Hvernig getur þú gert hverfið þitt skemmtilegra? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar 13. janúar 2021 07:31 20. janúar er stór dagur. Já, við erum að hugsa um það sama. Þetta er síðasti dagur hugmyndasöfnunarinnar fyrir Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. Hverfið mitt var sett á fót til að gefa íbúum í Reykjavík færi á að taka á lýðræðislegan hátt þátt í að móta hverfin sín. Eftir að verkefnið hófst hefur það vakið athygli bæði hérlendis og erlendis fyrir þá nýstárlegu leið sem farin er til að gefa íbúum hverfanna tækifæri til að koma að ákvarðanatöku í sínu nærsamfélagi. Verkefnið hefur gefist vel og á þeim níu árum sem það hefur verið í gangi hafa 787 hugmyndir orðið að veruleika í öllum hverfum Reykjavíkurborgar. Þessar 787 hugmyndir hafa komið frá íbúum borgarinnar og verið kosnar til framkvæmda af íbúunum. Verkefnið snýst um að íbúar setja inn hugmyndir sem eru svo útfærðar af sérfræðingum Reykjavíkurborgar. Að því loknu er efnt til kosninga þar sem íbúar í hverfum borgarinnar geta valið hvaða hugmyndir þeir vilja að verði framkvæmdar. Með þessu móti geta íbúar Reykjavíkur með beinum hætti haft áhrif á mótun síns hverfis. Íbúar hverfanna vita oft betur en stjórnmálafólk eða stjórnsýsla borgarinnar hvað gæti gert hverfið þeirra enn betra. Það hefur sýnt sig að þegar borgarbúar fá að hafa áhrif á nærumhverfi sitt verða hverfin betri og þegar litið er um öxl þá eru ótal skemmtileg verkefni sem hafa sannarlega sett svip sinn á hverfin í Reykjavík. Í Árbæinn er kominn kaldur pottur í Árbæjarlaugina. Í Breiðholtinu var sett upp hreysti- og klifursvæði nálægt Breiðholtslaug. Í Grafarholti og Úlfarsárdal er kominn mini-golfvöllur í Leirdal. Í Grafarvoginn er kominn ærslabelgur við Gufunesbæ. Í Háaleiti og Bústöðum var sett upp útiæfingasvæði við Víkingsheimilið. Í Hlíðunum var reistur klifursteinn á Klambratúni. Á Kjalarnesi var sett upp aparóla í Grundarhverfi. Í Laugardalinn er kominn frisbígolfvöllur. Í Miðborginni var bekkjum fjölgað og bætt við gróður í Hljómskálagarðinum. Í Vesturbænum var sett upp há róla við Ægissíðuna. Hugmyndirnar eiga ekki að snúast um að laga eitthvað gamalt heldur skapa eitthvað nýtt. Hvaða hugmynd vilt þú að verði að veruleika í þínu hverfi í þetta sinn? Sendu inn þína hugmynd á Hverfidmitt.is, segðu nágrönnum þínum frá hugmyndinni og deildu henni með íbúum hverfisins. Þín hugmynd gæti verið kosin og orðið að veruleika. Þú hefur til miðnættis þann 20. janúar næstkomandi. Höfundur er verkefnisstjóri á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
20. janúar er stór dagur. Já, við erum að hugsa um það sama. Þetta er síðasti dagur hugmyndasöfnunarinnar fyrir Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. Hverfið mitt var sett á fót til að gefa íbúum í Reykjavík færi á að taka á lýðræðislegan hátt þátt í að móta hverfin sín. Eftir að verkefnið hófst hefur það vakið athygli bæði hérlendis og erlendis fyrir þá nýstárlegu leið sem farin er til að gefa íbúum hverfanna tækifæri til að koma að ákvarðanatöku í sínu nærsamfélagi. Verkefnið hefur gefist vel og á þeim níu árum sem það hefur verið í gangi hafa 787 hugmyndir orðið að veruleika í öllum hverfum Reykjavíkurborgar. Þessar 787 hugmyndir hafa komið frá íbúum borgarinnar og verið kosnar til framkvæmda af íbúunum. Verkefnið snýst um að íbúar setja inn hugmyndir sem eru svo útfærðar af sérfræðingum Reykjavíkurborgar. Að því loknu er efnt til kosninga þar sem íbúar í hverfum borgarinnar geta valið hvaða hugmyndir þeir vilja að verði framkvæmdar. Með þessu móti geta íbúar Reykjavíkur með beinum hætti haft áhrif á mótun síns hverfis. Íbúar hverfanna vita oft betur en stjórnmálafólk eða stjórnsýsla borgarinnar hvað gæti gert hverfið þeirra enn betra. Það hefur sýnt sig að þegar borgarbúar fá að hafa áhrif á nærumhverfi sitt verða hverfin betri og þegar litið er um öxl þá eru ótal skemmtileg verkefni sem hafa sannarlega sett svip sinn á hverfin í Reykjavík. Í Árbæinn er kominn kaldur pottur í Árbæjarlaugina. Í Breiðholtinu var sett upp hreysti- og klifursvæði nálægt Breiðholtslaug. Í Grafarholti og Úlfarsárdal er kominn mini-golfvöllur í Leirdal. Í Grafarvoginn er kominn ærslabelgur við Gufunesbæ. Í Háaleiti og Bústöðum var sett upp útiæfingasvæði við Víkingsheimilið. Í Hlíðunum var reistur klifursteinn á Klambratúni. Á Kjalarnesi var sett upp aparóla í Grundarhverfi. Í Laugardalinn er kominn frisbígolfvöllur. Í Miðborginni var bekkjum fjölgað og bætt við gróður í Hljómskálagarðinum. Í Vesturbænum var sett upp há róla við Ægissíðuna. Hugmyndirnar eiga ekki að snúast um að laga eitthvað gamalt heldur skapa eitthvað nýtt. Hvaða hugmynd vilt þú að verði að veruleika í þínu hverfi í þetta sinn? Sendu inn þína hugmynd á Hverfidmitt.is, segðu nágrönnum þínum frá hugmyndinni og deildu henni með íbúum hverfisins. Þín hugmynd gæti verið kosin og orðið að veruleika. Þú hefur til miðnættis þann 20. janúar næstkomandi. Höfundur er verkefnisstjóri á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun