„Þarf að skoða vídjó og hugsa minn gang“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2021 21:52 Elvar Örn Jónsson þrumar boltanum að marki Portúgals í Egyptalandi í kvöld. EPA/Khaled Elfiqi „Við reynum að hætta að hugsa um þennan leik og einbeitum okkur að Alsír,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir tapið gegn Portúgal í fyrsta leik á HM í handbolta í kvöld. Elvar byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum Íslands, en þriðja mark hans kom ekki fyrr en 50 mínútum síðar. Eins og flestir af sóknarmönnum Íslands á hann meira inni en hann sýndi í kvöld: „Ég byrjaði þetta ágætlega og skoraði tvö mörk en svo veit ég ekki hvað gerist. Ég þarf að skoða vídjó og hugsa minn gang, og koma sterkur á móti Alsír. Núna þurfum við bara að fara að undirbúa okkur fyrir það,“ sagði Elvar í viðtali við Vísi. Leikurinn við Portúgal var fyrir fram talinn sá mikilvægasti í riðlinum ætlaði Ísland sér stóra hluti á HM, því fyrir fram mátti búast við að bæði lið færu áfram í milliriðil: „Auðvitað vildum við vinna þennan leik og eiga möguleika á að vera á toppnum í riðlinum, það var planið, en við tökum þessu bara og mætum klárir í næsta leik. Við höfum bara hugsað um Portúgal, í síðustu þremur leikjum sem er svolítið sérstök staða, en núna hefst undirbúningur fyrir Alsír, sem er stuttur. Við þurfum því að vera gríðarlega skarpir á öllum fundum og skoða vídjó vel,“ sagði Elvar en Ísland mætir Alsír á laugardagskvöld. Lélegt af okkur og á ekki að gerast „Þetta er gríðarlegt svekkelsi. Það sem er manni efst í huga er hversu mikið af tæknifeilum við gerðum, sem fóru með þennan leik. Maður er pirraður á því,“ sagði Elvar. Eftir stórsigur gegn Portúgal á Ásvöllum á sunnudaginn gekk Íslandi mun verr að skora í kvöld: „Ég veit ekki á hvað er réttast að skrifa þetta. Þetta er bara lélegt af okkur og á ekki að gerast. Mér fannst við oft á tíðum spila ágætis sóknarleik, opna vörnina þeirra oft, en svo komu allt of margir tæknifeilar í röð sem skiluðu þeim þessu forskoti. Það er erfitt á móti svona góðu liði,“ sagði Elvar. Ísland fékk sáralítið af auðveldum mörkum, svo sem úr hraðaupphlaupum. „Það skrifast á þessa tæknifeila. Við fengum alveg hraðaupphlaup en þurfum að nýta þau betur. Við megum ekki tapa boltanum svona auðveldlega. Það tekur mikið úr manni en við börðumst alveg til enda og ætluðum okkur alltaf að vinna. Þessir tæknifeilar voru bara of margir,“ sagði Elvar. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Köstuðu átta fleiri boltum frá sér Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun, 23-25, í fyrsta leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu 2021 í Egyptalandi. 14. janúar 2021 21:38 Vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki sáttur með allan þann fjölda mistaka sem íslenska landsliðið gerði er það tapaði fyrir Portúgal í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta í kvöld. 14. janúar 2021 21:35 Of dýrt að gera svo mörg mistök í svona stórleik „Við gerðum fimmtán tæknifeila og þetta er bara tveggja marka tap. Þetta er nú ekki meira en það,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson sem komst einna best frá sínu í sóknarleik Íslands í kvöld, í 25-23 tapinu gegn Portúgal á HM í handbolta. 14. janúar 2021 21:34 Bjarki Már: Hundleiðinlegt og tilfinningin súr Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga í tapinu fyrir Portúgölum, 25-23, á HM í Egyptalandi í dag. Hann var að vonum svekktur í leikslok. 14. janúar 2021 21:23 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM. 14. janúar 2021 21:16 Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-23 | Enn tapar Ísland fyrsta leik á HM Ísland varð að sætta sig við tap gegn Portúgal, 25-23, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, í þriðja leik liðanna á átta dögum. 14. janúar 2021 20:54 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Sjá meira
Elvar byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum Íslands, en þriðja mark hans kom ekki fyrr en 50 mínútum síðar. Eins og flestir af sóknarmönnum Íslands á hann meira inni en hann sýndi í kvöld: „Ég byrjaði þetta ágætlega og skoraði tvö mörk en svo veit ég ekki hvað gerist. Ég þarf að skoða vídjó og hugsa minn gang, og koma sterkur á móti Alsír. Núna þurfum við bara að fara að undirbúa okkur fyrir það,“ sagði Elvar í viðtali við Vísi. Leikurinn við Portúgal var fyrir fram talinn sá mikilvægasti í riðlinum ætlaði Ísland sér stóra hluti á HM, því fyrir fram mátti búast við að bæði lið færu áfram í milliriðil: „Auðvitað vildum við vinna þennan leik og eiga möguleika á að vera á toppnum í riðlinum, það var planið, en við tökum þessu bara og mætum klárir í næsta leik. Við höfum bara hugsað um Portúgal, í síðustu þremur leikjum sem er svolítið sérstök staða, en núna hefst undirbúningur fyrir Alsír, sem er stuttur. Við þurfum því að vera gríðarlega skarpir á öllum fundum og skoða vídjó vel,“ sagði Elvar en Ísland mætir Alsír á laugardagskvöld. Lélegt af okkur og á ekki að gerast „Þetta er gríðarlegt svekkelsi. Það sem er manni efst í huga er hversu mikið af tæknifeilum við gerðum, sem fóru með þennan leik. Maður er pirraður á því,“ sagði Elvar. Eftir stórsigur gegn Portúgal á Ásvöllum á sunnudaginn gekk Íslandi mun verr að skora í kvöld: „Ég veit ekki á hvað er réttast að skrifa þetta. Þetta er bara lélegt af okkur og á ekki að gerast. Mér fannst við oft á tíðum spila ágætis sóknarleik, opna vörnina þeirra oft, en svo komu allt of margir tæknifeilar í röð sem skiluðu þeim þessu forskoti. Það er erfitt á móti svona góðu liði,“ sagði Elvar. Ísland fékk sáralítið af auðveldum mörkum, svo sem úr hraðaupphlaupum. „Það skrifast á þessa tæknifeila. Við fengum alveg hraðaupphlaup en þurfum að nýta þau betur. Við megum ekki tapa boltanum svona auðveldlega. Það tekur mikið úr manni en við börðumst alveg til enda og ætluðum okkur alltaf að vinna. Þessir tæknifeilar voru bara of margir,“ sagði Elvar.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Köstuðu átta fleiri boltum frá sér Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun, 23-25, í fyrsta leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu 2021 í Egyptalandi. 14. janúar 2021 21:38 Vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki sáttur með allan þann fjölda mistaka sem íslenska landsliðið gerði er það tapaði fyrir Portúgal í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta í kvöld. 14. janúar 2021 21:35 Of dýrt að gera svo mörg mistök í svona stórleik „Við gerðum fimmtán tæknifeila og þetta er bara tveggja marka tap. Þetta er nú ekki meira en það,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson sem komst einna best frá sínu í sóknarleik Íslands í kvöld, í 25-23 tapinu gegn Portúgal á HM í handbolta. 14. janúar 2021 21:34 Bjarki Már: Hundleiðinlegt og tilfinningin súr Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga í tapinu fyrir Portúgölum, 25-23, á HM í Egyptalandi í dag. Hann var að vonum svekktur í leikslok. 14. janúar 2021 21:23 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM. 14. janúar 2021 21:16 Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-23 | Enn tapar Ísland fyrsta leik á HM Ísland varð að sætta sig við tap gegn Portúgal, 25-23, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, í þriðja leik liðanna á átta dögum. 14. janúar 2021 20:54 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Sjá meira
Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Köstuðu átta fleiri boltum frá sér Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun, 23-25, í fyrsta leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu 2021 í Egyptalandi. 14. janúar 2021 21:38
Vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki sáttur með allan þann fjölda mistaka sem íslenska landsliðið gerði er það tapaði fyrir Portúgal í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta í kvöld. 14. janúar 2021 21:35
Of dýrt að gera svo mörg mistök í svona stórleik „Við gerðum fimmtán tæknifeila og þetta er bara tveggja marka tap. Þetta er nú ekki meira en það,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson sem komst einna best frá sínu í sóknarleik Íslands í kvöld, í 25-23 tapinu gegn Portúgal á HM í handbolta. 14. janúar 2021 21:34
Bjarki Már: Hundleiðinlegt og tilfinningin súr Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga í tapinu fyrir Portúgölum, 25-23, á HM í Egyptalandi í dag. Hann var að vonum svekktur í leikslok. 14. janúar 2021 21:23
Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM. 14. janúar 2021 21:16
Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-23 | Enn tapar Ísland fyrsta leik á HM Ísland varð að sætta sig við tap gegn Portúgal, 25-23, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, í þriðja leik liðanna á átta dögum. 14. janúar 2021 20:54