Fauci segir frelsandi að vinna ekki lengur undir Donald Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2021 06:58 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var ekki mjög hrifinn af Anthony Fauci, einum helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjanna. Getty/Drew Angerer Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur, segir að það sé frelsandi tilfinning að geta nú greint frá vísindalegum staðreyndum í tengslum við kórónuveiruna og faraldur hennar án þess að óttast viðbrögð Donalds Trump. Samstarf Fauci og Trump var stormasamt enda gróf forsetinn fyrrverandi gjarnan undan vísindunum í baráttunni við kórónuveiruna í Bandaríkjunum. Faraldurinn hefur verið mjög skæður þar í landi; hvergi í heiminum hafa fleiri smitast af veirunni eða látið lífið vegna Covid-19. Fauci var mættur í Hvíta húsið í gær, á fyrsta heila degi Joes Biden, í embætti Bandaríkjaforseta. Hann ræddi við fréttamenn um nýja áætlun yfirvalda varðandi faraldurinn. „Eitt af því sem við ætlum að gera er að vera algjörlega gagnsæ, opin og hreinskilin. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá ætlum við ekki að beina sjónum að þeim sem um er að kenna heldur leiðrétta mistökin. Þá verður allt sem við gerum byggt á vísindum og sönnunum. Þetta var bókstaflega samtalið sem ég átti við forsetann fyrir korteri síðan og þetta hefur hann sagt margsinnis,“ sagði Fauci við blaðamenn. Aðspurður hvort hann vildi leiðrétta eða skýra betur eitthvað sem hann sagði á meðan Trump var enn í embætti lagði hann áherslu á að hann hefði alltaf verið hreinskilinn við forsetann fyrrverandi. „Þess vegna lenti ég stundum í vandræðum.“ Þá var Fauci einnig spurður að því hvernig það væri að vinna ekki lengur undir Trump. Hann sagðist ekki ætla að fara yfir alla söguna en augljóst væri að ýmislegt hefði verið sagt sem var ekki byggt á vísindum. Nefndi hann til að mynda malaríulyfið hydroxychloroquine sem Trump talaði mikið um sem meðferð við Covid-19. „Þetta var mjög óþægilegt því það sem sagt var byggði ekki á vísindalegum staðreyndum. Ég get alveg sagt ykkur að ég hef ekki gaman að því að vera í mótsögn við forsetann. Það var þessi tilfinning að þér fannst þú ekki geta sagt eitthvað og það myndi ekki hafa neinar afleiðingar. Hugmyndin um að geta komið hingað upp og talað um það sem þú veist, hvað staðreyndirnar segja, hvað vísindin segja […], láta vísindin tala, það er frelsandi tilfinning,“ sagði Fauci. Biden hefur skrifað undir tíu forsetatilskipanir sem snúa að faraldrinum. Tilskipununum er ætlað að hrinda af stað metnaðarfullri áætlun forsetans til að draga verulega úr útbreiðslu Covid-19. Meðal þess sem forsetatilskipanirnar eiga að stuðla að er aukin samhæfing í viðbrögðum ríkja við faraldrinum, aukin framleiðsla bóluefnis, grímuskylda á ákveðnum opinberum stöðum og opnun skóla og fyrirtækja. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Samstarf Fauci og Trump var stormasamt enda gróf forsetinn fyrrverandi gjarnan undan vísindunum í baráttunni við kórónuveiruna í Bandaríkjunum. Faraldurinn hefur verið mjög skæður þar í landi; hvergi í heiminum hafa fleiri smitast af veirunni eða látið lífið vegna Covid-19. Fauci var mættur í Hvíta húsið í gær, á fyrsta heila degi Joes Biden, í embætti Bandaríkjaforseta. Hann ræddi við fréttamenn um nýja áætlun yfirvalda varðandi faraldurinn. „Eitt af því sem við ætlum að gera er að vera algjörlega gagnsæ, opin og hreinskilin. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá ætlum við ekki að beina sjónum að þeim sem um er að kenna heldur leiðrétta mistökin. Þá verður allt sem við gerum byggt á vísindum og sönnunum. Þetta var bókstaflega samtalið sem ég átti við forsetann fyrir korteri síðan og þetta hefur hann sagt margsinnis,“ sagði Fauci við blaðamenn. Aðspurður hvort hann vildi leiðrétta eða skýra betur eitthvað sem hann sagði á meðan Trump var enn í embætti lagði hann áherslu á að hann hefði alltaf verið hreinskilinn við forsetann fyrrverandi. „Þess vegna lenti ég stundum í vandræðum.“ Þá var Fauci einnig spurður að því hvernig það væri að vinna ekki lengur undir Trump. Hann sagðist ekki ætla að fara yfir alla söguna en augljóst væri að ýmislegt hefði verið sagt sem var ekki byggt á vísindum. Nefndi hann til að mynda malaríulyfið hydroxychloroquine sem Trump talaði mikið um sem meðferð við Covid-19. „Þetta var mjög óþægilegt því það sem sagt var byggði ekki á vísindalegum staðreyndum. Ég get alveg sagt ykkur að ég hef ekki gaman að því að vera í mótsögn við forsetann. Það var þessi tilfinning að þér fannst þú ekki geta sagt eitthvað og það myndi ekki hafa neinar afleiðingar. Hugmyndin um að geta komið hingað upp og talað um það sem þú veist, hvað staðreyndirnar segja, hvað vísindin segja […], láta vísindin tala, það er frelsandi tilfinning,“ sagði Fauci. Biden hefur skrifað undir tíu forsetatilskipanir sem snúa að faraldrinum. Tilskipununum er ætlað að hrinda af stað metnaðarfullri áætlun forsetans til að draga verulega úr útbreiðslu Covid-19. Meðal þess sem forsetatilskipanirnar eiga að stuðla að er aukin samhæfing í viðbrögðum ríkja við faraldrinum, aukin framleiðsla bóluefnis, grímuskylda á ákveðnum opinberum stöðum og opnun skóla og fyrirtækja.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira