Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar 24. febrúar 2025 13:01 Yfirbragð deildarinnar K-2 á Landakoti er nokkuð heimilislegt. Við innganginn er dyrabjalla sem þarf að hringja þegar maður kemur í heimsókn. Nánast alltaf er svarað innan stuttrar stundar. Starfsmenn deildarinnar taka á móti manni, og maður ber upp erindi sitt. Á deildinni liggur góður vinur minn núna. Útsýnið frá stofunni hans er sveipað sögu Landakotsspítala, því Kristskirkja gnæfir í útsýninu. Yfir honum er rólegt yfirbragð, því þreyttur líkami hans hefur tekist á við orrustur lífsins síðustu átta mánuði. Hann horfir út um gluggann og á kirkjuna, sem er eins og hlið almættisins. En vinur minn er hvergi hugsi um að fara á neinn stað, nema heim til sín aftur, því hann ætlar að berjast sem sannur hersir við að ná heilsu á ný. Til þess fær hann lækna og starfsfólk til að hjálpa sér, og það er í þeim skrefum sem ég vil segja ykkur frá – segja ykkur frá því hvernig starfsfólkið gerir tilbreytingarlausan dag vinar míns að degi sem hann tekst á við, hvern dag þessa átta mánuði sem hann hefur barist. Starfsfólkið er flest allt erlent, frá Asíu. Þau tala góða íslensku og ljóma af óútskýrðri gleði sem skín í gegnum grímuna, því á spítalanum er grímuskylda. Augu þeirra kalla fram bros, þau eru róleg og hafa fallegt yfirbragð. Þau eru óendanlega hjálpleg, kurteis og bóngóð. Þau svara alltaf, og allar hreyfingar þeirra og tilsvar við spurningum eru yfirveguð. Það er eins og allt fái ró, að allt fái sálarró í kringum þau og þau ljómi. Það er eins og þau séu mannlegir englar. Læknar og hjúkrunarfólk eru hjálpleg og leggja sig öll fram við að hinn sjúki nái bata og finni tilgang hvern dag. Einn starfsmaðurinn er karlmaður frá Filippseyjum og er hjúkrunarfræðingur. Hann lærði í háskóla í Filippseyjum og starfaði meðal annars í Þýskalandi, þar sem hann sérhæfði sig í hjúkrun á öldruðum. Það tók hann nokkur ár að fá íslenskar menntastofnanir til að viðurkenna allt það mikla nám sem hann þegar hafði lokið í heimalandi sínu og í Þýskalandi. Þjóðverjar vilja hafa hlutina á hreinu, og það uppfyllti þessi góðlegi maður, sem kom inn á sjúkrastofuna til að sinna vini mínum. Þessi hjúkrunarfræðingur lagði sig einnig fram við að læra íslensku og fór í það námsmat sem skólayfirvöld fóru fram á, þrátt fyrir að vera fullgildur og lærður hjúkrunarfræðingur með háskólanám og sérþekkingu. En æðruleysi þessa manns er slíkt að hann leggur þetta á sig, og er nú, eftir þriggja ára ferli í íslenska menntakerfinu, orðinn hjúkrunarfræðingur hér á landi. Við sem þjóð megum þakka fyrir það sem fólk eins og þau, sem vinna á K-2 á Landakoti, leggja á sig. Í ótta við að við endum uppi með tungumálalausa starfsmenn til að sinna okkur þegar við eldumst, brýst fram eins og vonarljós fólkið sem vinnur þarna. Það gefur af sér eitthvað sem er ómetanlegt og varla hægt að lýsa nema með því einu að upplifa það. Og ég er þakklátur. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að þau leggja á sig að læra íslensku, takast á við íslensk yfirvöld, sem gera þeim oft erfitt fyrir eða jafnvel leggja stein í götu þeirra. Því oft skín í gegn menntahroki hér á Íslandi, og við virðum ekki alheiminn. Á meðan tekur vinur minn við kærleika þessa fólks, og þau sinna sjúklingum af alúð. Fyrir það er ég þakklátur, og þess vegna finnst mér rétt að segja ykkur frá því hvernig kærleikur vinnst í þögninni. Og á meðan horfir vinur minn á útsýnið til Kristskirkju. Hann fær aðstoð frá starfsfólkinu, og íslenska hjúkrunarkonan brosir til hans um leið og hún sinnir honum. Hann brosir til baka, hljóður, um leið og hann er gerður klár fyrir kvöldið. Svo geng ég frá honum og halla aftur hurðinni og bið góða nótt. Starfsfólkið fylgir mér til dyra og kveður með brosi augna sinna, með uppfullt hjarta kærleikans. Ég sé hurðina lokast aftur og kveð... þakklátur fyrir allt sem þau gera. Fyrir utan stendur Kristskirkja, og regnið lemur á mér um leið og ég kíki upp í átt að glugganum á stofunni hjá vini mínum. Og svo kemur nótt! Takk, Landakot. Kæru stjórnendur Landspítalans, viljið þið gera allt sem hægt er til að hlúa að fólki ykkar – eins og því sem leggur allt sitt fram til að láta allt ganga? Þessum mannlegu englum, sem hjálpa okkur þegar mest á reynir. Viljið þið gera það? Fyrir mig og okkur öll? Höfundur er aðstandandi og er annt um samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Yfirbragð deildarinnar K-2 á Landakoti er nokkuð heimilislegt. Við innganginn er dyrabjalla sem þarf að hringja þegar maður kemur í heimsókn. Nánast alltaf er svarað innan stuttrar stundar. Starfsmenn deildarinnar taka á móti manni, og maður ber upp erindi sitt. Á deildinni liggur góður vinur minn núna. Útsýnið frá stofunni hans er sveipað sögu Landakotsspítala, því Kristskirkja gnæfir í útsýninu. Yfir honum er rólegt yfirbragð, því þreyttur líkami hans hefur tekist á við orrustur lífsins síðustu átta mánuði. Hann horfir út um gluggann og á kirkjuna, sem er eins og hlið almættisins. En vinur minn er hvergi hugsi um að fara á neinn stað, nema heim til sín aftur, því hann ætlar að berjast sem sannur hersir við að ná heilsu á ný. Til þess fær hann lækna og starfsfólk til að hjálpa sér, og það er í þeim skrefum sem ég vil segja ykkur frá – segja ykkur frá því hvernig starfsfólkið gerir tilbreytingarlausan dag vinar míns að degi sem hann tekst á við, hvern dag þessa átta mánuði sem hann hefur barist. Starfsfólkið er flest allt erlent, frá Asíu. Þau tala góða íslensku og ljóma af óútskýrðri gleði sem skín í gegnum grímuna, því á spítalanum er grímuskylda. Augu þeirra kalla fram bros, þau eru róleg og hafa fallegt yfirbragð. Þau eru óendanlega hjálpleg, kurteis og bóngóð. Þau svara alltaf, og allar hreyfingar þeirra og tilsvar við spurningum eru yfirveguð. Það er eins og allt fái ró, að allt fái sálarró í kringum þau og þau ljómi. Það er eins og þau séu mannlegir englar. Læknar og hjúkrunarfólk eru hjálpleg og leggja sig öll fram við að hinn sjúki nái bata og finni tilgang hvern dag. Einn starfsmaðurinn er karlmaður frá Filippseyjum og er hjúkrunarfræðingur. Hann lærði í háskóla í Filippseyjum og starfaði meðal annars í Þýskalandi, þar sem hann sérhæfði sig í hjúkrun á öldruðum. Það tók hann nokkur ár að fá íslenskar menntastofnanir til að viðurkenna allt það mikla nám sem hann þegar hafði lokið í heimalandi sínu og í Þýskalandi. Þjóðverjar vilja hafa hlutina á hreinu, og það uppfyllti þessi góðlegi maður, sem kom inn á sjúkrastofuna til að sinna vini mínum. Þessi hjúkrunarfræðingur lagði sig einnig fram við að læra íslensku og fór í það námsmat sem skólayfirvöld fóru fram á, þrátt fyrir að vera fullgildur og lærður hjúkrunarfræðingur með háskólanám og sérþekkingu. En æðruleysi þessa manns er slíkt að hann leggur þetta á sig, og er nú, eftir þriggja ára ferli í íslenska menntakerfinu, orðinn hjúkrunarfræðingur hér á landi. Við sem þjóð megum þakka fyrir það sem fólk eins og þau, sem vinna á K-2 á Landakoti, leggja á sig. Í ótta við að við endum uppi með tungumálalausa starfsmenn til að sinna okkur þegar við eldumst, brýst fram eins og vonarljós fólkið sem vinnur þarna. Það gefur af sér eitthvað sem er ómetanlegt og varla hægt að lýsa nema með því einu að upplifa það. Og ég er þakklátur. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að þau leggja á sig að læra íslensku, takast á við íslensk yfirvöld, sem gera þeim oft erfitt fyrir eða jafnvel leggja stein í götu þeirra. Því oft skín í gegn menntahroki hér á Íslandi, og við virðum ekki alheiminn. Á meðan tekur vinur minn við kærleika þessa fólks, og þau sinna sjúklingum af alúð. Fyrir það er ég þakklátur, og þess vegna finnst mér rétt að segja ykkur frá því hvernig kærleikur vinnst í þögninni. Og á meðan horfir vinur minn á útsýnið til Kristskirkju. Hann fær aðstoð frá starfsfólkinu, og íslenska hjúkrunarkonan brosir til hans um leið og hún sinnir honum. Hann brosir til baka, hljóður, um leið og hann er gerður klár fyrir kvöldið. Svo geng ég frá honum og halla aftur hurðinni og bið góða nótt. Starfsfólkið fylgir mér til dyra og kveður með brosi augna sinna, með uppfullt hjarta kærleikans. Ég sé hurðina lokast aftur og kveð... þakklátur fyrir allt sem þau gera. Fyrir utan stendur Kristskirkja, og regnið lemur á mér um leið og ég kíki upp í átt að glugganum á stofunni hjá vini mínum. Og svo kemur nótt! Takk, Landakot. Kæru stjórnendur Landspítalans, viljið þið gera allt sem hægt er til að hlúa að fólki ykkar – eins og því sem leggur allt sitt fram til að láta allt ganga? Þessum mannlegu englum, sem hjálpa okkur þegar mest á reynir. Viljið þið gera það? Fyrir mig og okkur öll? Höfundur er aðstandandi og er annt um samfélagið.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun