Stjórnun í fjarvinnu Tinni Jóhannesson skrifar 13. janúar 2021 10:00 Síðustu mánuði hefur dagleg starfsemi flestallra vinnustaða landsins raskast umtalsvert þar sem stór hluti teyma hefur verið að hluta til, eða jafnvel að öllu leyti, í fjarvinnu. Fyrir marga stjórnendur er þessi breyting mikil áskorun. Þeim finnst erfitt að hafa teymin sín ekki innan seilingar og þá ríkir óöryggi um afköst starfsfólks, hverjir séu að skila sínu og hverjir ekki. Mörgum finnst erfitt að ræða þessar áskoranir án þess að það hljómi sem vantraust í garð starfsfólks. Hvernig á að haga daglegri stjórnun, viðhalda upplýsingaflæði og tryggja að væntingum stjórnenda sé mætt um tímanlega framvindu verkefna í fjarvinnu? Fjölmiðlar hafa greint frá því að kannanir sýni að starfsfólk sé bæði afkastameira og hamingjusamara í fjarvinnu. Flestar slíkar kannanir byggjast á mati starfsfólksins sjálfs, sem gefur nokkuð rétta mynd af hamingjunni en er ekki endilega áreiðanlegur mælikvarði þegar kemur að afköstum. Á tímum hagræðingar og niðurskurðar er ólíklegt að starfsfólk viðurkenni að það sé í raun að skila minni vinnu en venjulega. Það getur vel verið að sumt starfsfólk sé í raun afkastameiri heima hjá sér en þó eru sumir sem setja í þvottavélina á milli símtala og eru reglulega truflaðir af heimilisfólki yfir daginn. Miðað við stutta athyglisspönn nútímafólks er ekki skrýtið þó stjórnendur séu tortryggnir. Niðurstöður rannsóknar sem unnin var innan danska háskólans DTU sýna að stjórnendur upplifa meira álag í fjarvinnu en starfsfólkið undir þeim. Hvernig ætli standi á því? Mæðir meira á stjórnendum að skipuleggja störf undirmanna sinni en áður? Eru minni kröfur gerðar til starfsfólk í slíku ástandi? Í samtölum mínum við stjórnendur kemur oftar en ekki í ljós að þeir hafa ekki fengið stuðning og aðstoð við að aðlagast nýju umhverfi. Sum fyrirtæki hafa tekið upp á því að breyta ráðningarsamningum sínum í anda fjarvinnu þar sem þeir taka þátt í kaupum á búnaði fyrir fjarvinnu. Flestir eru því tæknilega vel búnir undir þennan nýja raunveruleika en eftir situr sú staðreynd að fæstir fá annars konar stuðning í sínu starfi. Teymisvinna hefur haldið sinni upprunalegu mynd sem gerir þennan veruleika óþægilegan fyrir stjórnendur, hægir á framgangi verkefna og skapar núning innan teyma. Þeir sem eru í stærstu vandræðunum eru svo augljóslega þeir sem eiga stóra tækniskuld yfir höfði sér og hafa neyðst til að taka stórt tækniskref á einu bretti, með tilheyrandi kostnaði, ásamt þeim sem hafa tamið sér vinnuaðferðir eða vinnustaðamenningu sem ber vott um vantraust og örstjórnun. Nú spyrja sig margir hvort við þurfum að endurhugsa hvernig við vinnum og stjórnum. Getur verið að stjórnun teyma muni fara til baka í fyrra horf vegna þess að sumum stjórnendum hentar betur að hafa starfsfólk á staðnum og nálægt sér, þegar þetta er allt afstaðið? Flestir vilja eflaust komast aftur á skrifstofuna en það besta sem stjórnendur gætu gert í núverandi stöðu er að grípa tækifærið til bestunar. Höfundur er ráðningarstjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarvinna Stjórnun Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Síðustu mánuði hefur dagleg starfsemi flestallra vinnustaða landsins raskast umtalsvert þar sem stór hluti teyma hefur verið að hluta til, eða jafnvel að öllu leyti, í fjarvinnu. Fyrir marga stjórnendur er þessi breyting mikil áskorun. Þeim finnst erfitt að hafa teymin sín ekki innan seilingar og þá ríkir óöryggi um afköst starfsfólks, hverjir séu að skila sínu og hverjir ekki. Mörgum finnst erfitt að ræða þessar áskoranir án þess að það hljómi sem vantraust í garð starfsfólks. Hvernig á að haga daglegri stjórnun, viðhalda upplýsingaflæði og tryggja að væntingum stjórnenda sé mætt um tímanlega framvindu verkefna í fjarvinnu? Fjölmiðlar hafa greint frá því að kannanir sýni að starfsfólk sé bæði afkastameira og hamingjusamara í fjarvinnu. Flestar slíkar kannanir byggjast á mati starfsfólksins sjálfs, sem gefur nokkuð rétta mynd af hamingjunni en er ekki endilega áreiðanlegur mælikvarði þegar kemur að afköstum. Á tímum hagræðingar og niðurskurðar er ólíklegt að starfsfólk viðurkenni að það sé í raun að skila minni vinnu en venjulega. Það getur vel verið að sumt starfsfólk sé í raun afkastameiri heima hjá sér en þó eru sumir sem setja í þvottavélina á milli símtala og eru reglulega truflaðir af heimilisfólki yfir daginn. Miðað við stutta athyglisspönn nútímafólks er ekki skrýtið þó stjórnendur séu tortryggnir. Niðurstöður rannsóknar sem unnin var innan danska háskólans DTU sýna að stjórnendur upplifa meira álag í fjarvinnu en starfsfólkið undir þeim. Hvernig ætli standi á því? Mæðir meira á stjórnendum að skipuleggja störf undirmanna sinni en áður? Eru minni kröfur gerðar til starfsfólk í slíku ástandi? Í samtölum mínum við stjórnendur kemur oftar en ekki í ljós að þeir hafa ekki fengið stuðning og aðstoð við að aðlagast nýju umhverfi. Sum fyrirtæki hafa tekið upp á því að breyta ráðningarsamningum sínum í anda fjarvinnu þar sem þeir taka þátt í kaupum á búnaði fyrir fjarvinnu. Flestir eru því tæknilega vel búnir undir þennan nýja raunveruleika en eftir situr sú staðreynd að fæstir fá annars konar stuðning í sínu starfi. Teymisvinna hefur haldið sinni upprunalegu mynd sem gerir þennan veruleika óþægilegan fyrir stjórnendur, hægir á framgangi verkefna og skapar núning innan teyma. Þeir sem eru í stærstu vandræðunum eru svo augljóslega þeir sem eiga stóra tækniskuld yfir höfði sér og hafa neyðst til að taka stórt tækniskref á einu bretti, með tilheyrandi kostnaði, ásamt þeim sem hafa tamið sér vinnuaðferðir eða vinnustaðamenningu sem ber vott um vantraust og örstjórnun. Nú spyrja sig margir hvort við þurfum að endurhugsa hvernig við vinnum og stjórnum. Getur verið að stjórnun teyma muni fara til baka í fyrra horf vegna þess að sumum stjórnendum hentar betur að hafa starfsfólk á staðnum og nálægt sér, þegar þetta er allt afstaðið? Flestir vilja eflaust komast aftur á skrifstofuna en það besta sem stjórnendur gætu gert í núverandi stöðu er að grípa tækifærið til bestunar. Höfundur er ráðningarstjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun