Vinnum Sviss og Frakkland eða Noreg Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2021 15:00 Sigvaldi Björn Guðjónsson búinn að koma sér í dauðafæri á línunni gegn Marokkó í gærkvöld. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Sérfræðingarnir í Sportinu í dag voru sammála um að Ísland ætti að vinna Sviss í milliriðlinum á HM í handbolta, en ósammála um möguleika liðsins gegn Frakklandi og Noregi. Ísland mætir Sviss á morgun kl. 14.30, því næst Frakklandi á föstudag og loks Noregi á sunnudaginn. Staðan í milliriðlinum: Portúgal 4 Frakkland 4 Ísland 2 Noregur 2 Sviss 0 Alsír 0 „Ég er alltaf svo peppaður. Ég er alltaf mjög jákvæður fyrir þessu. Við tökum Sviss, og tökum svo annan leikinn af hinum tveimur. Ég veit ekki alveg hvorn,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður, í HM-útgáfu hlaðvarpsins Sportið í dag. „Þó að við höfum verið lélegir gegn Portúgal í fyrsta leik þá vil ég ekki meina að það sé allt farið í vaskinn. Þetta verður svona 3-4 marka sigur á Sviss og svo tökum við annan hinna leikjanna með einu marki,“ sagði Ásgeir. Jóhann Gunnar Einarsson sagði Ísland einfaldlega ekki nógu nálægt getustigi Frakklands og Noregs eins og staðan væri í dag. Erum 2-3 skrefum á eftir þessum liðum „Ég er aðeins svartsýnni en Ásgeir. Ég held að við vinnum Sviss, en ég held að við séum töluvert langt á eftir liðum eins og Frakklandi og Noregi. Bara út af líkamlegu atgervi, þegar lið fara að bakka á móti okkur með sterka 6-0 vörn. Þeir horfa væntanlega á Portúgalsleikinn og segja; „Já, það er enginn sem ætlar að skjóta fyrir utan.“ Vissulega er Óli Guðmunds kominn betur inn, Donni [Kristján Örn Kristjánsson] átti flotta innkomu og Viggó [Kristjánsson] fékk aðeins fíling. Menn eru að koma til baka eftir mjög slæman leik fyrst, en ég held að við séum 2-3 skrefum á eftir þessum liðum í dag, sérstaklega þegar Aron [Pálmarsson] er ekki með. En ef við náum sigri á móti Sviss og vonandi að veita Noregi eða Frakklandi keppni, þá verð ég sáttur. En ég held að þetta verði bara sigur á móti Sviss, því miður. Þetta mót verði því bara „allt í lagi, ekki gott“,“ sagði Jóhann. „Veit bara að við eigum að vera betri“ Henry Birgir Gunnarsson benti á að ekkert væri öruggt varðandi sigur gegn Sviss: „Engan veginn. Þetta verður hörkuviðureign. Nú þekki ég ekkert rosalega vel inn á þetta svissneska lið, ég kannast ekki við marga leikmenn þarna, og út frá sögunni finnst manni að við eigum að vinna. En nákvæmlega hver gæðamunurinn er á liðunum veit ég ekki. Ég veit bara að við eigum að vera betri,“ sagði Ásgeir. „Þeir töpuðu bara með einu marki á móti Frakklandi þannig að það er greinilega eitthvað í þetta lið spunnið,“ sagði Jóhann, og bætti við: „Á móti kemur að ef að við vinnum Sviss með 3-5 mörkum þá getum við líka sagt að við getum alveg strítt Frakklandi. Þeir eru kannski með sitt lakasta lið í langan tíma. Noregur er ekki að spila eins vel og fólk hélt. Þetta mót er mjög skrýtið, það vantar marga leikmenn í mörg lið, og leikmenn eru kannski ekki í frábæru leikformi. Það er allt opið í þessu. Vonin er sterk og maður vonar svo innilega að fyrir síðasta leik þurfi maður að setja upp einhverjar 17 útfærslur um hvað gæti gerst. Að það sé möguleiki á að komast áfram.“ HM 2021 í handbolta Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira
Ísland mætir Sviss á morgun kl. 14.30, því næst Frakklandi á föstudag og loks Noregi á sunnudaginn. Staðan í milliriðlinum: Portúgal 4 Frakkland 4 Ísland 2 Noregur 2 Sviss 0 Alsír 0 „Ég er alltaf svo peppaður. Ég er alltaf mjög jákvæður fyrir þessu. Við tökum Sviss, og tökum svo annan leikinn af hinum tveimur. Ég veit ekki alveg hvorn,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður, í HM-útgáfu hlaðvarpsins Sportið í dag. „Þó að við höfum verið lélegir gegn Portúgal í fyrsta leik þá vil ég ekki meina að það sé allt farið í vaskinn. Þetta verður svona 3-4 marka sigur á Sviss og svo tökum við annan hinna leikjanna með einu marki,“ sagði Ásgeir. Jóhann Gunnar Einarsson sagði Ísland einfaldlega ekki nógu nálægt getustigi Frakklands og Noregs eins og staðan væri í dag. Erum 2-3 skrefum á eftir þessum liðum „Ég er aðeins svartsýnni en Ásgeir. Ég held að við vinnum Sviss, en ég held að við séum töluvert langt á eftir liðum eins og Frakklandi og Noregi. Bara út af líkamlegu atgervi, þegar lið fara að bakka á móti okkur með sterka 6-0 vörn. Þeir horfa væntanlega á Portúgalsleikinn og segja; „Já, það er enginn sem ætlar að skjóta fyrir utan.“ Vissulega er Óli Guðmunds kominn betur inn, Donni [Kristján Örn Kristjánsson] átti flotta innkomu og Viggó [Kristjánsson] fékk aðeins fíling. Menn eru að koma til baka eftir mjög slæman leik fyrst, en ég held að við séum 2-3 skrefum á eftir þessum liðum í dag, sérstaklega þegar Aron [Pálmarsson] er ekki með. En ef við náum sigri á móti Sviss og vonandi að veita Noregi eða Frakklandi keppni, þá verð ég sáttur. En ég held að þetta verði bara sigur á móti Sviss, því miður. Þetta mót verði því bara „allt í lagi, ekki gott“,“ sagði Jóhann. „Veit bara að við eigum að vera betri“ Henry Birgir Gunnarsson benti á að ekkert væri öruggt varðandi sigur gegn Sviss: „Engan veginn. Þetta verður hörkuviðureign. Nú þekki ég ekkert rosalega vel inn á þetta svissneska lið, ég kannast ekki við marga leikmenn þarna, og út frá sögunni finnst manni að við eigum að vinna. En nákvæmlega hver gæðamunurinn er á liðunum veit ég ekki. Ég veit bara að við eigum að vera betri,“ sagði Ásgeir. „Þeir töpuðu bara með einu marki á móti Frakklandi þannig að það er greinilega eitthvað í þetta lið spunnið,“ sagði Jóhann, og bætti við: „Á móti kemur að ef að við vinnum Sviss með 3-5 mörkum þá getum við líka sagt að við getum alveg strítt Frakklandi. Þeir eru kannski með sitt lakasta lið í langan tíma. Noregur er ekki að spila eins vel og fólk hélt. Þetta mót er mjög skrýtið, það vantar marga leikmenn í mörg lið, og leikmenn eru kannski ekki í frábæru leikformi. Það er allt opið í þessu. Vonin er sterk og maður vonar svo innilega að fyrir síðasta leik þurfi maður að setja upp einhverjar 17 útfærslur um hvað gæti gerst. Að það sé möguleiki á að komast áfram.“
HM 2021 í handbolta Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira