Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár Kristján Már Unnarsson skrifar 21. janúar 2021 20:31 Uppsjávarveiðiskipið Polar Amaroq. Síldarvinnslan Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir. Loðnan veiddist úr 22 þúsund tonna kvóta sem þegar er búið að gefa út en gengur fyrst til grænlenskra, færeyskra og norskra skipa vegna milliríkjasamninga. Útgefinn loðnukvóti Polar Amaroq er 1.155 tonn en skipið, sem er í eigu Polar Pelagic, hefur um þriðjung grænlenska loðnukvótans. Frá Norðfjarðarhöfn. Nær er Polar Amaroq og fjær Hákon EA.Mynd/Smári Geirsson. Í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar er rætt við skipstjórann Sigurð Grétar Guðmundsson. Þar kemur fram að eitt hol hafi verið tekið í leiðindaveðri „í trollhólfinu austur af landinu“. Loðnan hafi verið stór og töluverð áta í henni. Aflinn verði frystur um borð. Þar sé hins vegar bullandi bræla og ekkert annað að gera en að leita vars. Hafrannsóknastofnun stefnir að því að kynna nýtt mat á stofnstærð loðnunnar á morgun og þá skýrist hvort einnig verði hægt að gefa út kvóta til íslenskra skipa. Stofnunin er jafnframt að skipuleggja næsta loðnuleitarleiðangur fjögurra skipa og er stefnt að því að þau leggi í hann á sunnudag, samkvæmt upplýsingum Sigurðar Guðjónssonar forstjóra. Sjávarútvegur Fjarðabyggð Grænland Tengdar fréttir Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02 Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. 19. janúar 2021 13:52 Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Sjá meira
Loðnan veiddist úr 22 þúsund tonna kvóta sem þegar er búið að gefa út en gengur fyrst til grænlenskra, færeyskra og norskra skipa vegna milliríkjasamninga. Útgefinn loðnukvóti Polar Amaroq er 1.155 tonn en skipið, sem er í eigu Polar Pelagic, hefur um þriðjung grænlenska loðnukvótans. Frá Norðfjarðarhöfn. Nær er Polar Amaroq og fjær Hákon EA.Mynd/Smári Geirsson. Í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar er rætt við skipstjórann Sigurð Grétar Guðmundsson. Þar kemur fram að eitt hol hafi verið tekið í leiðindaveðri „í trollhólfinu austur af landinu“. Loðnan hafi verið stór og töluverð áta í henni. Aflinn verði frystur um borð. Þar sé hins vegar bullandi bræla og ekkert annað að gera en að leita vars. Hafrannsóknastofnun stefnir að því að kynna nýtt mat á stofnstærð loðnunnar á morgun og þá skýrist hvort einnig verði hægt að gefa út kvóta til íslenskra skipa. Stofnunin er jafnframt að skipuleggja næsta loðnuleitarleiðangur fjögurra skipa og er stefnt að því að þau leggi í hann á sunnudag, samkvæmt upplýsingum Sigurðar Guðjónssonar forstjóra.
Sjávarútvegur Fjarðabyggð Grænland Tengdar fréttir Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02 Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. 19. janúar 2021 13:52 Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Sjá meira
Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02
Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. 19. janúar 2021 13:52