Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 12:01 Leiðtogahæfni hefur aldrei skipt meira máli en nú. Þrátt fyrir vaxandi áherslu á stjórnendaþjálfun sýna rannsóknir að stór hluti stjórnenda skortir nauðsynlega hæfni til að veita teymum sínum skýra stefnu og stuðning. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir skipulagsheildir, framleiðni og starfsánægju. Vandinn við meðalmennsku í stjórnun Rannsóknir hafa leitt í ljós að allt að 82% stjórnenda skorti hæfni til að vera árangursríkir í starfi sínu.Helstu einkenni þessa eru: Skortur á trausti og örstjórnun (micromanagment): Stjórnendur sem treysta ekki starfsfólki sínu til að taka ákvarðanir og grafa undan sjálfstæði og frumkvæði. Vanmáttur í erfiðum samtölum: Margir stjórnendur forðast að takast á við frammistöðuvanda sem veldur því að slök vinnubrögð og frammistaða helst óátalin. Of mikil áhersla á vinsældir: Að vera vinsæll stjórnandi frekar en áhrifaríkur leiðir til þess að skýrar væntingar og aga skortir. Stefnuleysi: Skortur á framtíðarsýn og stefnumótun leiðir til skammtímamiðaðrar hugsunar og verkefna sem missa marks. Þessir veikleikar hafa í för með sér skort á stefnu, minnkað traust innan teyma og óþarfa spennu sem dregur úr árangri. Sálfræðilegt öryggi: Grunnurinn að árangri Eitt mikilvægasta atriðið í farsælu vinnuumhverfi er sálfræðilegt öryggi. Það lýsir því ástandi þar sem starfsfólk finnur fyrir öryggi til að tjá sig, deila hugmyndum og gera mistök án ótta við niðurlægingu eða refsingu.Sálfræðilegt öryggi: Eykur skapandi hugsun og lausnamiðaðar aðferðir. Gerir teymum kleift að læra af mistökum og bæta sig stöðugt. Stuðlar að sterkari tengslum milli starfsfólks og stjórnenda. Þar sem sálfræðilegt öryggi er til staðar skilar starfsfólk betri árangri og er líklegra til að vera ánægt í starfi. Teymisþjálfun: Lykillinn að betri stjórnun Til að styrkja teymi og bæta stjórnun er markviss teymisþjálfun ómissandi. Teymisþjálfun stuðlar að: Betri samskiptum: Með þjálfun í opnum og áhrifaríkum samskiptum er unnið gegn misskilningi og ósætti. Skýrum hlutverkum: Þegar hlutverk eru skýr og ábyrgð vel skilgreind dregur það úr óvissu og streitu. Árangursríkri lausn ágreinings: Þjálfun í uppbyggilegum aðferðum við að leysa ágreining eykur liðsheild og traust innan teyma. Hvað þarf að breytast? Til að koma í veg fyrir áframhaldandi stjórnendavanda þurfa skipulagsheildir að: Endurskoða ráðningarferli: Leggja áherslu á raunverulega hæfni og eiginleika sem skipta máli fyrir árangursríka stjórnun. Leggja áherslu á sálfræðilegt öryggi: Skapa umhverfi þar sem starfsfólk finnur sig öruggt til að læra og vaxa. Fjárfesta í þjálfun: Gæta að því að stjórnendur fái markvissa leiðsögn og þjálfun til að takast á við áskoranir stjórnunarhlutverksins. Mæla árangur og fylgja eftir markmiðum: Skilgreina skýr markmið og mælikvarða fyrir árangursríka stjórnun, innleiða reglulegar mælingar á frammistöðu stjórnenda og greina hvort verið sé að nálgast sett markmið. Meðalmennska í stjórnun er dýr, ekki aðeins í fjárhagslega heldur einnig í tapaðri framleiðni, starfsánægju og nýsköpun. Skipulagsheildir sem leggja áherslu á faglega og markvissa stjórnun, stuðla að sálfræðilegu öryggi og fjárfesta í teymisþjálfun munu ná meiri árangri og tryggja starfsfólki betra vinnuumhverfi. Er þinn vinnustaður á meðal þeirra skipulagsheilda sem samþykkja meðalmennsku í stjórnun eða er stuðlað að öflugri stjórnun og auknum árangri? Komum í veg fyrir meðalmennsku og mótum sterka, áhrifaríka stjórnendur og leiðtoga til framtíðar. Höfundur er stjórnendaráðgjafi hjá Kjarki ráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnun Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Leiðtogahæfni hefur aldrei skipt meira máli en nú. Þrátt fyrir vaxandi áherslu á stjórnendaþjálfun sýna rannsóknir að stór hluti stjórnenda skortir nauðsynlega hæfni til að veita teymum sínum skýra stefnu og stuðning. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir skipulagsheildir, framleiðni og starfsánægju. Vandinn við meðalmennsku í stjórnun Rannsóknir hafa leitt í ljós að allt að 82% stjórnenda skorti hæfni til að vera árangursríkir í starfi sínu.Helstu einkenni þessa eru: Skortur á trausti og örstjórnun (micromanagment): Stjórnendur sem treysta ekki starfsfólki sínu til að taka ákvarðanir og grafa undan sjálfstæði og frumkvæði. Vanmáttur í erfiðum samtölum: Margir stjórnendur forðast að takast á við frammistöðuvanda sem veldur því að slök vinnubrögð og frammistaða helst óátalin. Of mikil áhersla á vinsældir: Að vera vinsæll stjórnandi frekar en áhrifaríkur leiðir til þess að skýrar væntingar og aga skortir. Stefnuleysi: Skortur á framtíðarsýn og stefnumótun leiðir til skammtímamiðaðrar hugsunar og verkefna sem missa marks. Þessir veikleikar hafa í för með sér skort á stefnu, minnkað traust innan teyma og óþarfa spennu sem dregur úr árangri. Sálfræðilegt öryggi: Grunnurinn að árangri Eitt mikilvægasta atriðið í farsælu vinnuumhverfi er sálfræðilegt öryggi. Það lýsir því ástandi þar sem starfsfólk finnur fyrir öryggi til að tjá sig, deila hugmyndum og gera mistök án ótta við niðurlægingu eða refsingu.Sálfræðilegt öryggi: Eykur skapandi hugsun og lausnamiðaðar aðferðir. Gerir teymum kleift að læra af mistökum og bæta sig stöðugt. Stuðlar að sterkari tengslum milli starfsfólks og stjórnenda. Þar sem sálfræðilegt öryggi er til staðar skilar starfsfólk betri árangri og er líklegra til að vera ánægt í starfi. Teymisþjálfun: Lykillinn að betri stjórnun Til að styrkja teymi og bæta stjórnun er markviss teymisþjálfun ómissandi. Teymisþjálfun stuðlar að: Betri samskiptum: Með þjálfun í opnum og áhrifaríkum samskiptum er unnið gegn misskilningi og ósætti. Skýrum hlutverkum: Þegar hlutverk eru skýr og ábyrgð vel skilgreind dregur það úr óvissu og streitu. Árangursríkri lausn ágreinings: Þjálfun í uppbyggilegum aðferðum við að leysa ágreining eykur liðsheild og traust innan teyma. Hvað þarf að breytast? Til að koma í veg fyrir áframhaldandi stjórnendavanda þurfa skipulagsheildir að: Endurskoða ráðningarferli: Leggja áherslu á raunverulega hæfni og eiginleika sem skipta máli fyrir árangursríka stjórnun. Leggja áherslu á sálfræðilegt öryggi: Skapa umhverfi þar sem starfsfólk finnur sig öruggt til að læra og vaxa. Fjárfesta í þjálfun: Gæta að því að stjórnendur fái markvissa leiðsögn og þjálfun til að takast á við áskoranir stjórnunarhlutverksins. Mæla árangur og fylgja eftir markmiðum: Skilgreina skýr markmið og mælikvarða fyrir árangursríka stjórnun, innleiða reglulegar mælingar á frammistöðu stjórnenda og greina hvort verið sé að nálgast sett markmið. Meðalmennska í stjórnun er dýr, ekki aðeins í fjárhagslega heldur einnig í tapaðri framleiðni, starfsánægju og nýsköpun. Skipulagsheildir sem leggja áherslu á faglega og markvissa stjórnun, stuðla að sálfræðilegu öryggi og fjárfesta í teymisþjálfun munu ná meiri árangri og tryggja starfsfólki betra vinnuumhverfi. Er þinn vinnustaður á meðal þeirra skipulagsheilda sem samþykkja meðalmennsku í stjórnun eða er stuðlað að öflugri stjórnun og auknum árangri? Komum í veg fyrir meðalmennsku og mótum sterka, áhrifaríka stjórnendur og leiðtoga til framtíðar. Höfundur er stjórnendaráðgjafi hjá Kjarki ráðgjöf.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun