Nefndi Biden aldrei á nafn í síðasta ávarpinu sem forseti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2021 21:57 Trump kveður. Í dag var síðasti heili dagur Donalds Trump í embætti forseta. Á morgun tekur Joe Biden við. Al Drago/Getty Donald Trump, sem lætur af embætti forseta Bandaríkjanna á morgun, segist munu „biðja fyrir velgengni“ Joes Biden, sem tekur við embættinu af honum á morgun. Hvíta húsið birti kveðjuávarp Trumps nú fyrir skömmu. Í ávarpinu fjallaði forsetinn fráfarandi meðal annars um árásina á þinghúsið í Washington-borg fyrr í þessum mánuði og sagðist sjálfur hafa verið óttasleginn að fylgjast með þegar æstur múgur braut sér leið inn í þinghúsið. Margir pólitískir andstæðingar forsetans hafa sakað hann um að hvetja til óeirðanna og hefur hann meðal annars verið ákærður í þinginu fyrir að hvetja til uppreisnar. „Pólitískt ofbeldi er árás á allt það sem okkur þykir vænt um sem Bandaríkjamönnum. Það má aldrei líðast. […] Nú þegar ég bý mig undir að afsala völdum mínum til nýrrar stjórnar, á hádegi á miðvikudag, vil ég að þið vitið að hreyfingin sem við komum af stað er rétt að byrja,“ sagði Trump. Mun biðja fyrir Biden Trump sagði þá að hann myndi biðja fyrir því að Joe Biden, sem hafði betur gegn honum í forsetakosningunum í nóvember síðastliðnum, yrði farsæll í embætti. Hann talaði þó aðeins um „eftirmann“ sinn eða „nýja ríkisstjórn“ en nefndi Biden sjálfan aldrei á nafn. Trump verður ekki viðstaddur innsetningarathöfn Bidens. Verður það í fyrsta skipti sem lifandi forseti verður ekki viðstaddur innsetningarathöfn eftirmanns síns í meira en 150 ár. Ávarp Trumps í heild sinni má sjá hér að neðan. Á hádegi á morgun, miðvikudaginn 20. janúar, verður Joe Biden svarinn í embætti og verður 46. forseti Bandaríkjanna. Kamala Harris verður fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna. Biden flaug í dag með leiguflugi frá Delaware til Washington-borgar, þar sem innsetningarathöfnin fer fram. Áður en hann hélt af stað ávarpaði hann hóp stuðningsmanna sinna af tilefni þess að nú hafa yfir fjögur hundruð þúsund Bandaríkjamenn látið lífið af völdum Covid-19. „Þetta eru myrkir tímar. En þó má alltaf finna ljós,“ sagði Biden áður en hann hélt af stað frá Delaware. Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Washington „eins og herstöð“ í aðdraganda embættistöku Washington svipar til herstöðvar vegna aukinnar öryggisgæslu, segir íslensk kona sem er búsett í borginni. 25 þúsund þjóðvarðliðar eru þar við störf vegna embættistöku Joes Biden á morgun. 19. janúar 2021 18:31 Skilur eftir sig „djúpríki“ Trump-liða Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, mun skilja eftir sig mikinn fjölda opinberra starfsmanna sem voru upprunalega pólitískt skipaðir í störf sín. Erfitt mun vera fyrir ríkisstjórn Joe Biden að koma þessum mönnum frá. 19. janúar 2021 12:20 Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Í ávarpinu fjallaði forsetinn fráfarandi meðal annars um árásina á þinghúsið í Washington-borg fyrr í þessum mánuði og sagðist sjálfur hafa verið óttasleginn að fylgjast með þegar æstur múgur braut sér leið inn í þinghúsið. Margir pólitískir andstæðingar forsetans hafa sakað hann um að hvetja til óeirðanna og hefur hann meðal annars verið ákærður í þinginu fyrir að hvetja til uppreisnar. „Pólitískt ofbeldi er árás á allt það sem okkur þykir vænt um sem Bandaríkjamönnum. Það má aldrei líðast. […] Nú þegar ég bý mig undir að afsala völdum mínum til nýrrar stjórnar, á hádegi á miðvikudag, vil ég að þið vitið að hreyfingin sem við komum af stað er rétt að byrja,“ sagði Trump. Mun biðja fyrir Biden Trump sagði þá að hann myndi biðja fyrir því að Joe Biden, sem hafði betur gegn honum í forsetakosningunum í nóvember síðastliðnum, yrði farsæll í embætti. Hann talaði þó aðeins um „eftirmann“ sinn eða „nýja ríkisstjórn“ en nefndi Biden sjálfan aldrei á nafn. Trump verður ekki viðstaddur innsetningarathöfn Bidens. Verður það í fyrsta skipti sem lifandi forseti verður ekki viðstaddur innsetningarathöfn eftirmanns síns í meira en 150 ár. Ávarp Trumps í heild sinni má sjá hér að neðan. Á hádegi á morgun, miðvikudaginn 20. janúar, verður Joe Biden svarinn í embætti og verður 46. forseti Bandaríkjanna. Kamala Harris verður fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna. Biden flaug í dag með leiguflugi frá Delaware til Washington-borgar, þar sem innsetningarathöfnin fer fram. Áður en hann hélt af stað ávarpaði hann hóp stuðningsmanna sinna af tilefni þess að nú hafa yfir fjögur hundruð þúsund Bandaríkjamenn látið lífið af völdum Covid-19. „Þetta eru myrkir tímar. En þó má alltaf finna ljós,“ sagði Biden áður en hann hélt af stað frá Delaware.
Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Washington „eins og herstöð“ í aðdraganda embættistöku Washington svipar til herstöðvar vegna aukinnar öryggisgæslu, segir íslensk kona sem er búsett í borginni. 25 þúsund þjóðvarðliðar eru þar við störf vegna embættistöku Joes Biden á morgun. 19. janúar 2021 18:31 Skilur eftir sig „djúpríki“ Trump-liða Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, mun skilja eftir sig mikinn fjölda opinberra starfsmanna sem voru upprunalega pólitískt skipaðir í störf sín. Erfitt mun vera fyrir ríkisstjórn Joe Biden að koma þessum mönnum frá. 19. janúar 2021 12:20 Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Washington „eins og herstöð“ í aðdraganda embættistöku Washington svipar til herstöðvar vegna aukinnar öryggisgæslu, segir íslensk kona sem er búsett í borginni. 25 þúsund þjóðvarðliðar eru þar við störf vegna embættistöku Joes Biden á morgun. 19. janúar 2021 18:31
Skilur eftir sig „djúpríki“ Trump-liða Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, mun skilja eftir sig mikinn fjölda opinberra starfsmanna sem voru upprunalega pólitískt skipaðir í störf sín. Erfitt mun vera fyrir ríkisstjórn Joe Biden að koma þessum mönnum frá. 19. janúar 2021 12:20
Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35