Skotið á skrifstofur þriggja flokka og SA á einu ári Hólmfríður Gísladóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. janúar 2021 16:20 Eitt gatið á rúðu á skrifstofu Samfylkingarinnar. Vísir/SigurjónÓ Lögregla telur að skotið hafi verið á skrifstofur Viðreisnar, Sjálfstæðisflokksins, Samtaka atvinnulífsins og nú Samfylkingarinnar á einu ári. Talið er að notast hafi verið við loftriffil í öllum tilvikum. Lögregla hefur til rannsóknar skemmdarverk sem unnin voru á skrifstofu Samfylkingarinnar í nótt. Að minnsta kosti sex göt fundust á rúðum, sem virðast vera eftir skotvopn. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir mál á borð við þetta hafa komið upp hjá öðrum stjórnmálaflokkum og félagasamtökum undanfarið ár. Hjá Viðreisn í janúar 2020, Sjálfstæðisflokknum í maí 2020, Samtökum atvinnulífsins í september 2020 og nú hjá Samfylkingunni. Í öllum tilfellum voru skemmdir unnar með skotvopnum, líklega loftriffli. Skemmdir á Valhöll Það hefur gerst oftar en einu sinni að skemmdarverk hafa verið unnin á Valhöll með einhvers konar skotvopnum. Hins vegar er nokkuð síðan það gerðist síðast, að sögn Þórðar Þórarinssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í dag mátti hins vegar sjá brotna rúðu, sem virðist vera eftir grjótkast. Ekki er vitað hvenær það skemmdarverk átti sér stað. Ein rúða í Valhöll hefur verið mölbrotin nýlega, líklega með grjóti.Vísir/Sigurjón Eldra mál hjá Pírötum Á skrifstofum Pírata í Síðumúla sjást einnig ummerki um skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin með skotvopnum eða einhverju öðru sem myndar lítil kringlótt göt. Á skrifstofu Pírata í Síðumúla má sjá örlítið gat á einni rúðunni.Vísir/Sigurjón „Það fundust tvö skotgöt árið 2018, ekki vitað hvort það var í einni eða tveimur „árásum“, þremur skotum var skotið á höfuðstöðvar í einu atviki árið 2019,“ sagði Stefán Óli Jónsson, starfsmaður þingflokks Pírata, í svari við fyrirspurn Vísis. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Lögreglumál Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Endurtekið skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka Svo virðist sem endurtekið sé skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka hér á landi. Starfsmenn á skrifstofu Samfylkingarinnar sáu göt á rúðum skrifstofu flokksins í Sóltúni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fundust litlar byssukúlur á vettvangi. 22. janúar 2021 12:26 Telja að skotið hafi verið á skrifstofur Samfylkingarinnar Starfsfólk skrifstofu Samfylkingarinnar gerði lögregu viðvart í morgun þegar það mætti til vinnu og sá göt á gluggarúðum húsnæðisins við Sóltún 26, sem virðast vera eftir byssukúlur. Tæknideild lögreglu rannsakar nú málið. 22. janúar 2021 11:45 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Lögregla hefur til rannsóknar skemmdarverk sem unnin voru á skrifstofu Samfylkingarinnar í nótt. Að minnsta kosti sex göt fundust á rúðum, sem virðast vera eftir skotvopn. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir mál á borð við þetta hafa komið upp hjá öðrum stjórnmálaflokkum og félagasamtökum undanfarið ár. Hjá Viðreisn í janúar 2020, Sjálfstæðisflokknum í maí 2020, Samtökum atvinnulífsins í september 2020 og nú hjá Samfylkingunni. Í öllum tilfellum voru skemmdir unnar með skotvopnum, líklega loftriffli. Skemmdir á Valhöll Það hefur gerst oftar en einu sinni að skemmdarverk hafa verið unnin á Valhöll með einhvers konar skotvopnum. Hins vegar er nokkuð síðan það gerðist síðast, að sögn Þórðar Þórarinssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í dag mátti hins vegar sjá brotna rúðu, sem virðist vera eftir grjótkast. Ekki er vitað hvenær það skemmdarverk átti sér stað. Ein rúða í Valhöll hefur verið mölbrotin nýlega, líklega með grjóti.Vísir/Sigurjón Eldra mál hjá Pírötum Á skrifstofum Pírata í Síðumúla sjást einnig ummerki um skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin með skotvopnum eða einhverju öðru sem myndar lítil kringlótt göt. Á skrifstofu Pírata í Síðumúla má sjá örlítið gat á einni rúðunni.Vísir/Sigurjón „Það fundust tvö skotgöt árið 2018, ekki vitað hvort það var í einni eða tveimur „árásum“, þremur skotum var skotið á höfuðstöðvar í einu atviki árið 2019,“ sagði Stefán Óli Jónsson, starfsmaður þingflokks Pírata, í svari við fyrirspurn Vísis. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Lögreglumál Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Endurtekið skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka Svo virðist sem endurtekið sé skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka hér á landi. Starfsmenn á skrifstofu Samfylkingarinnar sáu göt á rúðum skrifstofu flokksins í Sóltúni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fundust litlar byssukúlur á vettvangi. 22. janúar 2021 12:26 Telja að skotið hafi verið á skrifstofur Samfylkingarinnar Starfsfólk skrifstofu Samfylkingarinnar gerði lögregu viðvart í morgun þegar það mætti til vinnu og sá göt á gluggarúðum húsnæðisins við Sóltún 26, sem virðast vera eftir byssukúlur. Tæknideild lögreglu rannsakar nú málið. 22. janúar 2021 11:45 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Endurtekið skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka Svo virðist sem endurtekið sé skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka hér á landi. Starfsmenn á skrifstofu Samfylkingarinnar sáu göt á rúðum skrifstofu flokksins í Sóltúni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fundust litlar byssukúlur á vettvangi. 22. janúar 2021 12:26
Telja að skotið hafi verið á skrifstofur Samfylkingarinnar Starfsfólk skrifstofu Samfylkingarinnar gerði lögregu viðvart í morgun þegar það mætti til vinnu og sá göt á gluggarúðum húsnæðisins við Sóltún 26, sem virðast vera eftir byssukúlur. Tæknideild lögreglu rannsakar nú málið. 22. janúar 2021 11:45