„Ég get alveg séð það fyrir mér að eitthvert lið fari heim af HM“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2021 16:30 Goran Sogard Johannessen og félagar í norska landsliðinu töpuðu fyrsta leik sínum á HM og hafa auk þess verið mjög ósáttur með skipulag og smitvarnir mótsins. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Heimsmeistaramótið í handbolta í Egyptalandi var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag á Vísi. Kórónuveirusmit hafa sett sinn svip á mótið síðustu daga. Tvö lið hafa þegar hætt við þátttöku á HM og þá hafa verið að greinast smit inn á hóteli mótsins í Kaíró. Norðmenn og Danir eru sérstaklega ósáttir með allt á sínu hóteli hafa gagnrýnt skipulagið á mótinu harðlega. Henry Birgir Gunnarsson fékk þá Guðjón Guðmundsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson til að ræða heimsmeistaramótið í handbolta og þar á meðal fóru þeir yfir smitvarnirnar hjá Egyptum. Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að það sé allt annað upp á teningnum hjá Egyptum en var hjá Dönum þegar þeir héldu Evrópumeistaramót kvenna í desember. Það mót gekk mjög vel en nú kemur hver fréttin á fætur annarri um að eitthvað sé að klikka hjá Egyptum. „Þetta virkar eiginlega þannig. Danir og Norðmenn halda áfram að mótmæla en um leið og Þýskaland og Frakkland bætast í hópinn þá er ballið búið,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Miðað við óánægjuna sem er í gangi, varðandi skipulagið og allt sem snertir smitprófin, sjáið þið fyrir ykkur að eitthvað lið leggi upp laupana og sendi bara liðið sitt heim,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Já. Ég get alveg séð það fyrir mér að eitthvert lið fari heim af HM. Liði sem gengur ekkert sérstaklega vel, leikmennirnir verða orðnir pirraðir og finnst þeim vera óöryggir. Þeir gæti alveg sagt: Stopp, ég tek ekki áhættuna á þessu því þetta er ekki þess virði,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Vandamálið er það að þetta snýst allt um peninga og fyrir þátttökuþjóðirnar líka. Menn munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir taka þá ákvörðun að snúa heim og hætta við þátttöku. Einfaldlega vegna þess að þeim verður refsað, þeir fá ekki að fara á næsta heimsmeistaramót og heima fyrir munu þeir ekki fá styrki til að reka samböndin. Þetta er afar snúið mál,“ sagði Guðjón. Íslenska liðið virðist þó vera á miklu betri hóteli og í miklu betra skipulagi en Norðmenn. Sem eru góðu fréttirnar fyrir strákana okkar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Tvö lið hafa þegar hætt við þátttöku á HM og þá hafa verið að greinast smit inn á hóteli mótsins í Kaíró. Norðmenn og Danir eru sérstaklega ósáttir með allt á sínu hóteli hafa gagnrýnt skipulagið á mótinu harðlega. Henry Birgir Gunnarsson fékk þá Guðjón Guðmundsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson til að ræða heimsmeistaramótið í handbolta og þar á meðal fóru þeir yfir smitvarnirnar hjá Egyptum. Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að það sé allt annað upp á teningnum hjá Egyptum en var hjá Dönum þegar þeir héldu Evrópumeistaramót kvenna í desember. Það mót gekk mjög vel en nú kemur hver fréttin á fætur annarri um að eitthvað sé að klikka hjá Egyptum. „Þetta virkar eiginlega þannig. Danir og Norðmenn halda áfram að mótmæla en um leið og Þýskaland og Frakkland bætast í hópinn þá er ballið búið,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Miðað við óánægjuna sem er í gangi, varðandi skipulagið og allt sem snertir smitprófin, sjáið þið fyrir ykkur að eitthvað lið leggi upp laupana og sendi bara liðið sitt heim,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Já. Ég get alveg séð það fyrir mér að eitthvert lið fari heim af HM. Liði sem gengur ekkert sérstaklega vel, leikmennirnir verða orðnir pirraðir og finnst þeim vera óöryggir. Þeir gæti alveg sagt: Stopp, ég tek ekki áhættuna á þessu því þetta er ekki þess virði,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Vandamálið er það að þetta snýst allt um peninga og fyrir þátttökuþjóðirnar líka. Menn munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir taka þá ákvörðun að snúa heim og hætta við þátttöku. Einfaldlega vegna þess að þeim verður refsað, þeir fá ekki að fara á næsta heimsmeistaramót og heima fyrir munu þeir ekki fá styrki til að reka samböndin. Þetta er afar snúið mál,“ sagði Guðjón. Íslenska liðið virðist þó vera á miklu betri hóteli og í miklu betra skipulagi en Norðmenn. Sem eru góðu fréttirnar fyrir strákana okkar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira