„Stórkostlega útfært og ekki einfalt, ef menn halda það“ Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2021 21:32 Guðmundur Guðmundsson hélt sínum mönnum á tánum allan leikinn í kvöld. EPA-EFE/Khaled Elfiqi „Þetta var frábærlega leikinn leikur hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir risasigurinn á Alsír á HM í handbolta í kvöld. Landsliðsþjálfarinn hafði ekki yfir neinu að kvarta í viðtali við RÚV eftir algjörlega frábæra frammistöðu íslenska liðsins í 39-24 sigri: „Ég fann það einhvern veginn í dag að leikmenn voru mjög vel stemmdir. Það var frábær stemning og vilji í liðinu og við erum að fylgja eftir þessum varnarleik sem við erum búnir að sýna í síðustu leikjum gegn Portúgal, gríðarlega sterka vörn, og við fengum góða markvörslu í dag. Sóknarleikurinn gekk frábærlega. Hann var mjög vel útfærður, agaður. Við spiluðum ekki mörg kerfi en gerðum það sem við ætluðum okkur og gerðum það mjög, mjög vel,“ sagði Guðmundur, sem var duglegur að gera breytingar á liði sínu út allan leikinn og allir lögðu sín lóð á vogarskálarnar. Ekki orðlaus í hálfleik en vildi halda mönnum heitum „Þetta er bara stórkostlega vel útfært og ekkert einfalt ef menn halda það. Þetta lið er erfiður andstæðingur að öllu jöfnu. Varnarleikurinn var bara frábær. Við fengum vörslu og hraðaupphlaup í kjölfarið en það er ekkert einfalt að halda þessu í tíu mörkum í svona leik. Útfærslan á leiknum, af hálfu drengjanna, var frábær. Við fáum inn menn núna með mjög góða innkomu, sem var mjög ánægjulegt, að fá meiri breidd í liðið. Við spiluðum svolítið á það,“ sagði Guðmundur við RÚV. Strákarnir okkar voru kampakátir eftir leikinn í kvöld.EPA-EFE/Khaled Elfiqi Athygli vakti hve stuttan tíma Ísland nýtti inni í búningsklefa í hálfleik. Var Guðmundur orðlaus? „Nei, alls ekki. Við fórum yfir hlutina og lögðum áherslu á að við ætluðum að byrja á fullu. Ekki slaka neitt á. Hvert mark telur. Ég vildi fá stutta upphitun í gang svo að menn væru komnir inn í seinni hálfleikinn á fullu. Stundum tekur langan tíma að komast í gang þegar svona miklu munar í hálfleik, en við lögðum upp með að byrja af fullu og klára þetta með stæl,“ sagði þjálfarinn. Lítið búnir að æfa að sækja gegn svona vörn Framundan er leikur við aðra Afríkuþjóð, Marokkó, á mánudagskvöld og undirbúningurinn fyrir leikinn í kvöld gæti vel nýst áfram þar: „Við vorum lítið búnir að æfa á móti þessari framliggjandi vörn, fórum yfir þetta í gær og höfðum bara rúman klukkutíma til þess. Við fórum bara yfir hvernig við ætluðum að spila, og ætluðum ekki að flækja hlutina mikið heldur spila ákveðnar innleysingar og gera svo árásir á þá. Þetta gekk fullkomlega upp og vonandi getum við tekið það með inn í næsta leik. Þar getum við mætt andstæðingi sem spilar vörnina enn framar, svokallaða 3-3 vörn, og maður verður að vera klár í slaginn. Það þarf að gíra sig upp í svona leiki. Við sjáum líka árásirnar frá þeim. Þeir koma á vaðandi siglingu og það er ekkert einfalt að stoppa þetta. Í dag gekk það frábærlega,“ sagði Guðmundur. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn hafði ekki yfir neinu að kvarta í viðtali við RÚV eftir algjörlega frábæra frammistöðu íslenska liðsins í 39-24 sigri: „Ég fann það einhvern veginn í dag að leikmenn voru mjög vel stemmdir. Það var frábær stemning og vilji í liðinu og við erum að fylgja eftir þessum varnarleik sem við erum búnir að sýna í síðustu leikjum gegn Portúgal, gríðarlega sterka vörn, og við fengum góða markvörslu í dag. Sóknarleikurinn gekk frábærlega. Hann var mjög vel útfærður, agaður. Við spiluðum ekki mörg kerfi en gerðum það sem við ætluðum okkur og gerðum það mjög, mjög vel,“ sagði Guðmundur, sem var duglegur að gera breytingar á liði sínu út allan leikinn og allir lögðu sín lóð á vogarskálarnar. Ekki orðlaus í hálfleik en vildi halda mönnum heitum „Þetta er bara stórkostlega vel útfært og ekkert einfalt ef menn halda það. Þetta lið er erfiður andstæðingur að öllu jöfnu. Varnarleikurinn var bara frábær. Við fengum vörslu og hraðaupphlaup í kjölfarið en það er ekkert einfalt að halda þessu í tíu mörkum í svona leik. Útfærslan á leiknum, af hálfu drengjanna, var frábær. Við fáum inn menn núna með mjög góða innkomu, sem var mjög ánægjulegt, að fá meiri breidd í liðið. Við spiluðum svolítið á það,“ sagði Guðmundur við RÚV. Strákarnir okkar voru kampakátir eftir leikinn í kvöld.EPA-EFE/Khaled Elfiqi Athygli vakti hve stuttan tíma Ísland nýtti inni í búningsklefa í hálfleik. Var Guðmundur orðlaus? „Nei, alls ekki. Við fórum yfir hlutina og lögðum áherslu á að við ætluðum að byrja á fullu. Ekki slaka neitt á. Hvert mark telur. Ég vildi fá stutta upphitun í gang svo að menn væru komnir inn í seinni hálfleikinn á fullu. Stundum tekur langan tíma að komast í gang þegar svona miklu munar í hálfleik, en við lögðum upp með að byrja af fullu og klára þetta með stæl,“ sagði þjálfarinn. Lítið búnir að æfa að sækja gegn svona vörn Framundan er leikur við aðra Afríkuþjóð, Marokkó, á mánudagskvöld og undirbúningurinn fyrir leikinn í kvöld gæti vel nýst áfram þar: „Við vorum lítið búnir að æfa á móti þessari framliggjandi vörn, fórum yfir þetta í gær og höfðum bara rúman klukkutíma til þess. Við fórum bara yfir hvernig við ætluðum að spila, og ætluðum ekki að flækja hlutina mikið heldur spila ákveðnar innleysingar og gera svo árásir á þá. Þetta gekk fullkomlega upp og vonandi getum við tekið það með inn í næsta leik. Þar getum við mætt andstæðingi sem spilar vörnina enn framar, svokallaða 3-3 vörn, og maður verður að vera klár í slaginn. Það þarf að gíra sig upp í svona leiki. Við sjáum líka árásirnar frá þeim. Þeir koma á vaðandi siglingu og það er ekkert einfalt að stoppa þetta. Í dag gekk það frábærlega,“ sagði Guðmundur.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55