei gleymast að brjóstakrabbamein er langalgengasta krabbamein kvenna, hvaða skilaboð er verið að senda? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 2019 stóð Krabbameinsfélagið fyrir tilraunaverkefni þar sem konur á aldrinum 23 til 40 ára fengu boð um ókeypis skimun fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum. Óhætt er að segja að verkefnið hafi gengið framar vonum þar sem þátttaka 23 ára kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini jókst um 132% á milli ára og þátttaka 40 ára kvenna í skimun fyrir brjóstakrabbameini jókst um 124% á milli ára. Þetta framtak Krabbameinsfélagsins var og er lofsvert en nú bregður svo við að hækka á aldursviðmið skimana vegna brjóstakrabbameina úr 40 árum í 50 ár, engin haldbær rök hafa verið sett fram. Það voru að meðaltali 31 kona sem greindist með brjóstakrabbamein á aldrinum 40 – 49 ára á árunum 2015-2019. Það hlýtur að skipta máli, þessar konur skipta máli. Nú á að ríkisvæða forvarnir. Færa á framkvæmdina inn í dýrustu úrræði heilbrigðiskerfisins, sjúkrahúsin. Landspítala er ætlað að skima fyrir brjóstakrabbameinum í samvinnu við sjúkrahúsið á Akureyri. Ef á að finna einhverja rökrétta leið í þessu þá velti ég því fyrir mér af hverju heilsugæslan var ekki valin sem fyrsti viðkomustaður, þar verða skimanir fyrir leghálskrabbameinum. Af hverju er ekki hægt að sjá hagræðið í því fyrir konur að þurfa aðeins á einn stað, af hverju er verið að stefna konum inn á sjúkrahús? Konurnar eru ekki veikar, þær fara í skimun vegna þess að þær vilja taka ábyrgð á eigin heilsu, nær hefði verið að lækka aldurinn niður fyrir 40 árin í stað þess að hækka hann. Ég hef áður skrifað um þá reynslu að greinast með brjóstakrabbamein og ég verð að segja það að þessar fréttir um breytingar á fyrirkomulagi skimana fylla mig mikilli ónotakennd. Mér finnst mjög hæpið að halda því fram að of margar skimanir geri ógagn. Mín saga er sú að ég hafði bókað tíma í brjóstaskoðun en náði aldrei að nýta hann þar sem ég fann allt í einu fyrir einkennum í brjósti sem ágerðust hratt og þremur vikum síðar var ég komin í lyfjameðferð vegna krabbameins sem var dreift, langt gengið, þetta var árið 2011 og ég þá 41 árs. Ég er enn í lyfjameðferð og verð í henni um ókomna tíð. Ég hugsa um konur framtíðarinnar, konur sem ekki hafa náð 50 ára aldri, fá þær aðeins að komast í skimun fyrir brjóstakrabbameinum ef þær finna fyrir einkennum. Þurfa þær þá fyrst að fá tíma hjá heimilislækni til þess að fá tilvísun í klíníska skoðun á vegum LSH? Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu þá er biðtími eftir greiningu 5 – 6 vikur hér á landi sem er með öllu óásættanlegt. Einkenni koma fram þegar meinið er orðið að veruleika, það virðist gleymast í réttlætingunni. Það má aldrei gleymast að brjóstakrabbamein er langalgengasta krabbamein kvenna, hvaða skilaboð er verið að senda? Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar