Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 14:30 Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Ég trúi því að allir foreldrar vilji að börnum sínum vegni vel og gera sitt allra besta til að svo megi verða. En því miður er það ekki svo að öllum börnum líði vel. Í skólakerfinu í dag eru börn sem tala 70 tungumál og 20 % eða eitt af hverjum fimm er ekki með íslenskt ríkisfang. Kannanir sýna að helmingur ungra drengja getur ekki lesið sér til gagns þrátt fyrir 10 ára skólaskyldu. Hvernig má þetta vera ? Vandinn er alls ekki skólans eingöngu heldur er hann oft mikill heima fyrir. Kannski er það agaleysi, samfélagsmiðlar og skjànotkun barna sem spila stórt hlutverk í vanlíðan barna. Við heyrum í fréttum af börnum sem eru í miklum vanda og eru sjálfum sér og öðrum ógn. Börn sem beita ofbeldi og meiða önnur börn. Börn sem eru í neyslu og skaða sjálfa sig og aðra. Börn sem ganga um með hnífa og nota þá. Ef þau þurfa vistun þurfa þau að gista í glugga lausu rými í gömlu fangelsi í Hafnarfirði því annað húsnæði er ekki til staðar. Reyndar er tilbúið húsnæði norður í Skagafirði með gluggum og íslenskri náttúru sem er hannað fyrir börn í vanda en hefur ekki verið í notkun í nokkurn tíma. Á meðan rífast stjórnmálaflokkar um fundaherbergi á hinu háa Alþingi. Svo byggjum við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans sem er jú í eigu þjóðarinnar fyrir risa fjárhæðir og klæðum bygginguna að utan með stuðlabergi sem mér finnst ekki vera til prýði. En við höfum ekki ennþá byggt upp úrræði eða rými sem eru mannsæmandi og hönnuð fyrir okkar yngstu þjóðfélagsþegna sem eru í vanda. Hver eru forgangsröðunin hér ? Hvað þá að borga þeim sem annast börn og kenna þeim bæði á leikskólastigi og grunnskólastigi mannsæmandi laun. Við þurfum gott menntað fólk til að sinna okkar yngstu þjóðfélagsþegnum og ef vel er hlúð að þeim frá upphafi væru e.t.v. færri börn í alvarlegum vanda. Starf kennarans hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Skóli án aðgreiningar hljómar fallega en virkar alls ekki. Mörg börn eru með greiningar og þurfa aukinn stuðning og þessi fjölgun á börnum sem eru með annað ríkisfang og tala ekki íslensku hefur aukið álag á kennara til muna. Enda hafa margir hrökklast úr starfi vegna álags og kulnun er algeng í þessum starfsgreinum. Mér var boðið í konudags heimsókn á leikskóla barnabarns míns á föstudaginn. Það var mjög ánægjulegt að sjá allt það góða starf sem þar fer fram, frábært starfsfólk sem hugar að líðan barnanna, innleiðir söng, táknmál og talar við börnin sem jafningja. Bestu meðmæli þessa starfs er að sumir starfsmennirnir þar, karlmenn, voru á þessum leikskóla sem börn og sinna nú starfi sínu af alúð. Við þessi ríka þjóð getum og eigum að hlúa mun betur að börnum þessa lands. Þessum dýrmætu einstaklingum sem munu jörðina erfa. Þau eru sum með vanlíðan kannnski vegna samfélagsmiðla og óheftar skjánotkunar. Sum eru kvíðin og þau sofa illa, önnur eru ör og eiga erfitt með að sitja kyrr Við leysum það ekki allt með greiningum eða pillum. Það getur verið eðlilegt að finna fyrir kvíða og spennu í lífsins ólgusjó og stundum sofum við ekki vel en það má. Það þarf ekki alltaf lyf til að laga það. Við fullorðna fólkið, foreldrar, afar og ömmur ættum kannski oftar að eiga gæðastund með okkar besta fólki. Slökkva á símanum í einn dag og fara út að ganga, hlægja, leika okkur og spjalla saman. Ég hitti eina eðal ömmu á kaffihúsi á föstudaginn var og þar var hún í dekurferð með eitt barnabarnið sitt, dýrmæt gæðastund fyrir þær bàðar. Sagðist reglulega taka eitt og eitt í einu í slíka gæðastund. Frábær fyrirmynd. Við getum svo miklu betur og eigum að setja börn í fyrsta sætið! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Ég trúi því að allir foreldrar vilji að börnum sínum vegni vel og gera sitt allra besta til að svo megi verða. En því miður er það ekki svo að öllum börnum líði vel. Í skólakerfinu í dag eru börn sem tala 70 tungumál og 20 % eða eitt af hverjum fimm er ekki með íslenskt ríkisfang. Kannanir sýna að helmingur ungra drengja getur ekki lesið sér til gagns þrátt fyrir 10 ára skólaskyldu. Hvernig má þetta vera ? Vandinn er alls ekki skólans eingöngu heldur er hann oft mikill heima fyrir. Kannski er það agaleysi, samfélagsmiðlar og skjànotkun barna sem spila stórt hlutverk í vanlíðan barna. Við heyrum í fréttum af börnum sem eru í miklum vanda og eru sjálfum sér og öðrum ógn. Börn sem beita ofbeldi og meiða önnur börn. Börn sem eru í neyslu og skaða sjálfa sig og aðra. Börn sem ganga um með hnífa og nota þá. Ef þau þurfa vistun þurfa þau að gista í glugga lausu rými í gömlu fangelsi í Hafnarfirði því annað húsnæði er ekki til staðar. Reyndar er tilbúið húsnæði norður í Skagafirði með gluggum og íslenskri náttúru sem er hannað fyrir börn í vanda en hefur ekki verið í notkun í nokkurn tíma. Á meðan rífast stjórnmálaflokkar um fundaherbergi á hinu háa Alþingi. Svo byggjum við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans sem er jú í eigu þjóðarinnar fyrir risa fjárhæðir og klæðum bygginguna að utan með stuðlabergi sem mér finnst ekki vera til prýði. En við höfum ekki ennþá byggt upp úrræði eða rými sem eru mannsæmandi og hönnuð fyrir okkar yngstu þjóðfélagsþegna sem eru í vanda. Hver eru forgangsröðunin hér ? Hvað þá að borga þeim sem annast börn og kenna þeim bæði á leikskólastigi og grunnskólastigi mannsæmandi laun. Við þurfum gott menntað fólk til að sinna okkar yngstu þjóðfélagsþegnum og ef vel er hlúð að þeim frá upphafi væru e.t.v. færri börn í alvarlegum vanda. Starf kennarans hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Skóli án aðgreiningar hljómar fallega en virkar alls ekki. Mörg börn eru með greiningar og þurfa aukinn stuðning og þessi fjölgun á börnum sem eru með annað ríkisfang og tala ekki íslensku hefur aukið álag á kennara til muna. Enda hafa margir hrökklast úr starfi vegna álags og kulnun er algeng í þessum starfsgreinum. Mér var boðið í konudags heimsókn á leikskóla barnabarns míns á föstudaginn. Það var mjög ánægjulegt að sjá allt það góða starf sem þar fer fram, frábært starfsfólk sem hugar að líðan barnanna, innleiðir söng, táknmál og talar við börnin sem jafningja. Bestu meðmæli þessa starfs er að sumir starfsmennirnir þar, karlmenn, voru á þessum leikskóla sem börn og sinna nú starfi sínu af alúð. Við þessi ríka þjóð getum og eigum að hlúa mun betur að börnum þessa lands. Þessum dýrmætu einstaklingum sem munu jörðina erfa. Þau eru sum með vanlíðan kannnski vegna samfélagsmiðla og óheftar skjánotkunar. Sum eru kvíðin og þau sofa illa, önnur eru ör og eiga erfitt með að sitja kyrr Við leysum það ekki allt með greiningum eða pillum. Það getur verið eðlilegt að finna fyrir kvíða og spennu í lífsins ólgusjó og stundum sofum við ekki vel en það má. Það þarf ekki alltaf lyf til að laga það. Við fullorðna fólkið, foreldrar, afar og ömmur ættum kannski oftar að eiga gæðastund með okkar besta fólki. Slökkva á símanum í einn dag og fara út að ganga, hlægja, leika okkur og spjalla saman. Ég hitti eina eðal ömmu á kaffihúsi á föstudaginn var og þar var hún í dekurferð með eitt barnabarnið sitt, dýrmæt gæðastund fyrir þær bàðar. Sagðist reglulega taka eitt og eitt í einu í slíka gæðastund. Frábær fyrirmynd. Við getum svo miklu betur og eigum að setja börn í fyrsta sætið! Höfundur er læknir.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar