„Snjórinn er fallegur. Að renna sér á fjöldagröfum er ekki fallegt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. janúar 2021 13:08 Buchenwald-búðirnar náðu yfir afar stórt og skóglent svæði, sem heimamenn nota nú til íþróttaiðkunar í Covid-19 faraldrinum. epa/Filip Singer Forsvarsmenn Buchenwald-safnsins í Þýskalandi hafa varað heimamenn við því að þeir sem verða uppvísir að því að stunda vetraríþróttir nálægt helgum reitum innan svæðisins verða tilkynntir til lögreglu. Frá þessu greinir meðal annars Der Spigel. Öryggisgæsla hefur verið aukin í kjölfar aukinnar umferðar íþróttaiðkenda um svæðið en þeir hafa meðal annars skilið eftir skíða- og sleðaför á fjöldagröfum. Aðstandendur stofnunarinnar sem heldur utan um rekstur fanga- og þrælkunarbúðanna fyrrverandi segja bílastæði hafa verið full undanfarið og rekja það til þess að nálæg útivistarsvæði hafa verið lokuð vegna Covid-19 faraldursins. Þeir biðla hins vegar til fólks að sýna hinum látnu virðingu og iðka ekki íþróttir á staðnum. Schnee ist schön. Rodeln an Massengräbern in @buchenwald_dora ist nicht schön.https://t.co/cDVlYDWx60— Stift. Gedenkstätten Buchenwald und Mittelbau-Dora (@Buchenwald_Dora) January 14, 2021 Aldrei séð jafn sláandi sýn Buchenwald nær yfir stórt og skóglent svæði en búðunum tilheyrðu meðal annars aðrar minni búðir. Þar er nú að finna safn og minnisvarða, svo eitthvað sé nefnt. Um 280 þúsund menn, konur og börn voru fangelsuð í Buchenwald á árunum 1937 til 1945 og fleiri en 56 þúsund létust í búðunum. Þeir voru annað hvort myrtir eða létust úr næringarskorti og öðrum sjúkdómum. Þeir sem lifðu voru frelsaðir af bandaríska hernum í apríl 1945 en við hermönnunum blöstu hrúgur af líkamsleifum, pyntingaklefar, brennsluofnar og illa leiknir fangar. Dwight D. Eisenhower sagði á sínum tíma að engin sýn hefði haft jafn mikil áhrif á hann. Að sögn sagnfræðingsins Rikola-Gunnar Lüttgenau hefur ávallt verið bannað að stunda íþróttir á svæðinu en það hafi færst í aukanna og fólk fari jafnvel um svæðið á mótorhjólum og hestum án nokkurs tillits til hinna látnu. Steinvölur eru lagðar á minnisvarða og leiði til að minnast látnu og votta þeim virðingu.epa/Martin Schutt Hernaður Skíðaíþróttir Þýskaland Söfn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Frá þessu greinir meðal annars Der Spigel. Öryggisgæsla hefur verið aukin í kjölfar aukinnar umferðar íþróttaiðkenda um svæðið en þeir hafa meðal annars skilið eftir skíða- og sleðaför á fjöldagröfum. Aðstandendur stofnunarinnar sem heldur utan um rekstur fanga- og þrælkunarbúðanna fyrrverandi segja bílastæði hafa verið full undanfarið og rekja það til þess að nálæg útivistarsvæði hafa verið lokuð vegna Covid-19 faraldursins. Þeir biðla hins vegar til fólks að sýna hinum látnu virðingu og iðka ekki íþróttir á staðnum. Schnee ist schön. Rodeln an Massengräbern in @buchenwald_dora ist nicht schön.https://t.co/cDVlYDWx60— Stift. Gedenkstätten Buchenwald und Mittelbau-Dora (@Buchenwald_Dora) January 14, 2021 Aldrei séð jafn sláandi sýn Buchenwald nær yfir stórt og skóglent svæði en búðunum tilheyrðu meðal annars aðrar minni búðir. Þar er nú að finna safn og minnisvarða, svo eitthvað sé nefnt. Um 280 þúsund menn, konur og börn voru fangelsuð í Buchenwald á árunum 1937 til 1945 og fleiri en 56 þúsund létust í búðunum. Þeir voru annað hvort myrtir eða létust úr næringarskorti og öðrum sjúkdómum. Þeir sem lifðu voru frelsaðir af bandaríska hernum í apríl 1945 en við hermönnunum blöstu hrúgur af líkamsleifum, pyntingaklefar, brennsluofnar og illa leiknir fangar. Dwight D. Eisenhower sagði á sínum tíma að engin sýn hefði haft jafn mikil áhrif á hann. Að sögn sagnfræðingsins Rikola-Gunnar Lüttgenau hefur ávallt verið bannað að stunda íþróttir á svæðinu en það hafi færst í aukanna og fólk fari jafnvel um svæðið á mótorhjólum og hestum án nokkurs tillits til hinna látnu. Steinvölur eru lagðar á minnisvarða og leiði til að minnast látnu og votta þeim virðingu.epa/Martin Schutt
Hernaður Skíðaíþróttir Þýskaland Söfn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“