„Stundum er maður kýldur í síðuna tuttugu metrum frá boltanum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. janúar 2021 11:46 Ásgeir Örn Hallgrímsson. Vísir/EPA Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður og nú spekingur Seinni bylgjunnar, segir að leikmenn Alsír taki upp á alls kyns brögðum til þess að koma hinu liðinu úr jafnvægi. Ísland mætir Alsír í dag á HM í Egyptalandi. Alsír hafði betur með einu marki fyrir Marokkó á meðan Ísland tapaði fyrir Portúgal. Stigin í dag eru því ansi mikilvæg og rætt var um leikinn í dag, í hlaðvarpinu Sportið í dag á föstudaginn. „Þetta eru alltaf mjög erfiðir leikir. Þetta er annað tempó og þeir gera öðruvísi hluti. Það kemur stundum bara eitthvað fautabrot sem þú ert bara: Hvað ertu að gera við mig? Þetta tíðkast ekki hjá okkur. Þú veist ekkert hvað er að gerast,“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta er gegnum gangandi í leiknum hjá þeim. Sóknarleikurinn er oft að mér finnst óskynsamlegur. Stundum dettur allt með þeim og það sem maður er hræddur við er að þeir eru snöggir og líkamlega sterkir, hvort að við séum að fara vinna maður á mann.“ Guðjón Guðmundsson, Gaupi, segir að það sé mikilvægt að fá alvöru markvörslu og auðveld mörk í dag. „Lykillinn gegn Alsír er fyrst og fremst varnarleikur og hraðaupphlaup. Ég held að það sé algjör lykill á móti Alsír. Þú þarft að fá markvörslu. Ef við náum að stilla upp á teig á móti þeim þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ „Þú verður að spila góða vörn og fá auðveldu mörkin til að brjóta þá á bak aftur. Ef að það tekst ekki og þú ert í jöfnum leik í kannski fjörutíu mínútur, þá eru þeir stórhættulegir,“ sagði Gaupi. Ásgeir Örn tók aftur við. „Það eru bara tvö stig sem skipta máli og þú verður að klára þetta. Þú verður að hafa þetta hugarfar allan leikinn. Stundum er maður kýldur í síðuna tuttugu metrum frá boltanum og þú ert bara svo hissa að þú finnur ekki fyrir því,“ sagði Ásgeir Örn. Umræðuna má heyra eftir tuttugu og fimm mínútur. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Sluppu síðast með skrekkinn gegn Alsír eftir martraðarbyrjun Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Alsír í öðrum leik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 16. janúar 2021 11:00 Þetta er svona næstum því skylduverkefni Ísland mætir Alsír á HM í handbolta í Egyptalandi í kvöld. Ekkert nema sigur kemur til greina eftir slæmt tap gegn Portúgal í fyrsta leik mótsins. Jóhann Gunnar Einarsson, Seinni bylgjunnar, segir að um næstum því skylduverkefni sé að ræða. 16. janúar 2021 09:02 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Alsír hafði betur með einu marki fyrir Marokkó á meðan Ísland tapaði fyrir Portúgal. Stigin í dag eru því ansi mikilvæg og rætt var um leikinn í dag, í hlaðvarpinu Sportið í dag á föstudaginn. „Þetta eru alltaf mjög erfiðir leikir. Þetta er annað tempó og þeir gera öðruvísi hluti. Það kemur stundum bara eitthvað fautabrot sem þú ert bara: Hvað ertu að gera við mig? Þetta tíðkast ekki hjá okkur. Þú veist ekkert hvað er að gerast,“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta er gegnum gangandi í leiknum hjá þeim. Sóknarleikurinn er oft að mér finnst óskynsamlegur. Stundum dettur allt með þeim og það sem maður er hræddur við er að þeir eru snöggir og líkamlega sterkir, hvort að við séum að fara vinna maður á mann.“ Guðjón Guðmundsson, Gaupi, segir að það sé mikilvægt að fá alvöru markvörslu og auðveld mörk í dag. „Lykillinn gegn Alsír er fyrst og fremst varnarleikur og hraðaupphlaup. Ég held að það sé algjör lykill á móti Alsír. Þú þarft að fá markvörslu. Ef við náum að stilla upp á teig á móti þeim þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ „Þú verður að spila góða vörn og fá auðveldu mörkin til að brjóta þá á bak aftur. Ef að það tekst ekki og þú ert í jöfnum leik í kannski fjörutíu mínútur, þá eru þeir stórhættulegir,“ sagði Gaupi. Ásgeir Örn tók aftur við. „Það eru bara tvö stig sem skipta máli og þú verður að klára þetta. Þú verður að hafa þetta hugarfar allan leikinn. Stundum er maður kýldur í síðuna tuttugu metrum frá boltanum og þú ert bara svo hissa að þú finnur ekki fyrir því,“ sagði Ásgeir Örn. Umræðuna má heyra eftir tuttugu og fimm mínútur.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Sluppu síðast með skrekkinn gegn Alsír eftir martraðarbyrjun Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Alsír í öðrum leik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 16. janúar 2021 11:00 Þetta er svona næstum því skylduverkefni Ísland mætir Alsír á HM í handbolta í Egyptalandi í kvöld. Ekkert nema sigur kemur til greina eftir slæmt tap gegn Portúgal í fyrsta leik mótsins. Jóhann Gunnar Einarsson, Seinni bylgjunnar, segir að um næstum því skylduverkefni sé að ræða. 16. janúar 2021 09:02 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Sluppu síðast með skrekkinn gegn Alsír eftir martraðarbyrjun Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Alsír í öðrum leik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 16. janúar 2021 11:00
Þetta er svona næstum því skylduverkefni Ísland mætir Alsír á HM í handbolta í Egyptalandi í kvöld. Ekkert nema sigur kemur til greina eftir slæmt tap gegn Portúgal í fyrsta leik mótsins. Jóhann Gunnar Einarsson, Seinni bylgjunnar, segir að um næstum því skylduverkefni sé að ræða. 16. janúar 2021 09:02