Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en mikið var skorað. Norðmenn leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 20-17, en gengu heldur betur á lagið í síðari hálfleik og unnu tíu marka sigur.
Sander Sagosen var einu sinni sem oftar markahæstur í liði Norðmanna. Hann gerði níu mörk en Kent Robin Tonnesen kom næstur með sjö. Robert Weber og Tobias Wagner skoruðu sex hvor fyrir Austurríki.
Norðmenn enda í öðru sæti riðilsins með fjögur stig. Frakkar vinna riðilinn með sex stig stig, Sviss í þriðja sætinu með tvö og Austurríki án stiga á botninum.
Norðmenn fara þar af leiðandi inn í milliriðilinn með okkur Íslendingum með tvö stig líkt og Íslendingar.
That Sander Sagosen plays all these minutes in a match against - with all due respect - Austria. A match that has been decided for several minutes. It may become crucial later in the tournament.#handball #egypt2021
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 18, 2021