Engin ein ákveðin skýring á slöku gengi Íslands á HM samkvæmt Ásgeiri Erni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2021 13:30 Ásgeir Örn er ekki bjartsýnn fyrir leik kvöldsins. Stöð 2 Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og núverandi sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór yfir leik kvöldsins hjá íslenska landsliðinu þar sem ógnarsterkt lið Frakklands bíður átekta. Íslenska landsliðið fær verðugt verkefni í kvöld er það mætir Frakklandi sem er allt annað en árennilegur andstæðingur fyrir íslenska liðið sem hefur verið í vandræðum gegn Portúgal og Sviss. „Gríðarlega erfiður andstæðingur, frábærir einstaklingar í liðinu. Þó við höfum rætt að sem lið þá séu þeir í ákveðnum dal þá hafa þeir sýnt það á þessu móti að þeir eru að spila fanta vel og það verður vægast sagt erfitt verkefni fyrir okkur á móti Frökkunum,“ sagi Ásgeir Örn um leik kvöldsins. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Mun vörn Íslands virka gegn franska landsliðinu? „Það er stóra spurningin. Núna erum við að fara keppa við leikmenn sem eru ekki aðeins snöggir heldur stórir og sterkir. Eru líka mjög taktískt klókir þannig það verður langerfiðasta prófið fyrir okkur núna.“ „Varnarleikurinn er það eina sem við höfum verið að gera mjög vel svo ég vona að það eigi eftir að ganga mjög vel.“ Af hverju er sóknarleikurinn svona slakur? „Engin ein ákveðin skýring í þessu. Augljóst að við erum ekki að nýta þá styrkleika sem við höfum. Það eru leikmenn í liðinu sem eru að skora mikið með sínum félagsliðum en virðast ekki geta skorað með landsliðinu, ekki í sama mæli allavega.“ „Það er eitthvað, hvort það er taktík eða innstilling leikmanna. Það er einhver blanda af þessum þáttum grunar mig.“ „Ég er einn af þeim sem leit mjög bjartsýnt á mótið. Mér fannst við vera með leikmenn sem eru að spila vel, marga góða leikmenn sem eru með mikið sjálfstraust og virtust tilbúnir í þetta. Vorum með gott jafnvægi og margt í spilunum sem gaf mér von um gott mót.“ Er liðið betra í dag en þegar Geir var með það? „Það er góð spurning. Væntanlega spurning sem HSÍ þarf að svara og fara vel yfir. Við þurfum líka að vera ískaldir og meta þetta út frá því hvaða sætum við erum að lenda, hvernig er bragur liðsins og við þurfum að meta það. Ég held samt að við séum á örlítið betri stað,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Klippa: Engin ein ákveðin skýring Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Íslenska landsliðið fær verðugt verkefni í kvöld er það mætir Frakklandi sem er allt annað en árennilegur andstæðingur fyrir íslenska liðið sem hefur verið í vandræðum gegn Portúgal og Sviss. „Gríðarlega erfiður andstæðingur, frábærir einstaklingar í liðinu. Þó við höfum rætt að sem lið þá séu þeir í ákveðnum dal þá hafa þeir sýnt það á þessu móti að þeir eru að spila fanta vel og það verður vægast sagt erfitt verkefni fyrir okkur á móti Frökkunum,“ sagi Ásgeir Örn um leik kvöldsins. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Mun vörn Íslands virka gegn franska landsliðinu? „Það er stóra spurningin. Núna erum við að fara keppa við leikmenn sem eru ekki aðeins snöggir heldur stórir og sterkir. Eru líka mjög taktískt klókir þannig það verður langerfiðasta prófið fyrir okkur núna.“ „Varnarleikurinn er það eina sem við höfum verið að gera mjög vel svo ég vona að það eigi eftir að ganga mjög vel.“ Af hverju er sóknarleikurinn svona slakur? „Engin ein ákveðin skýring í þessu. Augljóst að við erum ekki að nýta þá styrkleika sem við höfum. Það eru leikmenn í liðinu sem eru að skora mikið með sínum félagsliðum en virðast ekki geta skorað með landsliðinu, ekki í sama mæli allavega.“ „Það er eitthvað, hvort það er taktík eða innstilling leikmanna. Það er einhver blanda af þessum þáttum grunar mig.“ „Ég er einn af þeim sem leit mjög bjartsýnt á mótið. Mér fannst við vera með leikmenn sem eru að spila vel, marga góða leikmenn sem eru með mikið sjálfstraust og virtust tilbúnir í þetta. Vorum með gott jafnvægi og margt í spilunum sem gaf mér von um gott mót.“ Er liðið betra í dag en þegar Geir var með það? „Það er góð spurning. Væntanlega spurning sem HSÍ þarf að svara og fara vel yfir. Við þurfum líka að vera ískaldir og meta þetta út frá því hvaða sætum við erum að lenda, hvernig er bragur liðsins og við þurfum að meta það. Ég held samt að við séum á örlítið betri stað,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Klippa: Engin ein ákveðin skýring
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
„Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00