Flugu með mótherjunum á HM og fóru beint í próf Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2021 09:01 Bjarki Már Elísson hitamældur við komuna á hótelið glæsilega sem sjá má til hliðar. Twitter/@egypt2021en Íslenska karlalandsliðið í handbolta er mætt á heimsmeistaramótið í Egyptalandi þar sem það spilar sinn fyrsta leik á fimmtudagskvöld gegn Portúgal. Íslendingar hafa á síðustu viku spilað tvo leiki við Portúgal í undankeppni EM og eftir seinni leik liðanna, á Ásvöllum á sunnudag, ferðuðust andstæðingarnir saman til Kaíró í gær. Flogið var með viðkomu í Kaupmannahöfn og samkvæmt ferðasögu á handbolti.is var hópurinn lentur um kl. 20 að staðartíma, eða kl. 18 að íslenskum tíma. Group F's European nations landing in #Egypt2021. #HeroisDoMar | #SuperPortugal | #GOPortugal | #StrákarnirOkkar | #GOIceland | @HSI_Iceland | @AndebolPortugal pic.twitter.com/BU1xyxDKIb— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) January 12, 2021 Við komuna á liðshótel sitt voru bæði íslensku leikmennirnir og þeir portúgölsku allir hitamældir og drifnir í smitpróf vegna kórónuveirunnar. Twitter-síða mótsins birti myndskeið af því sem sjá má hér að ofan. Reynist öll sýni neikvæð geta strákarnir okkar svo farið í lokaundirbúning fyrir HM með æfingum og liðsfundum í dag og á morgun. Landsliðið dvelur næstu daga, og vonandi sem lengst, á hinu glæsilega Hotel Al Masah Royal Palace í nágrenni Kaíró. Liðið leikur við Portúgal á fimmtudag, Alsír á laugardag og Marokkó næsta mánudag, en allir leikirnir hefjast kl. 19.30 að íslenskum tíma. View this post on Instagram A post shared by Handball Egypt 2021 (@egypt2021) Ísland verður svo vonandi eitt þriggja liða úr riðlinum sem kemst áfram í milliriðil og spilar 20., 22. og 24. janúar. Tvö efstu liðin úr milliriðli komast áfram í 8-liða úrslit. HM 2021 í handbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Íslendingar hafa á síðustu viku spilað tvo leiki við Portúgal í undankeppni EM og eftir seinni leik liðanna, á Ásvöllum á sunnudag, ferðuðust andstæðingarnir saman til Kaíró í gær. Flogið var með viðkomu í Kaupmannahöfn og samkvæmt ferðasögu á handbolti.is var hópurinn lentur um kl. 20 að staðartíma, eða kl. 18 að íslenskum tíma. Group F's European nations landing in #Egypt2021. #HeroisDoMar | #SuperPortugal | #GOPortugal | #StrákarnirOkkar | #GOIceland | @HSI_Iceland | @AndebolPortugal pic.twitter.com/BU1xyxDKIb— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) January 12, 2021 Við komuna á liðshótel sitt voru bæði íslensku leikmennirnir og þeir portúgölsku allir hitamældir og drifnir í smitpróf vegna kórónuveirunnar. Twitter-síða mótsins birti myndskeið af því sem sjá má hér að ofan. Reynist öll sýni neikvæð geta strákarnir okkar svo farið í lokaundirbúning fyrir HM með æfingum og liðsfundum í dag og á morgun. Landsliðið dvelur næstu daga, og vonandi sem lengst, á hinu glæsilega Hotel Al Masah Royal Palace í nágrenni Kaíró. Liðið leikur við Portúgal á fimmtudag, Alsír á laugardag og Marokkó næsta mánudag, en allir leikirnir hefjast kl. 19.30 að íslenskum tíma. View this post on Instagram A post shared by Handball Egypt 2021 (@egypt2021) Ísland verður svo vonandi eitt þriggja liða úr riðlinum sem kemst áfram í milliriðil og spilar 20., 22. og 24. janúar. Tvö efstu liðin úr milliriðli komast áfram í 8-liða úrslit.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira