Fögnuðu ekki fyrr en í búningsklefanum hálftíma eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 14:00 Opna sportblaðs DV eftir sigurinn á Sviss 1999. Skjámynd/timarit.is/DV Íslenska karlalandsliðið mætir Sviss í næsta leik sínum á HM í handbolta í Egyptalandi en ein eftirminnilegasta uppákoman í sögu íslenska karlalandsliðsins var einmitt í leik á móti Svisslendingum. Ísland hefur margoft mætt Sviss í gegnum tíðina hvort sem það var á stórmótum, í b-keppnum, í undankeppnum eða í vináttulandsleikjum. Leikurinn í Kaplakrika 30. maí 1999 stendur þó örugglega upp úr. Íslenska landsliðið hafði á þessum tíma aldrei komist á Evrópumótið sem hafði verið haldið á tveggja ára fresti frá árinu 1994. Ísland var í riðli með Sviss og Kýpur þar sem var barist um eitt sæti í umspilinu um laust sæti á EM. Vonin virtist vera úti eftir níu marka skell út í Sviss aðeins þremur dögum fyrr, 29-20.Íslensku strákunum tókst hins vegar hið ótrúlega sem var að vinna níu marka sigur í þessum leik í Kaplakrikanum en leikurinn vannst 32-23. Róbert Julian Duranona skoraði 10 mörk í leiknum og Bjarki Sigurðsson var með sjö mörk. Tíunda mark Duranona skoraði hann um rétt áður en lokaflautan gall og það mark átti eftir að skipta miklu máli. Það vissi það enginn þó strax. Eftir leik þorði nefnilega hvorugt liðið að fagna sigri því reglurnar voru ekki á hreinu.Voru það mörk á útivelli sem réðu eða heildarmarkatalan? Þar sem að þetta var riðill en ekki umspil þá kom það á endanum í ljós að stórsigrar Íslands á Kýpur komu íslenska liðinu áfram.Íslensku strákarnir óttuðust að útivallarmörkin í leikjunum við Sviss myndu tryggja Svisslendingum sætið í umspilinu og gengu því súrir af velli. Staðfesting um að Ísland væri komið áfram fékkst ekki fyrr en klukkan 22.30 eftir að Örn Magnússon, framkvæmdastjóri HSÍ, náði sambandi við Kjartan Steinbach, þáverandi formann dómaranefndar Alþjóða handboltasambandsins. Á þessum tíma stóð einmitt yfir heimsmeistaramót í Egyptalandi eins og ný. Kjartan var staddur á HM og var með Manfred Brause sem var með honum dómaranefnd IHF. Þeir lögðust yfir reglugerðir IHF og komust að því að þar kæmi ekki annað fram en að Ísland væri komið áfram. Íslensku strákarnir fögnuðu því ekki sigri fyrr en í búningsklefanum hálftíma eftir leik. Opnumynd íþróttablaðs DV var af þeim fagna sigri í sturtunni eins og sjá má hér fyrir ofan. Þetta var líka sögulegur leikur fyrir þær sakir að þetta var síðasti landsleikur Geirs Sveinssonar sem skoraði níu mörk í leiknum. Geir lék þarna sinn 328. og síðasta landsleik en hann átti landsleikjametið þar til að Guðmundur Hrafnkelsson sló það í janúar 2002. Íslenska landsliðið hafði síðan betur á móti Makedóníu í umspili um sæti á EM 2000. Íslenska liðið komst því á sitt fyrsta Evrópumót og hefur ekki misst af móti síðan. EM i fyrra var ellefta Evrópumót Íslands í röð. HM 2021 í handbolta Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Ísland hefur margoft mætt Sviss í gegnum tíðina hvort sem það var á stórmótum, í b-keppnum, í undankeppnum eða í vináttulandsleikjum. Leikurinn í Kaplakrika 30. maí 1999 stendur þó örugglega upp úr. Íslenska landsliðið hafði á þessum tíma aldrei komist á Evrópumótið sem hafði verið haldið á tveggja ára fresti frá árinu 1994. Ísland var í riðli með Sviss og Kýpur þar sem var barist um eitt sæti í umspilinu um laust sæti á EM. Vonin virtist vera úti eftir níu marka skell út í Sviss aðeins þremur dögum fyrr, 29-20.Íslensku strákunum tókst hins vegar hið ótrúlega sem var að vinna níu marka sigur í þessum leik í Kaplakrikanum en leikurinn vannst 32-23. Róbert Julian Duranona skoraði 10 mörk í leiknum og Bjarki Sigurðsson var með sjö mörk. Tíunda mark Duranona skoraði hann um rétt áður en lokaflautan gall og það mark átti eftir að skipta miklu máli. Það vissi það enginn þó strax. Eftir leik þorði nefnilega hvorugt liðið að fagna sigri því reglurnar voru ekki á hreinu.Voru það mörk á útivelli sem réðu eða heildarmarkatalan? Þar sem að þetta var riðill en ekki umspil þá kom það á endanum í ljós að stórsigrar Íslands á Kýpur komu íslenska liðinu áfram.Íslensku strákarnir óttuðust að útivallarmörkin í leikjunum við Sviss myndu tryggja Svisslendingum sætið í umspilinu og gengu því súrir af velli. Staðfesting um að Ísland væri komið áfram fékkst ekki fyrr en klukkan 22.30 eftir að Örn Magnússon, framkvæmdastjóri HSÍ, náði sambandi við Kjartan Steinbach, þáverandi formann dómaranefndar Alþjóða handboltasambandsins. Á þessum tíma stóð einmitt yfir heimsmeistaramót í Egyptalandi eins og ný. Kjartan var staddur á HM og var með Manfred Brause sem var með honum dómaranefnd IHF. Þeir lögðust yfir reglugerðir IHF og komust að því að þar kæmi ekki annað fram en að Ísland væri komið áfram. Íslensku strákarnir fögnuðu því ekki sigri fyrr en í búningsklefanum hálftíma eftir leik. Opnumynd íþróttablaðs DV var af þeim fagna sigri í sturtunni eins og sjá má hér fyrir ofan. Þetta var líka sögulegur leikur fyrir þær sakir að þetta var síðasti landsleikur Geirs Sveinssonar sem skoraði níu mörk í leiknum. Geir lék þarna sinn 328. og síðasta landsleik en hann átti landsleikjametið þar til að Guðmundur Hrafnkelsson sló það í janúar 2002. Íslenska landsliðið hafði síðan betur á móti Makedóníu í umspili um sæti á EM 2000. Íslenska liðið komst því á sitt fyrsta Evrópumót og hefur ekki misst af móti síðan. EM i fyrra var ellefta Evrópumót Íslands í röð.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira