Gummi lá yfir gamla lærisveininum í alla nótt Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2021 16:30 Guðmundur Guðmundsson var sjálfsagt djúpt hugsi í nótt eins og hér á hliðarlínunni. Framundan er mikilvægur leikur við Sviss á morgun. EPA-EFE/Khaled Elfiqi „Andy Schmid er náttúrulega frábær leikmaður og einn sá besti sem ég hef nokkurn tímann þjálfað. Ég veit alveg hvað hann getur og allir leikmennirnir mínir líka. Það verður hörkuverkefni að eiga við hann.“ Þetta sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta í viðtali við RÚV í dag. Umræddur Schmid, besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar fimm ár í röð árin 2014-2018, er aðalmaðurinn í landsliði Sviss. Ísland og Sviss mætast kl. 14.30 á morgun í milliriðlakeppninni á HM í Egyptalandi. Guðmundur þjálfaði Schmid hjá Rhein-Neckar Löwen á árunum 2010-2014 og veit að til að vinna Svisslendinga er lykilatriði að halda leikstjórnandanum magnaða í skefjum. „Þeir [Svisslendingar] eru líkamlega mjög sterkir og hávaxnir inni á miðjublokkinni. Almennt finnst mér þeir vera með mjög gott lið. Sóknarlega er Andy Schmid náttúrulega potturinn og pannan í öllu sem þeir gera, en það eru frábærir leikmenn líka með honum, bæði í vinstri og hægri skyttu og á línu. Hornamennirnir eru mjög góðir líka,“ sagði Guðmundur við RÚV í morgun áður en íslenska liðið hélt á nýtt hótel fyrir milliriðlakeppnina. Höfum hingað til varist vel sex gegn sjö Guðmundur hafði lítið sofið fyrir viðtalið en einbeitt sér að því yfir nóttina að finna lausnir gegn því þegar Svisslendingar skipta markverði sínum út til að hafa sjö sóknarmenn gegn sex varnarmönnum: „Þetta er gott lið, sem framkvæmir „7 á 6“ frábærlega vel. Andy Schmid er líklega besti leikmaður í heimi hvað þetta varðar, að deila boltanum til vinstri eða hægri, skjóta eða senda á línu. Þetta er illviðráðanlegt. Ég lá yfir þessu til að verða sex í nótt,“ sagði Guðmundur sem er vanur því að leggja gríðarlega vinnu í að leikgreina andstæðinga og undirbúa sín lið fyrir hvern leik. „Við erum að reyna að skipuleggja framhaldið, hvernig við ætlum að bregðast við þessu. Við höfum hingað til náð að spila nokkuð góða vörn 6 á 7. Við gerðum það á móti Makedóníu 2019 og í framhaldinu höfum við náð þessu nokkuð vel, eins og gegn Portúgal í fyrra og svo aftur á móti Portúgal núna mjög vel. Við höfum því ýmislegt í þessu og þetta er eitt af því sem við þurfum að leysa gegn Svisslendingum því þeir beita þessu vopni mjög mikið,“ sagði Guðmundur. HM 2021 í handbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Þetta sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta í viðtali við RÚV í dag. Umræddur Schmid, besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar fimm ár í röð árin 2014-2018, er aðalmaðurinn í landsliði Sviss. Ísland og Sviss mætast kl. 14.30 á morgun í milliriðlakeppninni á HM í Egyptalandi. Guðmundur þjálfaði Schmid hjá Rhein-Neckar Löwen á árunum 2010-2014 og veit að til að vinna Svisslendinga er lykilatriði að halda leikstjórnandanum magnaða í skefjum. „Þeir [Svisslendingar] eru líkamlega mjög sterkir og hávaxnir inni á miðjublokkinni. Almennt finnst mér þeir vera með mjög gott lið. Sóknarlega er Andy Schmid náttúrulega potturinn og pannan í öllu sem þeir gera, en það eru frábærir leikmenn líka með honum, bæði í vinstri og hægri skyttu og á línu. Hornamennirnir eru mjög góðir líka,“ sagði Guðmundur við RÚV í morgun áður en íslenska liðið hélt á nýtt hótel fyrir milliriðlakeppnina. Höfum hingað til varist vel sex gegn sjö Guðmundur hafði lítið sofið fyrir viðtalið en einbeitt sér að því yfir nóttina að finna lausnir gegn því þegar Svisslendingar skipta markverði sínum út til að hafa sjö sóknarmenn gegn sex varnarmönnum: „Þetta er gott lið, sem framkvæmir „7 á 6“ frábærlega vel. Andy Schmid er líklega besti leikmaður í heimi hvað þetta varðar, að deila boltanum til vinstri eða hægri, skjóta eða senda á línu. Þetta er illviðráðanlegt. Ég lá yfir þessu til að verða sex í nótt,“ sagði Guðmundur sem er vanur því að leggja gríðarlega vinnu í að leikgreina andstæðinga og undirbúa sín lið fyrir hvern leik. „Við erum að reyna að skipuleggja framhaldið, hvernig við ætlum að bregðast við þessu. Við höfum hingað til náð að spila nokkuð góða vörn 6 á 7. Við gerðum það á móti Makedóníu 2019 og í framhaldinu höfum við náð þessu nokkuð vel, eins og gegn Portúgal í fyrra og svo aftur á móti Portúgal núna mjög vel. Við höfum því ýmislegt í þessu og þetta er eitt af því sem við þurfum að leysa gegn Svisslendingum því þeir beita þessu vopni mjög mikið,“ sagði Guðmundur.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira