Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2021 09:05 Mikill viðbúnaður er í Washington-borg vegna innsetningar Joes Biden í embætti forseta síðar í vikunni. Getty/Tasos Katopodis Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag. Þjóðvarðliðar eru varalið bandaríska hersins og eru sjálfboðaliðar úr hópi almennra borgara. Bakgrunnur varðliðanna er rannsakaður þar sem yfirvöld óttast að einhverjir í hópi þjóðvarðliðanna muni gera árás við innsetninguna. Ryan McCarthy, hermálaráðherra Bandaríkjanna, segir í samtali við fréttastofu AP að hann hafi beðið stjórnendur í hernum að fylgjast sérstaklega með hvort einhver vandamál komi upp í röðum varðliðanna. Enn sem komið er hefur ekkert komið upp og rannsókn FBI ekki leitt neitt alvarlegt í ljós. Síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar 11. september 2001 hefur ógnin af yfirvofandi árás öfgahópa verið forgangsmál hjá lögreglu- og hernaðaryfirvöldum. Hingað til hefur sú ógn þó aðallega verið tengd íslömskum öfgahópum á borði við Al Kaída og ISIS. Nú kemur ógnin hins vegar frá stuðningsmönnum Donalds Trump, fráfarandi forseta, og hópum á borð við þá sem trúa á yfirburði hvíta kynstofnsins. Margir sem skipa þessa hópa trúa ásökunum Trumps um að víðtækt svindl forsetakosningunum í nóvember þrátt fyrir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Það sem yfirvöld óttast helst í tengslum við innsetningu Bidens er vopnuð árás einstaklinga sem og sprengjuárás. Að sögn McCarthy benda leyniþjónustugögn til þess að einhverjir hópar séu að skipuleggja vopnaðar samkomur í aðdraganda innsetningarinnar og hugsanlega eftir að henni lýkur. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Þjóðvarðliðar eru varalið bandaríska hersins og eru sjálfboðaliðar úr hópi almennra borgara. Bakgrunnur varðliðanna er rannsakaður þar sem yfirvöld óttast að einhverjir í hópi þjóðvarðliðanna muni gera árás við innsetninguna. Ryan McCarthy, hermálaráðherra Bandaríkjanna, segir í samtali við fréttastofu AP að hann hafi beðið stjórnendur í hernum að fylgjast sérstaklega með hvort einhver vandamál komi upp í röðum varðliðanna. Enn sem komið er hefur ekkert komið upp og rannsókn FBI ekki leitt neitt alvarlegt í ljós. Síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar 11. september 2001 hefur ógnin af yfirvofandi árás öfgahópa verið forgangsmál hjá lögreglu- og hernaðaryfirvöldum. Hingað til hefur sú ógn þó aðallega verið tengd íslömskum öfgahópum á borði við Al Kaída og ISIS. Nú kemur ógnin hins vegar frá stuðningsmönnum Donalds Trump, fráfarandi forseta, og hópum á borð við þá sem trúa á yfirburði hvíta kynstofnsins. Margir sem skipa þessa hópa trúa ásökunum Trumps um að víðtækt svindl forsetakosningunum í nóvember þrátt fyrir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Það sem yfirvöld óttast helst í tengslum við innsetningu Bidens er vopnuð árás einstaklinga sem og sprengjuárás. Að sögn McCarthy benda leyniþjónustugögn til þess að einhverjir hópar séu að skipuleggja vopnaðar samkomur í aðdraganda innsetningarinnar og hugsanlega eftir að henni lýkur.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira